Fjalla um Rúnar Má og ást hans á Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 10:30 Rúnar Már Sigurjónsson. Getty/Aude Alcover Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er að fara að spila risastóran leik á morgun þegar hann mætir með liði sínu Astana á Old Trafford í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það vita fleiri en hér á Íslandi að Rúnar Már Sigurjónsson og öll fjölskylda hans eru miklir stuðningsmenn Manchester United. Allur heimurinn ætti að vita það eftir að Rúnar Már Sigurjónsson fór í viðtal hjá vinsæla netmiðlinum The Athletic. Í fyrirsögn greinarinnar um íslenska miðjumanninn er talað um að hann sé frá litlum fiskibæ á Íslandi en eftir að hafa haldið með Manchester United alla sína æfi fái hann nú tækifæri til að mæta hetjunum sínum. The Athletic er áskriftarvefur sem fjallar ítarlega um íþróttir og hefur á síðustu misserum safnað að sér mörgum virtustu íþróttablaðamönnum heimsins. Vinsældir hans hafa aukist mikið síðustu árin en vefurinn var stofnaður í janúar 2016. Rúnar Már talar um ást sína á Manchester United í viðtalinu. Astana lenti í L-riðlinum með United og líka serbneska félaginu Partizan og hollenska félaginu AZ Alkmaar. Manchester United er því í riðli með tveimur Íslendingafélögum því landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson spilar með AZ Alkmaar. Rúnar Már ræðir meðal annar upplifun sína af því þegar hann frétti með hvaða liðum Astana liðið lenit. „Ég sá nafn Manchester United og hugsaði bara vá,“ sagði Rúnar Már við blaðamann The Athletic.Astana's playmaker Runar Sigurjonsson is a lifelong MUFC fan who used to go to matches until being a professional footballer got in the way. I spoke to him for @TheAthleticUKhttps://t.co/SPbA0BaRZI — Andy Mitten (@AndyMitten) September 18, 2019 „Ég sá ekki hver hin tvö liðin í riðlinum voru fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Ég var einn í flugvélinni að hugsa um United en gat ekki talað við neinn,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson sem var þá líklega að fljúga heim til Íslands í síðasta landsliðsverkefni. „Þegar ég lenti loksins þá sá ég hver hin tvö liðin í riðlinum voru. Síminn minn fylltist líka af skilaboðum frá vinum mínum,“ sagði Rúnar Már. „Allir sem þekkja mig vita með hverjum ég held. Flestir vinir minna halda líka með Manchester United,“ sagði Rúnar Már. Rúnar Már fór á kostum með Astana liðinu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló út FC Santa Coloma, Valletta og BATE Borisov. Rúnar Már var með 4 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Rúnar Má hér en þá þarf að vera áskrifandi af The Athletic. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er að fara að spila risastóran leik á morgun þegar hann mætir með liði sínu Astana á Old Trafford í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það vita fleiri en hér á Íslandi að Rúnar Már Sigurjónsson og öll fjölskylda hans eru miklir stuðningsmenn Manchester United. Allur heimurinn ætti að vita það eftir að Rúnar Már Sigurjónsson fór í viðtal hjá vinsæla netmiðlinum The Athletic. Í fyrirsögn greinarinnar um íslenska miðjumanninn er talað um að hann sé frá litlum fiskibæ á Íslandi en eftir að hafa haldið með Manchester United alla sína æfi fái hann nú tækifæri til að mæta hetjunum sínum. The Athletic er áskriftarvefur sem fjallar ítarlega um íþróttir og hefur á síðustu misserum safnað að sér mörgum virtustu íþróttablaðamönnum heimsins. Vinsældir hans hafa aukist mikið síðustu árin en vefurinn var stofnaður í janúar 2016. Rúnar Már talar um ást sína á Manchester United í viðtalinu. Astana lenti í L-riðlinum með United og líka serbneska félaginu Partizan og hollenska félaginu AZ Alkmaar. Manchester United er því í riðli með tveimur Íslendingafélögum því landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson spilar með AZ Alkmaar. Rúnar Már ræðir meðal annar upplifun sína af því þegar hann frétti með hvaða liðum Astana liðið lenit. „Ég sá nafn Manchester United og hugsaði bara vá,“ sagði Rúnar Már við blaðamann The Athletic.Astana's playmaker Runar Sigurjonsson is a lifelong MUFC fan who used to go to matches until being a professional footballer got in the way. I spoke to him for @TheAthleticUKhttps://t.co/SPbA0BaRZI — Andy Mitten (@AndyMitten) September 18, 2019 „Ég sá ekki hver hin tvö liðin í riðlinum voru fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Ég var einn í flugvélinni að hugsa um United en gat ekki talað við neinn,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson sem var þá líklega að fljúga heim til Íslands í síðasta landsliðsverkefni. „Þegar ég lenti loksins þá sá ég hver hin tvö liðin í riðlinum voru. Síminn minn fylltist líka af skilaboðum frá vinum mínum,“ sagði Rúnar Már. „Allir sem þekkja mig vita með hverjum ég held. Flestir vinir minna halda líka með Manchester United,“ sagði Rúnar Már. Rúnar Már fór á kostum með Astana liðinu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló út FC Santa Coloma, Valletta og BATE Borisov. Rúnar Már var með 4 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Rúnar Má hér en þá þarf að vera áskrifandi af The Athletic.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira