Vona að ég hafi gert gagn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2019 10:00 „Þetta er óvísindalegt leikhúskver í fremur léttum dúr, blanda af hugleiðingum, fróðleik og skemmtiefni,“ segir Sveinn um bók dagsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sveinn ætlar að halda upp á 85 ára afmælið með útgáfuhófi í Tjarnarbíói. „Þetta verður ekki hátíðlegt, það verða engar ræður, hvorki um mig né þann sem heldur ræðuna. En ég ætla að gefa vinum og vandamönnum, sem nenna að mæta, litla bók í stað þess að skenkja þeim brennivín. Þetta er óvísindalegt leikhúskver í fremur léttum dúr, blanda af hugleiðingum, fróðleik og skemmtisögum.“ Íslensk leiklist hefur notið þess að Sveinn er listhneigður enda voru hann og Kjarval náfrændur úr Meðallandinu og bera sama Sveinsnafnið. Hann segir afa sinn hafa verið listasmið. „En ég get ekki rekið óskakkan nagla, þetta gen fór á annað svið hjá mér!“ segir hann hlæjandi. Eftir nokkrar vikur kemur út stór bók eftir Svein um Jóhann Sigurjónsson leikskáld, í tilefni af 100 ára ártíð hans. „Ég hef voða gaman af að skrifa. Reyndar hef ég haft mikla ánægju af öllu sem ég hef fengið að gera,“ segir hann og ég bið hann að stikla þar á stóru. „Það var blómaskeið hjá okkur í Leikfélagi Reykjavíkur því við breyttum dálítið landslaginu. Í Þjóðleikhúsinu settum við aðsóknarmet ár eftir ár, bæði í leikritum og óperum og stór partur af leikritunum voru ný verk sem hittu í mark hjá áhorfendum. Svo vann ég hjá menntamálaráðuneytinu og því fylgdu líka störf í útlöndum, ég var til dæmis í stjórn UNESCO, það fannst mér ákaflega gefandi. Ég vona að ég hafi gert gagn. Leikfélagið Bandamenn fór á stórar hátíðir erlendis og í Leikhúsi okkar Vigdísar er unnið með leiklestur, þar eru viðfangsefnin ólík, allt frá rútubílasöngvum til háklassíkur eins og Strindberg.“ Það er ekki tilviljun að hófið í dag er haldið í Tjarnarbíói. „Þar var leiklistarskóli Leikfélags Reykjavíkur og þar vorum við með Litla leikfélagið, Svo var móðir mín fædd í Brunnhúsum, þau stóðu þar sem sviðið í Tjarnarbíói er nú,“ lýsir Sveinn kíminn. Þegar talið berst að aldrinum viðurkennir hann að vera stirðari en hann var. „En ég fór í Qi Gong klukkan átta í morgun, geri það þrisvar í viku, svo hef ég verið á Þingvöllum og í Skálholti í dag með vinafólki frá útlöndum. Aldrei er maður nógu oft á þeim stöðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Tímamót Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sveinn ætlar að halda upp á 85 ára afmælið með útgáfuhófi í Tjarnarbíói. „Þetta verður ekki hátíðlegt, það verða engar ræður, hvorki um mig né þann sem heldur ræðuna. En ég ætla að gefa vinum og vandamönnum, sem nenna að mæta, litla bók í stað þess að skenkja þeim brennivín. Þetta er óvísindalegt leikhúskver í fremur léttum dúr, blanda af hugleiðingum, fróðleik og skemmtisögum.“ Íslensk leiklist hefur notið þess að Sveinn er listhneigður enda voru hann og Kjarval náfrændur úr Meðallandinu og bera sama Sveinsnafnið. Hann segir afa sinn hafa verið listasmið. „En ég get ekki rekið óskakkan nagla, þetta gen fór á annað svið hjá mér!“ segir hann hlæjandi. Eftir nokkrar vikur kemur út stór bók eftir Svein um Jóhann Sigurjónsson leikskáld, í tilefni af 100 ára ártíð hans. „Ég hef voða gaman af að skrifa. Reyndar hef ég haft mikla ánægju af öllu sem ég hef fengið að gera,“ segir hann og ég bið hann að stikla þar á stóru. „Það var blómaskeið hjá okkur í Leikfélagi Reykjavíkur því við breyttum dálítið landslaginu. Í Þjóðleikhúsinu settum við aðsóknarmet ár eftir ár, bæði í leikritum og óperum og stór partur af leikritunum voru ný verk sem hittu í mark hjá áhorfendum. Svo vann ég hjá menntamálaráðuneytinu og því fylgdu líka störf í útlöndum, ég var til dæmis í stjórn UNESCO, það fannst mér ákaflega gefandi. Ég vona að ég hafi gert gagn. Leikfélagið Bandamenn fór á stórar hátíðir erlendis og í Leikhúsi okkar Vigdísar er unnið með leiklestur, þar eru viðfangsefnin ólík, allt frá rútubílasöngvum til háklassíkur eins og Strindberg.“ Það er ekki tilviljun að hófið í dag er haldið í Tjarnarbíói. „Þar var leiklistarskóli Leikfélags Reykjavíkur og þar vorum við með Litla leikfélagið, Svo var móðir mín fædd í Brunnhúsum, þau stóðu þar sem sviðið í Tjarnarbíói er nú,“ lýsir Sveinn kíminn. Þegar talið berst að aldrinum viðurkennir hann að vera stirðari en hann var. „En ég fór í Qi Gong klukkan átta í morgun, geri það þrisvar í viku, svo hef ég verið á Þingvöllum og í Skálholti í dag með vinafólki frá útlöndum. Aldrei er maður nógu oft á þeim stöðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Tímamót Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira