Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2019 13:33 Jón Gunnarsson, formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. Jón, sem er formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og Hanna sem er meðlimur nefndarinnar voru á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag. Voru þar rætt málefni innanlandsflugfélaga. Fyrr í þættinum hafði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect sagt að stjórnvöld þyrftu að grípa í taumana ellegar þyrfti að skerða þjónustu við farþega. Umræður snerust eins og áður segir að málefnum innanlandsflugfélaganna og hvernig hægt er að komast til móts við félögin og farþega. Bæði voru Jón og Hanna sammála um að staða innanlandsflugs á Íslandi væri alvarlegt.Kolefnisspor í flugi lægra en í akstri „Ef þjónustan er skert verulega þá verður til þessi spírall. Þjónustustigið lækkar og þar með minnkar eftirspurnin, staðan er að þessu leyti mjög alvarleg. Það þrengir alls staðar að í þessum rekstri,“ segir Jón og bætir við að samkvæmt mótaðri stefnu Alþingis væri innanlandsflug hluti af almenningssamgöngum sem væru allar niðurgreiddar. Tók Jón sem dæmi að ef ekki væri niðurgreitt í Strætisvagnaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu mætti búast við því að miðaverð hækkaði úr 490kr upp í 1790kr. Mikilvægt sé að bregðast við stöðu flugfélaganna á víðtækum grunni. Horfa þurfi á leiðir til þess að draga úr rekstrarkostnaði auk þess að hvetja þurfi fólk, sér í lagi á landsbyggðinni, til þess að nýta sér innanlandsflug í meira mæli. Jón segir þá einnig að ekki þurfi að koma til mikill stuðningur úr ríkissjóði í formi beinna gjalda. „Við þurfum fyrst og fremst að horfa til þeirra gjalda sem hafa verið lögð á þennan rekstur á síðustu árum. Til dæmis virðisaukaskattur á flugvélaeldsneyti,“ segir Jón og segir að virðisaukaskattur á eldsneytið kosti flugfélagið Erni rúmar 30 milljónir króna á ári. Spurður út í umhverfisáhrif og þann tíðaranda að vinsælla yrði jafnvel að hækka skatta á mengunarvalda svo sem eldsneyti segir Jón það hagkvæmara að fljúga þessar vegalengdir en að keyra. „Þá ber að horfa til þess að það er viðurkennt að kolefnisspor þeirra sem fljúga er miklu lægra en að keyra í bíl þessa vegalengd. Af því leyti, út frá loftslagsmarkmiðum, er mikilvægt og hagkvæmt að við hvetjum eins mikið til notkunar á innanlandsflugi og hægt er,“ segir Jón.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmHanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og meðlimur Samgöngunefndar Alþingis segir að umræðan sé mikilvægt en telur að lausnirnar séu ekki jafn borðleggjandi og aðrir haldi. Hanna segir mikilvægt sé að fólk skilji af hverju vandinn sé kominn. Erlendum ferðamönnum hafi fækkað í innanlandsflugi, ekki þurfi djúpan skilning á málaflokknum til að sjá að þar sé eitthvað að. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu séu ekki fýsilegar. Tengingu við innanlandsflugið vanti í samgöngur á svæðinu. Ekki náist kjörstaða í málinu fyrr en innanlandsflugmiðstöðin og millilanda flug verði komið á sama stað. Með því verði auðveldara fyrir erlenda farþega að nýta sér innanlandsflugið. Þá minntist Hanna á ákvörðun stjórnvalda fyrr á árinu þegar ríkisstyrkur á flugleiðir voru felldir niður. „Rökin voru þau að það væri ótækt að ríkið væri að niðurgreiða tvennskonar samgöngur á sömu leið. Þá vaknar spurningin, ef þessi áform um niðurgreiðslu á innanlandsflugi ganga í gegn, eru menn þá að draga úr niðurgreiðslu á öðrum almenningssamgöngum eða vegakerfinu?“ segir Hanna. Jón segir að slíkt sé ekki áformað og engar tillögur í þeim efnum séu komnar fram, skýrsla um málið hafi fengið hörð viðbrögð frá þingmönnum.Heyra má allt viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Hönnu og Jón á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan. Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Sprengisandur Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. Jón, sem er formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og Hanna sem er meðlimur nefndarinnar voru á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag. Voru þar rætt málefni innanlandsflugfélaga. Fyrr í þættinum hafði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect sagt að stjórnvöld þyrftu að grípa í taumana ellegar þyrfti að skerða þjónustu við farþega. Umræður snerust eins og áður segir að málefnum innanlandsflugfélaganna og hvernig hægt er að komast til móts við félögin og farþega. Bæði voru Jón og Hanna sammála um að staða innanlandsflugs á Íslandi væri alvarlegt.Kolefnisspor í flugi lægra en í akstri „Ef þjónustan er skert verulega þá verður til þessi spírall. Þjónustustigið lækkar og þar með minnkar eftirspurnin, staðan er að þessu leyti mjög alvarleg. Það þrengir alls staðar að í þessum rekstri,“ segir Jón og bætir við að samkvæmt mótaðri stefnu Alþingis væri innanlandsflug hluti af almenningssamgöngum sem væru allar niðurgreiddar. Tók Jón sem dæmi að ef ekki væri niðurgreitt í Strætisvagnaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu mætti búast við því að miðaverð hækkaði úr 490kr upp í 1790kr. Mikilvægt sé að bregðast við stöðu flugfélaganna á víðtækum grunni. Horfa þurfi á leiðir til þess að draga úr rekstrarkostnaði auk þess að hvetja þurfi fólk, sér í lagi á landsbyggðinni, til þess að nýta sér innanlandsflug í meira mæli. Jón segir þá einnig að ekki þurfi að koma til mikill stuðningur úr ríkissjóði í formi beinna gjalda. „Við þurfum fyrst og fremst að horfa til þeirra gjalda sem hafa verið lögð á þennan rekstur á síðustu árum. Til dæmis virðisaukaskattur á flugvélaeldsneyti,“ segir Jón og segir að virðisaukaskattur á eldsneytið kosti flugfélagið Erni rúmar 30 milljónir króna á ári. Spurður út í umhverfisáhrif og þann tíðaranda að vinsælla yrði jafnvel að hækka skatta á mengunarvalda svo sem eldsneyti segir Jón það hagkvæmara að fljúga þessar vegalengdir en að keyra. „Þá ber að horfa til þess að það er viðurkennt að kolefnisspor þeirra sem fljúga er miklu lægra en að keyra í bíl þessa vegalengd. Af því leyti, út frá loftslagsmarkmiðum, er mikilvægt og hagkvæmt að við hvetjum eins mikið til notkunar á innanlandsflugi og hægt er,“ segir Jón.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmHanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og meðlimur Samgöngunefndar Alþingis segir að umræðan sé mikilvægt en telur að lausnirnar séu ekki jafn borðleggjandi og aðrir haldi. Hanna segir mikilvægt sé að fólk skilji af hverju vandinn sé kominn. Erlendum ferðamönnum hafi fækkað í innanlandsflugi, ekki þurfi djúpan skilning á málaflokknum til að sjá að þar sé eitthvað að. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu séu ekki fýsilegar. Tengingu við innanlandsflugið vanti í samgöngur á svæðinu. Ekki náist kjörstaða í málinu fyrr en innanlandsflugmiðstöðin og millilanda flug verði komið á sama stað. Með því verði auðveldara fyrir erlenda farþega að nýta sér innanlandsflugið. Þá minntist Hanna á ákvörðun stjórnvalda fyrr á árinu þegar ríkisstyrkur á flugleiðir voru felldir niður. „Rökin voru þau að það væri ótækt að ríkið væri að niðurgreiða tvennskonar samgöngur á sömu leið. Þá vaknar spurningin, ef þessi áform um niðurgreiðslu á innanlandsflugi ganga í gegn, eru menn þá að draga úr niðurgreiðslu á öðrum almenningssamgöngum eða vegakerfinu?“ segir Hanna. Jón segir að slíkt sé ekki áformað og engar tillögur í þeim efnum séu komnar fram, skýrsla um málið hafi fengið hörð viðbrögð frá þingmönnum.Heyra má allt viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Hönnu og Jón á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Sprengisandur Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent