Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2019 08:42 Ali Khamenei, leiðtogi Íran. AP/Skrifstofa Khamenei Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna í minnst tíu ár og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Trump rifti samkomulaginu og beitti aftur refsiaðgerðum gegn Íran en yfirvöld landsins eru nú byrjuð að auðga úran á nýjan leik. Nýverið sagði Trump að hann gæti hitt Hassan Rouhani, forseta Íran, á aðalfundi Sameinuðu þjóðanna í New York seinna í mánuðinum. Khameini segir það ekki koma til greina. Enginn íranskur embættismaður muni ræða við aðila frá Bandaríkjunum, því það sé markmið Bandaríkjanna með auknum þrýstingi á Íran að þvinga þá að samningaborðinu. „Ef við látum undan þrýstingi þeirra og ræðum við Bandaríkjamenn, mun það sýna þeim að þrýstingur þeirra á Íran hafi virkað. Þeir ættu að vita að stefna þeirra skiptir okkur ekki máli,“ hefur Reuters eftir Khamenei.Spenna á milli Bandaríkjanna og Íran er mikil og hefur aukist til muna á undanförnum dögum eftir að umfangsmikil árás var gerð á stóra olíuvinnslu í Sádi-Arabíu. Bandaríkjamenn segja vísbendingar um að Íran hafi framkvæmt árásina en Íranar neita því. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuYfirvöld Sádi-Arabíu segja árásina vera fordæmalausa og mikið skemmdarverk. Sameinuðu þjóðunum og alþjóðlegum sérfræðingum hefur verið boðið til Sádi-Arabíu til að rannsaka árásina en Sádar hafa ekki sakað Íran með beinum hætti. Í samtali við AP fréttaveituna segja heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trump að til greina komi að auka viðbúnað Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum en engin ákvörðun hafi verið tekin enn. Nú þegar er flugmóðurskipið USS Abraham Lincoln á vettvangi. Bandaríkin Donald Trump Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent. 17. september 2019 08:02 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna í minnst tíu ár og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Trump rifti samkomulaginu og beitti aftur refsiaðgerðum gegn Íran en yfirvöld landsins eru nú byrjuð að auðga úran á nýjan leik. Nýverið sagði Trump að hann gæti hitt Hassan Rouhani, forseta Íran, á aðalfundi Sameinuðu þjóðanna í New York seinna í mánuðinum. Khameini segir það ekki koma til greina. Enginn íranskur embættismaður muni ræða við aðila frá Bandaríkjunum, því það sé markmið Bandaríkjanna með auknum þrýstingi á Íran að þvinga þá að samningaborðinu. „Ef við látum undan þrýstingi þeirra og ræðum við Bandaríkjamenn, mun það sýna þeim að þrýstingur þeirra á Íran hafi virkað. Þeir ættu að vita að stefna þeirra skiptir okkur ekki máli,“ hefur Reuters eftir Khamenei.Spenna á milli Bandaríkjanna og Íran er mikil og hefur aukist til muna á undanförnum dögum eftir að umfangsmikil árás var gerð á stóra olíuvinnslu í Sádi-Arabíu. Bandaríkjamenn segja vísbendingar um að Íran hafi framkvæmt árásina en Íranar neita því. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuYfirvöld Sádi-Arabíu segja árásina vera fordæmalausa og mikið skemmdarverk. Sameinuðu þjóðunum og alþjóðlegum sérfræðingum hefur verið boðið til Sádi-Arabíu til að rannsaka árásina en Sádar hafa ekki sakað Íran með beinum hætti. Í samtali við AP fréttaveituna segja heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trump að til greina komi að auka viðbúnað Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum en engin ákvörðun hafi verið tekin enn. Nú þegar er flugmóðurskipið USS Abraham Lincoln á vettvangi.
Bandaríkin Donald Trump Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent. 17. september 2019 08:02 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25
Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent. 17. september 2019 08:02
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15