1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2019 16:00 Gas- og jarðgerðarstöðin í byggingu. Sorpa Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. Snýr hann annars vegar að auknum kostnaði við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi og hins vegar að kaupum á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Ákvörðunin fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og bæja á höfuðborgarsvæðinu.Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, gerir tilöguna sem stjórnin samþykkti.Fréttablaðið/Arnþór„Annars vegar er um að ræða 17,7% viðbótarkostnað við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi sem ráðgert er að taka í notkun á næsta ári. Ný áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við stöðina aukist um 637 m.kr. frá þvi sem áætlað var í fjárfestingaáætlun 2019-2023, eða úr 3.610 m.kr. í 4.247 m.kr. Stærstur hluti viðbótarkostnaðar við gas- og jarðgerðarstöðina er vegna aukinnar jarðvinnu og meira magns byggingarefna en ráð var fyrir gert, sem meðal annars má rekja til þess að færa þurfti stöðina til á lóðinni í Álfsnesi og skipta út ófullnægjandi byggingarefni undir botnplötu. Þá eru verðbætur upp á 186 m.kr. hluti af þessum viðbótarkostnaði sem ekki var gert ráð fyrir í fyrri áætlun,“ segir í tilkynningu. „Hins vegar er 719 m.kr. kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð SORPU í Gufunesi. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019. Á móti kemur að byggingakostnaður vegna stækkunar stöðvarinnar, sem gert var ráð fyrir að yrði 605 milljónir króna, verður lægri eða á bilinu 361 til 418 milljónir króna.“ Samtals nemur viðbótarkostnaður frá samþykktri fjárfestingaáætlun vegna gas- og jarðgerðarstöðvar og vegna kostnaðar við tækjabúnað í móttökustöð tæplega 1,4 milljörðum króna.Móttökustöðin í Gufunesi.Sorpu„Sem fyrr segir var gert ráð fyrir stærstum hluta þessarar upphæðar í fjárfestingaáætlun 2018 en það var ekki fært til bókar í fjárfestingaáætlun 2019-2023.“ Málið hefur að því er fram kemur í tilkynningunni verið til umræðu á eigenda- og stjórnarfundum SORPU bs. í júlí og ágúst. „Þar hefur framkvæmdastjóri SORPU bs. kynnt tillögur um aðgerðir til að mæta þessari breyttu stöðu. Tillögur hans gera ráð fyrir að semja við lánastofnanir um skuldbreytingu og lengingu lána og að tekin verði ný lán upp á 990 milljónir króna til 15 ára. Einnig að frestað verði kaupum á hluta tækjabúnaðar í móttökustöðina í Gufunesi og að nokkrum öðrum óskyldum fjárfestingum verði frestað. Á stjórnarfundi SORPU í morgun var bókað að fara þurfi yfir verkferla félagsins og var formanni og varaformanni stjórnar falið að fá óháðan aðila til að framkvæma úttekt á starfsemi félagsins og leggja tillögur þar að lútandi fyrir næsta fund stjórnar.“ Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Sækja raftæki og spilliefni í hverfi borgarinnar Átakinu er ætlað að auka magn raftækja og spilliefna sem skila sér til endurvinnslu, 8. apríl 2019 13:42 Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00 Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum Tilraunaverkefnið Spillivagninn hófst formlega í Reykjavík í gær. Vagninn mun ferðast á milli hverfa borgarinnar og taka á móti spilliefnum og raftækjum frá heimilum. Deildarstjóri hjá borginni segir að markmiðið sé að þessum efnum sé 10. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. Snýr hann annars vegar að auknum kostnaði við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi og hins vegar að kaupum á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Ákvörðunin fer nú til borgar- og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu í kynningar- og samþykktarferli. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og bæja á höfuðborgarsvæðinu.Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, gerir tilöguna sem stjórnin samþykkti.Fréttablaðið/Arnþór„Annars vegar er um að ræða 17,7% viðbótarkostnað við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi sem ráðgert er að taka í notkun á næsta ári. Ný áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við stöðina aukist um 637 m.kr. frá þvi sem áætlað var í fjárfestingaáætlun 2019-2023, eða úr 3.610 m.kr. í 4.247 m.kr. Stærstur hluti viðbótarkostnaðar við gas- og jarðgerðarstöðina er vegna aukinnar jarðvinnu og meira magns byggingarefna en ráð var fyrir gert, sem meðal annars má rekja til þess að færa þurfti stöðina til á lóðinni í Álfsnesi og skipta út ófullnægjandi byggingarefni undir botnplötu. Þá eru verðbætur upp á 186 m.kr. hluti af þessum viðbótarkostnaði sem ekki var gert ráð fyrir í fyrri áætlun,“ segir í tilkynningu. „Hins vegar er 719 m.kr. kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð SORPU í Gufunesi. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019. Á móti kemur að byggingakostnaður vegna stækkunar stöðvarinnar, sem gert var ráð fyrir að yrði 605 milljónir króna, verður lægri eða á bilinu 361 til 418 milljónir króna.“ Samtals nemur viðbótarkostnaður frá samþykktri fjárfestingaáætlun vegna gas- og jarðgerðarstöðvar og vegna kostnaðar við tækjabúnað í móttökustöð tæplega 1,4 milljörðum króna.Móttökustöðin í Gufunesi.Sorpu„Sem fyrr segir var gert ráð fyrir stærstum hluta þessarar upphæðar í fjárfestingaáætlun 2018 en það var ekki fært til bókar í fjárfestingaáætlun 2019-2023.“ Málið hefur að því er fram kemur í tilkynningunni verið til umræðu á eigenda- og stjórnarfundum SORPU bs. í júlí og ágúst. „Þar hefur framkvæmdastjóri SORPU bs. kynnt tillögur um aðgerðir til að mæta þessari breyttu stöðu. Tillögur hans gera ráð fyrir að semja við lánastofnanir um skuldbreytingu og lengingu lána og að tekin verði ný lán upp á 990 milljónir króna til 15 ára. Einnig að frestað verði kaupum á hluta tækjabúnaðar í móttökustöðina í Gufunesi og að nokkrum öðrum óskyldum fjárfestingum verði frestað. Á stjórnarfundi SORPU í morgun var bókað að fara þurfi yfir verkferla félagsins og var formanni og varaformanni stjórnar falið að fá óháðan aðila til að framkvæma úttekt á starfsemi félagsins og leggja tillögur þar að lútandi fyrir næsta fund stjórnar.“
Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Sækja raftæki og spilliefni í hverfi borgarinnar Átakinu er ætlað að auka magn raftækja og spilliefna sem skila sér til endurvinnslu, 8. apríl 2019 13:42 Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00 Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum Tilraunaverkefnið Spillivagninn hófst formlega í Reykjavík í gær. Vagninn mun ferðast á milli hverfa borgarinnar og taka á móti spilliefnum og raftækjum frá heimilum. Deildarstjóri hjá borginni segir að markmiðið sé að þessum efnum sé 10. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Sækja raftæki og spilliefni í hverfi borgarinnar Átakinu er ætlað að auka magn raftækja og spilliefna sem skila sér til endurvinnslu, 8. apríl 2019 13:42
Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00
Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum Tilraunaverkefnið Spillivagninn hófst formlega í Reykjavík í gær. Vagninn mun ferðast á milli hverfa borgarinnar og taka á móti spilliefnum og raftækjum frá heimilum. Deildarstjóri hjá borginni segir að markmiðið sé að þessum efnum sé 10. nóvember 2018 10:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent