Segja ærandi þögn frá menntamálaráðuneyti Ari Brynjólfsson skrifar 17. september 2019 06:15 Samkvæmt núverandi þjónustusamningi á Ríkisútvarpið að verja um tíund heildarútgjalda í efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Fréttablaðið/Pjetur Stjórnsýsla Samtök iðnaðarins (SI) bíða enn svara frá menntamálaráðuneytinu um mat ráðuneytisins á samningsskilmálum Ríkisútvarpsins vegna kaupa á sýningarefni frá sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum. Ríkisútvarpið breytti fyrir tveimur árum skilmálum í samningum við framleiðendur efnis um að í stað þess að kaupa sýningarrétt eignist RÚV hlut í þáttunum fyrir framlag sitt. Er það afstaða Ríkisútvarpsins að með þessu sé betur farið með almannafé, auk þess sé stofnuninni óheimilt að veita styrki. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag fyrir hönd innlendra framleiðenda og sendu upphaflega erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytisins í ágúst í fyrra. Fulltrúar SI funduðu með ráðherra vegna málsins í mars síðastliðnum, síðan hafa engin svör borist. „Okkar gagnrýni á samningagerð RÚV við sjálfstæða kvikmyndaframleiðendur, og þá sérstaklega útfærsluna, stendur en við bíðum enn svara frá ráðuneytinu. Þrátt fyrir góðan hug ráðherra ríkir ærandi þögn,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI.Við efumst um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla samstarf við sjálfstæða framleiðendur. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SIRáðuneytið og Ríkisútvarpið eru nú að semja um nýjan þjónustusamning við stofnunina sem tekur gildi um áramótin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða engar stórvægilegar breytingar gerðar á samningnum, aðeins verður skerpt á orðalagi. Áfram verður gerð sú krafa að hluti útgjalda Ríkisútvarpsins renni til sjálfstæðra framleiðenda. Einnig að Ríkisútvarpið skuli styrkja og efla sjálfstæða sjónvarpsþátta-, kvikmynda- og heimildarmyndagerð með því að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að slíku efni. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur. RÚV neitar að afhenda tölur yfir árið 2018. „Þessi listi gefur að okkar mati tilefni til að skoða betur forsendur þjónustusamnings ríkisins við RÚV í ljósi þess að skilgreining RÚV á sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum er mun rýmri en almennt tíðkast,“ segir Sigríður. Nefnir hún sem dæmi að RÚV tilgreinir handritaráðgjöf, tækjaleigu, opinberar stofnanir og ýmsa verkþætti í framleiðslu sem hluta af þessum kaupum. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmaður eða framleiðandi efnis“. Er það afstaða RÚV að þessi skilgreining sé ekki óeðlileg. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Telur Sigríður þetta orka tvímælis. „Við efumst um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla samstarf við sjálfstæða framleiðendur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Stjórnsýsla Samtök iðnaðarins (SI) bíða enn svara frá menntamálaráðuneytinu um mat ráðuneytisins á samningsskilmálum Ríkisútvarpsins vegna kaupa á sýningarefni frá sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum. Ríkisútvarpið breytti fyrir tveimur árum skilmálum í samningum við framleiðendur efnis um að í stað þess að kaupa sýningarrétt eignist RÚV hlut í þáttunum fyrir framlag sitt. Er það afstaða Ríkisútvarpsins að með þessu sé betur farið með almannafé, auk þess sé stofnuninni óheimilt að veita styrki. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag fyrir hönd innlendra framleiðenda og sendu upphaflega erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytisins í ágúst í fyrra. Fulltrúar SI funduðu með ráðherra vegna málsins í mars síðastliðnum, síðan hafa engin svör borist. „Okkar gagnrýni á samningagerð RÚV við sjálfstæða kvikmyndaframleiðendur, og þá sérstaklega útfærsluna, stendur en við bíðum enn svara frá ráðuneytinu. Þrátt fyrir góðan hug ráðherra ríkir ærandi þögn,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI.Við efumst um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla samstarf við sjálfstæða framleiðendur. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SIRáðuneytið og Ríkisútvarpið eru nú að semja um nýjan þjónustusamning við stofnunina sem tekur gildi um áramótin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða engar stórvægilegar breytingar gerðar á samningnum, aðeins verður skerpt á orðalagi. Áfram verður gerð sú krafa að hluti útgjalda Ríkisútvarpsins renni til sjálfstæðra framleiðenda. Einnig að Ríkisútvarpið skuli styrkja og efla sjálfstæða sjónvarpsþátta-, kvikmynda- og heimildarmyndagerð með því að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að slíku efni. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur. RÚV neitar að afhenda tölur yfir árið 2018. „Þessi listi gefur að okkar mati tilefni til að skoða betur forsendur þjónustusamnings ríkisins við RÚV í ljósi þess að skilgreining RÚV á sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum er mun rýmri en almennt tíðkast,“ segir Sigríður. Nefnir hún sem dæmi að RÚV tilgreinir handritaráðgjöf, tækjaleigu, opinberar stofnanir og ýmsa verkþætti í framleiðslu sem hluta af þessum kaupum. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmaður eða framleiðandi efnis“. Er það afstaða RÚV að þessi skilgreining sé ekki óeðlileg. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Telur Sigríður þetta orka tvímælis. „Við efumst um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla samstarf við sjálfstæða framleiðendur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira