Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. september 2019 19:00 Hæstiréttur Bretlands er til svo hann geti svarað erfiðum spurningum um lögin án tillits til geðþótta. Þetta sagði Brenda Hale, barónessan af Richmond og forseti hæstaréttar Bretlands, í dómsal í dag þegar tvær málsóknir af sama toga gegn ríkisstjórninni voru teknar fyrir. Annars vegar eru það á áttunda tug stjórnarandstöðuþingmanna og hins vegar athafnakonan Gina Miller sem vilja fá ákvörðun Johnson um frestun þingfunda hnekkt. Viðfangsefnið er nokkuð erfitt og vakti Hale sjálf máls á því í dag. Skoskur áfrýjunardómstóll úrskurðaði gegn ríkisstjórninni. Enskur og velskur dómstóll með henni. Skiptar skoðanir eru sum sé um vald forsætisráðherrans til að fresta þingfundum. David Pannick, lögmaður Miller, sagði að Johnson hafi farið fram á frestunina til þess að þagga niður í þinginu nú þegar stutt er í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu. „Það að framkvæmdavaldið nýti vald sitt til þess að komast hjá yfirsýn þingsins stangast á við stjórnlög,“ hélt Pannick fram. Richard Keen lávarður talaði máli ríkisstjórnarinnar. Hann sagði frestun þingfunda ekki háða nokkurri ástæðu. „Við vitum það að þingfundum má fresta af ýmsum ástæðum. Pólitískum jafnt sem formlegum,“ sagði Keen. Búist er við því að niðurstaða fáist í málið í fyrsta lagi á fimmtudag. Ef hæstiréttur úrskurðar stjórnarandstöðunni í vil ætlar ríkisstjórnin að boða til þingfunda á ný. Lögmaður hennar lofaði því þó ekki að þingfundum yrði ekki aftur frestað. Bretland Brexit Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Hæstiréttur Bretlands er til svo hann geti svarað erfiðum spurningum um lögin án tillits til geðþótta. Þetta sagði Brenda Hale, barónessan af Richmond og forseti hæstaréttar Bretlands, í dómsal í dag þegar tvær málsóknir af sama toga gegn ríkisstjórninni voru teknar fyrir. Annars vegar eru það á áttunda tug stjórnarandstöðuþingmanna og hins vegar athafnakonan Gina Miller sem vilja fá ákvörðun Johnson um frestun þingfunda hnekkt. Viðfangsefnið er nokkuð erfitt og vakti Hale sjálf máls á því í dag. Skoskur áfrýjunardómstóll úrskurðaði gegn ríkisstjórninni. Enskur og velskur dómstóll með henni. Skiptar skoðanir eru sum sé um vald forsætisráðherrans til að fresta þingfundum. David Pannick, lögmaður Miller, sagði að Johnson hafi farið fram á frestunina til þess að þagga niður í þinginu nú þegar stutt er í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu. „Það að framkvæmdavaldið nýti vald sitt til þess að komast hjá yfirsýn þingsins stangast á við stjórnlög,“ hélt Pannick fram. Richard Keen lávarður talaði máli ríkisstjórnarinnar. Hann sagði frestun þingfunda ekki háða nokkurri ástæðu. „Við vitum það að þingfundum má fresta af ýmsum ástæðum. Pólitískum jafnt sem formlegum,“ sagði Keen. Búist er við því að niðurstaða fáist í málið í fyrsta lagi á fimmtudag. Ef hæstiréttur úrskurðar stjórnarandstöðunni í vil ætlar ríkisstjórnin að boða til þingfunda á ný. Lögmaður hennar lofaði því þó ekki að þingfundum yrði ekki aftur frestað.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06