Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2019 08:30 Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. AP/Sue Ogrocki Forsvarsmenn lögreglu í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. Honum hafði þó nýverið verið sagt upp störfum en Michael Gerke, lögreglustjóri Odessa í Texas, segir ekki hægt að segja til um tilefnið enn sem komið er. Ator var handtekinn árið 2001 og hefði því ekki átt að geta keypt skotvopnið sem hann notaði til ódæðisins en lögreglan hefur ekki gefið upp hvar og hvernig hann öðlaðist byssuna. Eftir að hafa ekið um bæina Midland og Odessa og skotið á fólk af handahófi, var Ator felldur af lögregluþjónum. Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp en AP fréttaveitan segir hinn 25 ára gamla Edwin Peregrino, Mary Granados, 29 ára bréfbera, og hina fimmtán ára gömlu Leilah Hernandez, vera þeirra á meðal.Hundruð íbúa komu saman á minningarathöfn í gær, þar sem fórnarlambanna var minnst. Skotárás Ator hófst með því að lögregluþjónar í Midland reyndu að stöðva hann eftir að hann notaði ekki stefnuljós. Í stað þess að stöðva skaut hann út um afturrúðu bílsins og særði einni lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Ágúst telst ansi blóðugur í Texas þar sem önnur mannskæð skotárás átti sér stað fyrr í mánuðinum, þegar 22 voru skotnir til bana í verslun Wallmart í El Paso. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segist hafa farið á of margar minningarathafnir í kjölfar skotárása í Texas. Nærri því sjötíu manns hafi dáið í slíkum árásum frá 2016. „Of margir íbúar Texas eru syrgjandi. Of margir íbúar hafa dáið. Óbreytt ástand í ríkinu er óásættanlegt og þörf er á aðgerðum,“ sagði Abbott. Ríkisstjórinn, sem er Repúblikani, hefur þó barist gegn hertri löggjöf varðandi byssueign í Texas og í gær tóku ný lög gildi í ríkinu sem rýmkuðu byssulöggjöf þar. Meðal annars koma lögin, sem Abbott skrifaði undir, í veg fyrir að yfirvöld borga og bæja geti sett eigin reglugerðir varðandi byssueign og burð skotvopna, sem er leyfilegur víðast hvar í Texas. Það sem af er þessu ári hafa minnst 25 mannskæðar skotárásir af þessu tagi átt sér stað í Bandaríkjunum en það er jafn mikið og var allt árið í fyrra, samkvæmt AP. Minnst 142 eru látnir í þessum árásum en í fyrra dóu 140. Um er að ræða árásir þar sem fjórir eða fleiri deyja, að árásarmanni eða mönnum ótöldum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Forsvarsmenn lögreglu í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. Honum hafði þó nýverið verið sagt upp störfum en Michael Gerke, lögreglustjóri Odessa í Texas, segir ekki hægt að segja til um tilefnið enn sem komið er. Ator var handtekinn árið 2001 og hefði því ekki átt að geta keypt skotvopnið sem hann notaði til ódæðisins en lögreglan hefur ekki gefið upp hvar og hvernig hann öðlaðist byssuna. Eftir að hafa ekið um bæina Midland og Odessa og skotið á fólk af handahófi, var Ator felldur af lögregluþjónum. Lögreglan segir fórnarlömb Ator hafa verið frá fimmtán til 57 ára gömul. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp en AP fréttaveitan segir hinn 25 ára gamla Edwin Peregrino, Mary Granados, 29 ára bréfbera, og hina fimmtán ára gömlu Leilah Hernandez, vera þeirra á meðal.Hundruð íbúa komu saman á minningarathöfn í gær, þar sem fórnarlambanna var minnst. Skotárás Ator hófst með því að lögregluþjónar í Midland reyndu að stöðva hann eftir að hann notaði ekki stefnuljós. Í stað þess að stöðva skaut hann út um afturrúðu bílsins og særði einni lögregluþjón. Ator flúði af vettvangi og tók að endingu póstbíl Mary Granados. Hann var stöðvaður fyrir utan kvikmyndahús í Odessa og skotinn til bana. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í skotbardaga við hann. Ágúst telst ansi blóðugur í Texas þar sem önnur mannskæð skotárás átti sér stað fyrr í mánuðinum, þegar 22 voru skotnir til bana í verslun Wallmart í El Paso. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segist hafa farið á of margar minningarathafnir í kjölfar skotárása í Texas. Nærri því sjötíu manns hafi dáið í slíkum árásum frá 2016. „Of margir íbúar Texas eru syrgjandi. Of margir íbúar hafa dáið. Óbreytt ástand í ríkinu er óásættanlegt og þörf er á aðgerðum,“ sagði Abbott. Ríkisstjórinn, sem er Repúblikani, hefur þó barist gegn hertri löggjöf varðandi byssueign í Texas og í gær tóku ný lög gildi í ríkinu sem rýmkuðu byssulöggjöf þar. Meðal annars koma lögin, sem Abbott skrifaði undir, í veg fyrir að yfirvöld borga og bæja geti sett eigin reglugerðir varðandi byssueign og burð skotvopna, sem er leyfilegur víðast hvar í Texas. Það sem af er þessu ári hafa minnst 25 mannskæðar skotárásir af þessu tagi átt sér stað í Bandaríkjunum en það er jafn mikið og var allt árið í fyrra, samkvæmt AP. Minnst 142 eru látnir í þessum árásum en í fyrra dóu 140. Um er að ræða árásir þar sem fjórir eða fleiri deyja, að árásarmanni eða mönnum ótöldum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Fimm látnir og 21 særður eftir skotárásina í Texas Lögreglan skaut árásarmann til bana. 31. ágúst 2019 23:25