Sinnir ekki lögbundnum skyldum vegna manneklu Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2019 07:48 Lagning nýrra raflína krefst umhverfismats. Hér sést raforkuflutningskerfi Landsnets við Hellisheiðarvirkjun í Hverahlíð. Fréttablaðið/GVA Landsnet bíður enn eftir því að Skipulagsstofnun skili áliti sínu vegna Hólasandslínu 3 en Landsnet, sem áformar uppbyggingu raforkukerfisins á þessu svæði, lagði inn skýrslu til Skipulagsstofnunar um verkefnið síðastliðið vor. Tafir Skipulagsstofnunar valda því að ekki er hægt að hefjast handa við að styrkja raforkukerfið og tengja Þeistareykjasvæðið við Eyjafjarðarsvæðið með öflugum hætti. Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, segir matið verða birt í dag. Matið hafi verið mikið að umfangi þar sem um stórt verkefni hafi verið að ræða. Einnig hafi verið mikið að gera hjá stofnuninni og mörg mál á hennar borði sem hafi valdið þessum töfum. „Við skiluðum inn matsskýrslu vegna Hólasandslínu 3 í lok mars 2019. Því eru um 24 vikur síðan eða næstum hálft ár. Samkvæmt lögum hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til að skila áliti. Fyrir okkur hjá Landsneti þýðir þetta óvissu með verkefnið, og leiðir til tafa og aukins kostnaðar,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. „Í raun er það þannig að við getum ekkert eða lítið gert fyrr en álitið liggur fyrir. Það er áhyggjuefni að okkar stærstu framkvæmdir eru allar háðar þessum ferlum og við stöndum frammi fyrir töfum eins og þessum.“ Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orkunýtingu á landinu öllu og auka flutningsgetu á svæðinu. Með lagningu Hólasandslínu 3 er tryggður stöðugleiki flutningskerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Jakob segir það rétt að samkvæmt lögum þurfi að skila mati á umhverfisáhrifum á skemmri tíma. Hann segir að stofnunin geti ekki sinnt þessum lögbundnu skyldum sínum vegna manneklu þar sem mikið sé að gera hjá stofnuninni. Því þurfi að ráða fleira fólk með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. „Við höfum áður vakið athygli á mikilvægi þess að opinberir ferlar séu skilvirkir. Það á ekki síst við um verkefni eins og Hólasandslínu 3, sem fellur að stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, þar sem markmiðið er að engja lykilsvæði og tryggja afhendingaröryggi, en Eyjafjarðarsvæði er eitt af þremur svæðum sem stjórnvöld hafa sett í forgang að styrkja,“ bætir Steinunn við. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, sem er sameiginlegur vettvangur allra sveitarfélaga við Eyjafjörð um atvinnumál, lýsti á sameiginlegum fundi sínum í gær yfir áhyggjum sínum af þessari miklu töf sem hefur orðið. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Landsnet bíður enn eftir því að Skipulagsstofnun skili áliti sínu vegna Hólasandslínu 3 en Landsnet, sem áformar uppbyggingu raforkukerfisins á þessu svæði, lagði inn skýrslu til Skipulagsstofnunar um verkefnið síðastliðið vor. Tafir Skipulagsstofnunar valda því að ekki er hægt að hefjast handa við að styrkja raforkukerfið og tengja Þeistareykjasvæðið við Eyjafjarðarsvæðið með öflugum hætti. Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, segir matið verða birt í dag. Matið hafi verið mikið að umfangi þar sem um stórt verkefni hafi verið að ræða. Einnig hafi verið mikið að gera hjá stofnuninni og mörg mál á hennar borði sem hafi valdið þessum töfum. „Við skiluðum inn matsskýrslu vegna Hólasandslínu 3 í lok mars 2019. Því eru um 24 vikur síðan eða næstum hálft ár. Samkvæmt lögum hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til að skila áliti. Fyrir okkur hjá Landsneti þýðir þetta óvissu með verkefnið, og leiðir til tafa og aukins kostnaðar,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. „Í raun er það þannig að við getum ekkert eða lítið gert fyrr en álitið liggur fyrir. Það er áhyggjuefni að okkar stærstu framkvæmdir eru allar háðar þessum ferlum og við stöndum frammi fyrir töfum eins og þessum.“ Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orkunýtingu á landinu öllu og auka flutningsgetu á svæðinu. Með lagningu Hólasandslínu 3 er tryggður stöðugleiki flutningskerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Jakob segir það rétt að samkvæmt lögum þurfi að skila mati á umhverfisáhrifum á skemmri tíma. Hann segir að stofnunin geti ekki sinnt þessum lögbundnu skyldum sínum vegna manneklu þar sem mikið sé að gera hjá stofnuninni. Því þurfi að ráða fleira fólk með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. „Við höfum áður vakið athygli á mikilvægi þess að opinberir ferlar séu skilvirkir. Það á ekki síst við um verkefni eins og Hólasandslínu 3, sem fellur að stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, þar sem markmiðið er að engja lykilsvæði og tryggja afhendingaröryggi, en Eyjafjarðarsvæði er eitt af þremur svæðum sem stjórnvöld hafa sett í forgang að styrkja,“ bætir Steinunn við. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, sem er sameiginlegur vettvangur allra sveitarfélaga við Eyjafjörð um atvinnumál, lýsti á sameiginlegum fundi sínum í gær yfir áhyggjum sínum af þessari miklu töf sem hefur orðið.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent