Hvað er að SKE? Katrín Olga Jóhannesdóttir og Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Í litlu og opnu hagkerfi eins og á Íslandi skiptir virk samkeppni miklu máli. Hún er drifkraftur framleiðnivaxtar og verðmætasköpunar í þjóðfélaginu, sem um leið eykur almenna velsæld. Við erum öll sammála um að reglur sem koma í veg fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu og mismunun á markaði, t.d. vegna opinberra afskipta, eru því af hinu góða. Á sama tíma er þó mikilvægt að stjórnvöld tryggi að ekki sé gengið of langt í slíkri reglusetningu og að íslensk fyrirtæki verði ekki undir í alþjóðlegri samkeppni vegna þeirrar framkvæmdar samkeppnisyfirvalda sem tíðkast hér á landi. Breytingar á samkeppnislögum og bætt framkvæmd þeirra hafa lengi verið til umræðu. Slíkt tal er ekki að undra þar sem samkeppnislöggjöfin og framkvæmd samkeppnismála hérlendis er strangari en á Norðurlöndunum og í Evrópu. Það getur rýrt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, sem bitnar ekki aðeins á viðskiptalífinu, heldur einnig á neytendum. Viðskiptaráð Íslands fer yfir stöðu samkeppnismála í nýrri Skoðun sinni, þar sem þessi atriði eru tekin fyrir.Ósamkeppnishæf löggjöf Fyrirtæki hafa til dæmis gagnrýnt málsmeðferðartíma Samkeppniseftirlitsins, þar sem þeim hefur reynst erfitt að sjá fyrir með einhverri vissu hvenær niðurstaða eftirlitsins berst. Málsmeðferð hjá SKE hefur oft á tíðum tekið bagalega langan tíma, jafnvel fjölda ára, með tilheyrandi tjóni fyrir fyrirtæki. Mikill tími eftirlitsins fer í að sinna samrunamálum, en þau njóta lögbundins forgangs hjá eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið varði til að mynda 40% af tíma sínum í samrunamál árið 2018. Á sama tíma hafa veltuviðmið fyrir tilkynningarskylda samruna, sem segja til um hvaða mál SKE verður að skoða, haldist óbreytt frá 2008. Síðan þá hefur verðlag hækkað og hagkerfið stækkað með auknum efnahagsumsvifum. Veltuviðmiðin hafa því í raun lækkað um nær helming án þess að tekin hafi verið ákvörðun um það. Þannig er sífellt meiri tíma eftirlitsins varið í samrunamál.Agla Eir Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs.Sé litið til annarra Evrópulanda er ljóst að veltuviðmið eru endurskoðuð með reglulegu millibili og uppfærð með tilliti til verðbólgu en einnig stækkun hagkerfisins sem birtist í stækkun markaða og auknum viðskiptum. Hækkun þessara viðmiða myndi draga úr áherslu á smærri samrunamál og gæti þannig stytt málsmeðferðartíma, öllum aðilum til hagsbóta. Ekki síst Samkeppniseftirlitinu sjálfu sem hefði þá aukið svigrúm til að sinna öðrum málum.Úrbóta er þörf Samkeppniseftirlitið hefur þar að auki heimild til að grípa inn í lögmætan rekstur fyrirtækis og krefjast breytinga á skipulagi þess og rekstri, án þess að viðkomandi fyrirtæki hafi gerst brotlegt við samkeppnislög. Heimild þessi hefur verið harðlega gagnrýnd og hafa sérfræðingar í samkeppnisrétti dregið í efa að hún standist stjórnarskrárvarinn eignarrétt. Samkeppnisreglur sem stuðla að virkri samkeppni eru af hinu góða. Kröfur og gagnrýni viðskiptalífsins snúast ekki um það að fá að starfa án eftirlits eða utan laga. Því fer fjarri og slíkt væri engum til hagsbóta. Gagnrýnin snýst um það að heimildir Samkeppniseftirlitsins ganga lengra en víðast hvar í Evrópu og lengra en þörf krefur. Ef íslensk fyrirtæki eiga að vera samkeppnishæf á alþjóðamarkaði verður að bæta úr því. Um leið og gagnrýnisraddir heyrast um vinnubrögð SKE birtast gjarnan harðorðir pistlar frá forstjóra eftirlitsins, kostaðir á samfélagsmiðlum fyrir skattfé almennings. Það er því ekki að undra að atvinnulífið sé tortryggið í garð eftirlits, sem rígheldur með slíkum hætti í óþarflega íþyngjandi heimildir. Það er í höndum stjórnvalda að bregðast við og skapa hér sanngjarnt og samkeppnishæft umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa innan og stofnanir að hafa eftirlit með, í þágu viðskiptalífsins og almennings. Það er því ánægjulegt að sjá að samkeppnislöggjöfin er komin á málefnaskrá Alþingis – og áhugavert verður að fylgjast með viðbrögðum SKE við slíku – mun eftirlitið átta sig á breyttum heimi viðskipta eða ríghalda í forræðishyggju fortíðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í litlu og opnu hagkerfi eins og á Íslandi skiptir virk samkeppni miklu máli. Hún er drifkraftur framleiðnivaxtar og verðmætasköpunar í þjóðfélaginu, sem um leið eykur almenna velsæld. Við erum öll sammála um að reglur sem koma í veg fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu og mismunun á markaði, t.d. vegna opinberra afskipta, eru því af hinu góða. Á sama tíma er þó mikilvægt að stjórnvöld tryggi að ekki sé gengið of langt í slíkri reglusetningu og að íslensk fyrirtæki verði ekki undir í alþjóðlegri samkeppni vegna þeirrar framkvæmdar samkeppnisyfirvalda sem tíðkast hér á landi. Breytingar á samkeppnislögum og bætt framkvæmd þeirra hafa lengi verið til umræðu. Slíkt tal er ekki að undra þar sem samkeppnislöggjöfin og framkvæmd samkeppnismála hérlendis er strangari en á Norðurlöndunum og í Evrópu. Það getur rýrt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, sem bitnar ekki aðeins á viðskiptalífinu, heldur einnig á neytendum. Viðskiptaráð Íslands fer yfir stöðu samkeppnismála í nýrri Skoðun sinni, þar sem þessi atriði eru tekin fyrir.Ósamkeppnishæf löggjöf Fyrirtæki hafa til dæmis gagnrýnt málsmeðferðartíma Samkeppniseftirlitsins, þar sem þeim hefur reynst erfitt að sjá fyrir með einhverri vissu hvenær niðurstaða eftirlitsins berst. Málsmeðferð hjá SKE hefur oft á tíðum tekið bagalega langan tíma, jafnvel fjölda ára, með tilheyrandi tjóni fyrir fyrirtæki. Mikill tími eftirlitsins fer í að sinna samrunamálum, en þau njóta lögbundins forgangs hjá eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið varði til að mynda 40% af tíma sínum í samrunamál árið 2018. Á sama tíma hafa veltuviðmið fyrir tilkynningarskylda samruna, sem segja til um hvaða mál SKE verður að skoða, haldist óbreytt frá 2008. Síðan þá hefur verðlag hækkað og hagkerfið stækkað með auknum efnahagsumsvifum. Veltuviðmiðin hafa því í raun lækkað um nær helming án þess að tekin hafi verið ákvörðun um það. Þannig er sífellt meiri tíma eftirlitsins varið í samrunamál.Agla Eir Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs.Sé litið til annarra Evrópulanda er ljóst að veltuviðmið eru endurskoðuð með reglulegu millibili og uppfærð með tilliti til verðbólgu en einnig stækkun hagkerfisins sem birtist í stækkun markaða og auknum viðskiptum. Hækkun þessara viðmiða myndi draga úr áherslu á smærri samrunamál og gæti þannig stytt málsmeðferðartíma, öllum aðilum til hagsbóta. Ekki síst Samkeppniseftirlitinu sjálfu sem hefði þá aukið svigrúm til að sinna öðrum málum.Úrbóta er þörf Samkeppniseftirlitið hefur þar að auki heimild til að grípa inn í lögmætan rekstur fyrirtækis og krefjast breytinga á skipulagi þess og rekstri, án þess að viðkomandi fyrirtæki hafi gerst brotlegt við samkeppnislög. Heimild þessi hefur verið harðlega gagnrýnd og hafa sérfræðingar í samkeppnisrétti dregið í efa að hún standist stjórnarskrárvarinn eignarrétt. Samkeppnisreglur sem stuðla að virkri samkeppni eru af hinu góða. Kröfur og gagnrýni viðskiptalífsins snúast ekki um það að fá að starfa án eftirlits eða utan laga. Því fer fjarri og slíkt væri engum til hagsbóta. Gagnrýnin snýst um það að heimildir Samkeppniseftirlitsins ganga lengra en víðast hvar í Evrópu og lengra en þörf krefur. Ef íslensk fyrirtæki eiga að vera samkeppnishæf á alþjóðamarkaði verður að bæta úr því. Um leið og gagnrýnisraddir heyrast um vinnubrögð SKE birtast gjarnan harðorðir pistlar frá forstjóra eftirlitsins, kostaðir á samfélagsmiðlum fyrir skattfé almennings. Það er því ekki að undra að atvinnulífið sé tortryggið í garð eftirlits, sem rígheldur með slíkum hætti í óþarflega íþyngjandi heimildir. Það er í höndum stjórnvalda að bregðast við og skapa hér sanngjarnt og samkeppnishæft umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa innan og stofnanir að hafa eftirlit með, í þágu viðskiptalífsins og almennings. Það er því ánægjulegt að sjá að samkeppnislöggjöfin er komin á málefnaskrá Alþingis – og áhugavert verður að fylgjast með viðbrögðum SKE við slíku – mun eftirlitið átta sig á breyttum heimi viðskipta eða ríghalda í forræðishyggju fortíðar?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar