Vitaliy Buyalskyy skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu. Tveimur mínútum síðar var Arnór Ingvi tekinn af velli.
Í hinum leiknum í B-riðli unnu Danmerkurmeistarar FC Copenhagen Lugano frá Sviss með einu marki gegn engu.
Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á bekknum hjá Krasnodar sem steinlá fyrir Basel, 5-0, í C-riðli. Í hinum leik C-riðils vann Getafe 1-0 sigur á Trabzonspor.
Sevilla, sem vann Evrópudeildina 2014, 2015 og 2016, vann Qarabag á útivelli í A-riðli, 0-3. Javier Hernández, sem er vanur að halda til inni í vítateignum, kom Sevilla yfir með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu á 62. mínútu. Munir El Haddadi og Oliver Torres bættu svo við mörkum.
Ekki vantaði fjörið í hinn leikinn í A-riðli þar sem Dudelange frá Lúxemborg vann dramatískan sigur á APOEL frá Kýpur, 3-4 . APOEL lenti 0-2 undir en skoraði svo þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla í byrjun seinni hálfleik. Lúxemborgararnir voru hins vegar sterkari á lokasprettinum, skoruðu tvö mörk og tryggðu sér sigurinn.
APOEL 0 - 1 Dudelange
APOEL 0 - 2 Dudelange
APOEL 1 - 2 Dudelange
APOEL 2 - 2 Dudelange
APOEL 3 - 2 Dudelange
APOEL 3 - 3 Dudelange
APOEL 3 - 4 Dudelange
#UELpic.twitter.com/g2TvgMP70H
— UEFA Europa League (@EuropaLeague) September 19, 2019
Í E-riðli gerðu Skotlandsmeistarar Celtic jafntefli við Rennes í Frakklandi, 1-1. Þá vann PSV Eindhoven 3-2 sigur á Sporting í D-riðli.
Úrslitin úr leikjunum sem búnir eru í Evrópudeildinni má sjá hér fyrir neðan. Klukkan 19:00 hefjast tólf leikir.
A-riðill
Qarabag 0-3 Sevilla
APOEL 3-4 F91 Dudelange
B-riðill
Dynamo Kiev 1-0 Malmö
FC Copenhagen 1-0 Lugano
C-riðill
Basel 5-0 Krasnodar
Getafe 1-0 Trabzonspor
D-riðill
PSV 3-2 Sporting
LASK Linz 1-0 Rosenborg
E-riðill
Cluj 2-1 Lazio
Rennes 1-1 Celtic
F-riðill
Frankfurt 0-3 Arsenal
Standard Liege 2-0 Guimaraes