Trudeau man ekki hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2019 22:45 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur þurft að svara fyrir hneykslismál undanfarið. vísir/getty Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, treystir sér ekki til að segja til um hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart. Hann geti ekki munað það enda hafi hann ekki munað eftir þeim þremur tilvikum sem fjölmiðlar hafa fjallað um í gær og í dag. Tvær myndir og eitt myndband hafa birst í fjölmiðlum af forsætisráðherranum þar sem hann hefur litað andlitið svart. Myndbandið er frá tíunda áratugnum þegar Trudeau var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Önnur myndin er frá 2001 og hin frá því hann var í gagnfræðaskóla. Trudeau baðst afsökunar á myndinni frá 2001 í nótt og í dag baðst hann aftur afsökunar eftir að hin myndin og myndbandið voru birt. Málið þykir vandræðalegt fyrir Trudeau enda hefur hann sem stjórnmálamaður komið fram sem sá sem berst fyrir félagslegu réttlæti og fjölbreytileika í samfélaginu. Það þykir hins vegar rasískt þegar hvítt fólk málar andlitið á sér svart.Trudeau ávarpaði fjölmiðla í Winnipeg í dag. „Að mála andlitið á sér svart, sama hvert samhengið er eða aðstæðurnar, er alltaf óásættanlegt vegna þeirrar rasísku sögu sem tengist slíkum gjörningi. Ég hefði átt að skilja þetta þá og ég hefði aldrei átt að gera þetta,“ sagði Trudeau. Bætti hann við að hann hefði brugðist mörgum og bað um fyrirgefningu. Sagði forsætisráðherrann að það að hann hefði ekki áttað sig á því hversu særandi þetta væri fyrir þá sem búa við mismunun á hverjum væri vegna mikillar forréttindablindu hans. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku fóru að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikilla vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau í aðdraganda þingkosninga í Kanada sem fara fram þann 21. október. Hefur hann verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega af spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið. Kanada Tengdar fréttir Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00 Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, treystir sér ekki til að segja til um hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart. Hann geti ekki munað það enda hafi hann ekki munað eftir þeim þremur tilvikum sem fjölmiðlar hafa fjallað um í gær og í dag. Tvær myndir og eitt myndband hafa birst í fjölmiðlum af forsætisráðherranum þar sem hann hefur litað andlitið svart. Myndbandið er frá tíunda áratugnum þegar Trudeau var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Önnur myndin er frá 2001 og hin frá því hann var í gagnfræðaskóla. Trudeau baðst afsökunar á myndinni frá 2001 í nótt og í dag baðst hann aftur afsökunar eftir að hin myndin og myndbandið voru birt. Málið þykir vandræðalegt fyrir Trudeau enda hefur hann sem stjórnmálamaður komið fram sem sá sem berst fyrir félagslegu réttlæti og fjölbreytileika í samfélaginu. Það þykir hins vegar rasískt þegar hvítt fólk málar andlitið á sér svart.Trudeau ávarpaði fjölmiðla í Winnipeg í dag. „Að mála andlitið á sér svart, sama hvert samhengið er eða aðstæðurnar, er alltaf óásættanlegt vegna þeirrar rasísku sögu sem tengist slíkum gjörningi. Ég hefði átt að skilja þetta þá og ég hefði aldrei átt að gera þetta,“ sagði Trudeau. Bætti hann við að hann hefði brugðist mörgum og bað um fyrirgefningu. Sagði forsætisráðherrann að það að hann hefði ekki áttað sig á því hversu særandi þetta væri fyrir þá sem búa við mismunun á hverjum væri vegna mikillar forréttindablindu hans. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku fóru að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikilla vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau í aðdraganda þingkosninga í Kanada sem fara fram þann 21. október. Hefur hann verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega af spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið.
Kanada Tengdar fréttir Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00 Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00
Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03
Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49