Caravan Haukur Örn Birgisson skrifar 17. september 2019 09:30 Ég á von á tvíburum. Þeir eru víst eineggja og eru væntanlegir í lok janúar. Fyrir eigum við tvö börn, sjö og níu ára. Ég reiknaði ekkert sérstaklega með því að eignast fleiri börn og er mjög sáttur með þessi tvö sem ég á fyrir. Fréttirnar af væntanlegri komu tvíburanna voru mér því svolítið sjokk. Nei, ég lýg því. Þær komu alveg flatt upp á mig. Gleði í stressleginni maríneringu. Ein af mínum fyrstu viðbrögðum voru að hafa áhyggjur af praktískum atriðum eins og skorti á svefnherbergjum, ráðningu á au-pair og bílnum mínum, sem nú þarf að skipta út. Það breytist víst margt þegar maður eignast þriðja og fjórða barnið, sérstaklega ef það gerist á einni nóttu. Allt í einu verður húsnæðið ekki nógu stórt, bíllinn of lítill og allt gamla barnadótið kemur að engum notum. Það passar ekkert fyrir tvíbura. Allt þarf að vera tvöfalt. En aftur að bílnum. Ég get ekki sagt að ég keyri um á mikilli drossíu en bíllinn minn er samt alveg ágætur. Mitsubishi Outlander, eins og helmingur þjóðarinnar á. Með hryllingi hugsa ég til þess að nú þurfi ég að aka um bæinn á sjö manna bíl. Til að gagn sé að honum þá þarf hann víst að vera með rennihurð. Ekki skánar hann við það. Gott ef rennihurðin verður ekki með parketklæðningu, eins og í bandarískum úthverfabíómyndum. Þvílík örlög. Það er alveg ljóst að þetta er að fara að kosta mig að minnsta kosti 400 töffarastig - og á ég nú ekkert alltof mörg fyrir. Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður. Strumpastrætó er líklegast það síðasta sem ég þarf á að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég á von á tvíburum. Þeir eru víst eineggja og eru væntanlegir í lok janúar. Fyrir eigum við tvö börn, sjö og níu ára. Ég reiknaði ekkert sérstaklega með því að eignast fleiri börn og er mjög sáttur með þessi tvö sem ég á fyrir. Fréttirnar af væntanlegri komu tvíburanna voru mér því svolítið sjokk. Nei, ég lýg því. Þær komu alveg flatt upp á mig. Gleði í stressleginni maríneringu. Ein af mínum fyrstu viðbrögðum voru að hafa áhyggjur af praktískum atriðum eins og skorti á svefnherbergjum, ráðningu á au-pair og bílnum mínum, sem nú þarf að skipta út. Það breytist víst margt þegar maður eignast þriðja og fjórða barnið, sérstaklega ef það gerist á einni nóttu. Allt í einu verður húsnæðið ekki nógu stórt, bíllinn of lítill og allt gamla barnadótið kemur að engum notum. Það passar ekkert fyrir tvíbura. Allt þarf að vera tvöfalt. En aftur að bílnum. Ég get ekki sagt að ég keyri um á mikilli drossíu en bíllinn minn er samt alveg ágætur. Mitsubishi Outlander, eins og helmingur þjóðarinnar á. Með hryllingi hugsa ég til þess að nú þurfi ég að aka um bæinn á sjö manna bíl. Til að gagn sé að honum þá þarf hann víst að vera með rennihurð. Ekki skánar hann við það. Gott ef rennihurðin verður ekki með parketklæðningu, eins og í bandarískum úthverfabíómyndum. Þvílík örlög. Það er alveg ljóst að þetta er að fara að kosta mig að minnsta kosti 400 töffarastig - og á ég nú ekkert alltof mörg fyrir. Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður. Strumpastrætó er líklegast það síðasta sem ég þarf á að halda.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun