Sport

Púað á Djokovic þegar hann hætti keppni á Opna bandaríska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Djokovic gengur vonsvikinn af velli.
Djokovic gengur vonsvikinn af velli. vísir/getty
Púað var á serbneska tenniskappann Novak Djokovic eftir að hann hætti keppni á Opna bandaríska meistaramótinu. Djokovic hætti á meðan viðureign hans og Stans Wawrinka frá Sviss í 4. umferð stóð.

Serbinn hefur glímt við axlarmeiðsli og var svo þjáður í viðureigninni gegn Wawrinka að hann þurfti að hætta. Djokovic hafði átt undir högg að sækja gegn Wrawinka og allt stefndi í að hann myndi tapa.

Áhorfendur á Arthur Ashe-vellinum í New York létu óánægju sína í ljós þegar Djokovic hann hætti. Þeir púuðu svo á Serbann þegar hann gekk af velli.

„Ég er leiður fyrir hönd áhorfenda. Þeir komu til að sjá heilan leik en það gerðist ekki. Þetta er pirrandi og sárt að þurfa að hætta,“ sagði Djokovic sem átti titil að verja á Opna bandaríska.

Þetta er í sjötta sinn sem Djokovic hættir keppni á risamóti og þrettánda sinn alls á ferlinum.

Wawrinka mætir Rússanum Daniil Medvedev í átta manna úrslitum. Wawrinka vann Opna bandaríska fyrir þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×