Flestar mál sneru að ráðuneytum eða ríkisstofnunum eða þrjú hundruð af þeim 386 málum sem bárust umboðsmanni í heildina. Því næst koma sveitarfélög en kvartanir vegna þeirra voru sextíu talsins.
Viðfangsefni málanna var fjölbreytt. Flest sneru þau að töfum stjórnvalda vegna afgreiðslu mála en alls voru 79 mál skráð vegna þess. Því næst koma kvartanir vegna opinberra starfsmanna, 44 talsins og 24 vegna almannatrygginga.

Starfsvið umboðsmanns Alþingis nær til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með ákveðnum undantekningum. Þær undantekningar eru meðal annars störf Alþingis og nefnda á þeirra vegum sem háð eftirliti þings og þingforseta, starfsmenn Ríkisendurskoðunar, dómsathafna, ákvarðana og annarra athafna stjórnvalda sem falla innan sviðs dómstóla samkvæmt lögum.