Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 13:43 Trump forseti við komuna til Kaliforníu í dag þar sem hann ætlar að safna fé fyrir forsetakosningar á næsta ári. AP/Evan Vucci Robert O'Brien, sérstakur sendifulltrúi í gíslatökumálum, verður næsti þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilkynnti forsetinn um þetta á Twitter í dag. O‘Brien verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump á innan við þremur árum. Í tísti lofaði forsetinn O'Brien og sagðist hafa „unnið lengi og mikið“ með honum. O'Brien ætti eftir að eftir að standa sig vel. Vika er síðan John Bolton, þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér eða var rekinn, allt eftir því hvort leggja beri trúnað á orð Bolton eða forsetans. AP-fréttastofan segir að O'Brien hafi verið á meðal fimm kosta sem Trump íhugaði fyrir stöðuna. Sem sendifulltrúi í gíslatökumálum hjá utanríkisráðuneytinu hafi O'Brien unnið náið með fjölskyldum bandarískra gísla og ráðlagt ríkisstjórninni um gíslatökur. Í tíð George W. Bush og Barack Obama vann O'Brien að samstarfi einka- og opinberra aðila um umbætur í dómsmálum í Afganistan. Frá 2008 til 2011 var O'Brien fulltrúi Bandaríkjaforseta í ráðgjafarnefnd um smygl á fornminjum og öðrum menningarverðmætum. Árið 2005 skipaði Bush forseti hann fulltrúa Bandaríkjanna í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. þar vann O'Brien með forvera sínum Bolton sem var þá sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar. Í starfi Repúblikanaflokksins hefur O'Brien unnið sem ráðgjafi fyrir forsetaframboð Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóra Wisconsin, Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmanns frá Texas. Michael Flynn, hershöfðingi, var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump árið 2017 en hann sagði af sér innan við mánuði eftir að hann tók formlega við stöðunni. Hann var sakaður um og játaði síðar að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti við rússneskan sendiherra. Við af honum tók H.R. McMaster. Þeim Trump kom þó illa saman og hætti McMaster í mars í fyrra. Bolton tók við af McMaster og entist í um eitt og hálft ár áður en ágreiningur hans og Trump leiddi til þess að hann hætti einnig.I am pleased to announce that I will name Robert C. O'Brien, currently serving as the very successful Special Presidential Envoy for Hostage Affairs at the State Department, as our new National Security Advisor. I have worked long & hard with Robert. He will do a great job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Forsetinn tilkynnti um að hann hefði beðið John Bolton um að segja af sér í tísti í dag. Bolton segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. 10. september 2019 16:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Robert O'Brien, sérstakur sendifulltrúi í gíslatökumálum, verður næsti þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilkynnti forsetinn um þetta á Twitter í dag. O‘Brien verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump á innan við þremur árum. Í tísti lofaði forsetinn O'Brien og sagðist hafa „unnið lengi og mikið“ með honum. O'Brien ætti eftir að eftir að standa sig vel. Vika er síðan John Bolton, þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér eða var rekinn, allt eftir því hvort leggja beri trúnað á orð Bolton eða forsetans. AP-fréttastofan segir að O'Brien hafi verið á meðal fimm kosta sem Trump íhugaði fyrir stöðuna. Sem sendifulltrúi í gíslatökumálum hjá utanríkisráðuneytinu hafi O'Brien unnið náið með fjölskyldum bandarískra gísla og ráðlagt ríkisstjórninni um gíslatökur. Í tíð George W. Bush og Barack Obama vann O'Brien að samstarfi einka- og opinberra aðila um umbætur í dómsmálum í Afganistan. Frá 2008 til 2011 var O'Brien fulltrúi Bandaríkjaforseta í ráðgjafarnefnd um smygl á fornminjum og öðrum menningarverðmætum. Árið 2005 skipaði Bush forseti hann fulltrúa Bandaríkjanna í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. þar vann O'Brien með forvera sínum Bolton sem var þá sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar. Í starfi Repúblikanaflokksins hefur O'Brien unnið sem ráðgjafi fyrir forsetaframboð Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóra Wisconsin, Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmanns frá Texas. Michael Flynn, hershöfðingi, var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump árið 2017 en hann sagði af sér innan við mánuði eftir að hann tók formlega við stöðunni. Hann var sakaður um og játaði síðar að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti við rússneskan sendiherra. Við af honum tók H.R. McMaster. Þeim Trump kom þó illa saman og hætti McMaster í mars í fyrra. Bolton tók við af McMaster og entist í um eitt og hálft ár áður en ágreiningur hans og Trump leiddi til þess að hann hætti einnig.I am pleased to announce that I will name Robert C. O'Brien, currently serving as the very successful Special Presidential Envoy for Hostage Affairs at the State Department, as our new National Security Advisor. I have worked long & hard with Robert. He will do a great job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Forsetinn tilkynnti um að hann hefði beðið John Bolton um að segja af sér í tísti í dag. Bolton segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. 10. september 2019 16:07 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Forsetinn tilkynnti um að hann hefði beðið John Bolton um að segja af sér í tísti í dag. Bolton segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. 10. september 2019 16:07