Fjalla um Rúnar Má og ást hans á Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 10:30 Rúnar Már Sigurjónsson. Getty/Aude Alcover Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er að fara að spila risastóran leik á morgun þegar hann mætir með liði sínu Astana á Old Trafford í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það vita fleiri en hér á Íslandi að Rúnar Már Sigurjónsson og öll fjölskylda hans eru miklir stuðningsmenn Manchester United. Allur heimurinn ætti að vita það eftir að Rúnar Már Sigurjónsson fór í viðtal hjá vinsæla netmiðlinum The Athletic. Í fyrirsögn greinarinnar um íslenska miðjumanninn er talað um að hann sé frá litlum fiskibæ á Íslandi en eftir að hafa haldið með Manchester United alla sína æfi fái hann nú tækifæri til að mæta hetjunum sínum. The Athletic er áskriftarvefur sem fjallar ítarlega um íþróttir og hefur á síðustu misserum safnað að sér mörgum virtustu íþróttablaðamönnum heimsins. Vinsældir hans hafa aukist mikið síðustu árin en vefurinn var stofnaður í janúar 2016. Rúnar Már talar um ást sína á Manchester United í viðtalinu. Astana lenti í L-riðlinum með United og líka serbneska félaginu Partizan og hollenska félaginu AZ Alkmaar. Manchester United er því í riðli með tveimur Íslendingafélögum því landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson spilar með AZ Alkmaar. Rúnar Már ræðir meðal annar upplifun sína af því þegar hann frétti með hvaða liðum Astana liðið lenit. „Ég sá nafn Manchester United og hugsaði bara vá,“ sagði Rúnar Már við blaðamann The Athletic.Astana's playmaker Runar Sigurjonsson is a lifelong MUFC fan who used to go to matches until being a professional footballer got in the way. I spoke to him for @TheAthleticUKhttps://t.co/SPbA0BaRZI — Andy Mitten (@AndyMitten) September 18, 2019 „Ég sá ekki hver hin tvö liðin í riðlinum voru fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Ég var einn í flugvélinni að hugsa um United en gat ekki talað við neinn,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson sem var þá líklega að fljúga heim til Íslands í síðasta landsliðsverkefni. „Þegar ég lenti loksins þá sá ég hver hin tvö liðin í riðlinum voru. Síminn minn fylltist líka af skilaboðum frá vinum mínum,“ sagði Rúnar Már. „Allir sem þekkja mig vita með hverjum ég held. Flestir vinir minna halda líka með Manchester United,“ sagði Rúnar Már. Rúnar Már fór á kostum með Astana liðinu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló út FC Santa Coloma, Valletta og BATE Borisov. Rúnar Már var með 4 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Rúnar Má hér en þá þarf að vera áskrifandi af The Athletic. Evrópudeild UEFA Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er að fara að spila risastóran leik á morgun þegar hann mætir með liði sínu Astana á Old Trafford í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það vita fleiri en hér á Íslandi að Rúnar Már Sigurjónsson og öll fjölskylda hans eru miklir stuðningsmenn Manchester United. Allur heimurinn ætti að vita það eftir að Rúnar Már Sigurjónsson fór í viðtal hjá vinsæla netmiðlinum The Athletic. Í fyrirsögn greinarinnar um íslenska miðjumanninn er talað um að hann sé frá litlum fiskibæ á Íslandi en eftir að hafa haldið með Manchester United alla sína æfi fái hann nú tækifæri til að mæta hetjunum sínum. The Athletic er áskriftarvefur sem fjallar ítarlega um íþróttir og hefur á síðustu misserum safnað að sér mörgum virtustu íþróttablaðamönnum heimsins. Vinsældir hans hafa aukist mikið síðustu árin en vefurinn var stofnaður í janúar 2016. Rúnar Már talar um ást sína á Manchester United í viðtalinu. Astana lenti í L-riðlinum með United og líka serbneska félaginu Partizan og hollenska félaginu AZ Alkmaar. Manchester United er því í riðli með tveimur Íslendingafélögum því landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson spilar með AZ Alkmaar. Rúnar Már ræðir meðal annar upplifun sína af því þegar hann frétti með hvaða liðum Astana liðið lenit. „Ég sá nafn Manchester United og hugsaði bara vá,“ sagði Rúnar Már við blaðamann The Athletic.Astana's playmaker Runar Sigurjonsson is a lifelong MUFC fan who used to go to matches until being a professional footballer got in the way. I spoke to him for @TheAthleticUKhttps://t.co/SPbA0BaRZI — Andy Mitten (@AndyMitten) September 18, 2019 „Ég sá ekki hver hin tvö liðin í riðlinum voru fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Ég var einn í flugvélinni að hugsa um United en gat ekki talað við neinn,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson sem var þá líklega að fljúga heim til Íslands í síðasta landsliðsverkefni. „Þegar ég lenti loksins þá sá ég hver hin tvö liðin í riðlinum voru. Síminn minn fylltist líka af skilaboðum frá vinum mínum,“ sagði Rúnar Már. „Allir sem þekkja mig vita með hverjum ég held. Flestir vinir minna halda líka með Manchester United,“ sagði Rúnar Már. Rúnar Már fór á kostum með Astana liðinu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló út FC Santa Coloma, Valletta og BATE Borisov. Rúnar Már var með 4 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Rúnar Má hér en þá þarf að vera áskrifandi af The Athletic.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira