Píratar misstu yfirsýn yfir fjármál flokksins Björn Þorfinnsson skrifar 3. september 2019 06:15 Unnar kennir vaxtarverkjum um að yfirsýn hafi tapast. Fréttablaðið/valli Stjórnmálaflokkur Pírata tapaði 12,5 milljónum króna árið 2018. Þetta kom í ljós þegar ársreikningurinn var gerður opinber á aðalfundi flokksins um nýliðna helgi. Árlegt framlag ríkisins til Pírata er 72 milljónir króna og því kom rekstrarniðurstaðan fundarmönnum í opna skjöldu. Sérstaklega vakti sú staðreynd athygli að slegið hafði verið skammtímalán fyrir rúmlega 22 milljónum króna. Unnar Þór Sæmundsson, sem gegnt hefur embætti gjaldkera flokksins undanfarið ár, segir fjárhagslega stöðu hans þó sterka og reiknar með að Píratar verði skuldlausir í janúar á næsta ári. Margir þættir hafi stuðlað að þessari rekstrarniðurstöðu, meðal annars hafi skort yfirsýn yfir dýra kosningabaráttu flokksins. „Það má eiginlega kenna vaxtarverkjum um. Umfang starfsemi Pírata hefur aukist gríðarlega og þeir ferlar sem voru til staðar virkuðu ekki. Það olli því að yfirsýn yfir fjármálin tapaðist að einhverju leyti í kosningabaráttunni. Meðal annars var talsvert misræmi á því hvað aðildarfélögin fengu útdeilt af fjármunum. Það var ekki sanngjarnt og eitthvað sem við hyggjumst koma í veg fyrir að gerist aftur,“ segir hann. Unnar Þór segir að gríðarleg vinna hafi farið í að greina hvað fór úrskeiðis og koma fjármálum flokksins í réttan farveg. Liður í því hafi verið að opna bókhald flokksins, sem hafi verið harðlæst frá 2016. „Það brýtur í bága við lög Pírata að hafa ekki bókhaldið opinbert og því höfðum við að leiðarljósi að vinda ofan af því. Það tókst og við erum hreykin af því að geta opnað bókhaldið. Það leiðir síðan óhjákvæmilega til heilbrigðra skoðanaskipta um hvernig fjármunum flokksins sé ráðstafað,“ segir Unnar Þór. Að hans sögn eru Píratar að ganga í gegnum talsverðar breytingar á starfsemi sinni. „Þetta hefur verið sjálfboðaliðahreyfing frá upphafi en með auknum umsvifum fer að verða erfiðara að fá hæft fólk til að taka að sér verkefni í sjálfboðavinnu sem eru í raun full vinna. Stefna Pírata er sú að hafa flatan strúktúr en það er ekki þar með sagt að það eigi ekki að vera neinn strúktúr. Hreyfingin þarf því að taka þá umræðu hvort greiða skuli þóknun fyrir ákveðin verkefni innan flokksins,“ segir Unnar Þór. Hann ákvað að gefa ekki áfram kost á sér í embætti gjaldkera á aðalfundinum en mun sitja áfram í framkvæmdaráði flokksins. Ráðið mun síðan tilnefna eftirmann hans úr sínum röðum. „Þetta er mikilvægt og umfangsmikið starf og ég er viss um að við munum finna hæfan einstakling í embættið,“ segir Unnar Þór. Hann mun þó hvergi slá af varðandi starf sitt fyrir flokkinn því hann hyggst reyna fyrir sér í prófkjöri flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Stjórnmálaflokkur Pírata tapaði 12,5 milljónum króna árið 2018. Þetta kom í ljós þegar ársreikningurinn var gerður opinber á aðalfundi flokksins um nýliðna helgi. Árlegt framlag ríkisins til Pírata er 72 milljónir króna og því kom rekstrarniðurstaðan fundarmönnum í opna skjöldu. Sérstaklega vakti sú staðreynd athygli að slegið hafði verið skammtímalán fyrir rúmlega 22 milljónum króna. Unnar Þór Sæmundsson, sem gegnt hefur embætti gjaldkera flokksins undanfarið ár, segir fjárhagslega stöðu hans þó sterka og reiknar með að Píratar verði skuldlausir í janúar á næsta ári. Margir þættir hafi stuðlað að þessari rekstrarniðurstöðu, meðal annars hafi skort yfirsýn yfir dýra kosningabaráttu flokksins. „Það má eiginlega kenna vaxtarverkjum um. Umfang starfsemi Pírata hefur aukist gríðarlega og þeir ferlar sem voru til staðar virkuðu ekki. Það olli því að yfirsýn yfir fjármálin tapaðist að einhverju leyti í kosningabaráttunni. Meðal annars var talsvert misræmi á því hvað aðildarfélögin fengu útdeilt af fjármunum. Það var ekki sanngjarnt og eitthvað sem við hyggjumst koma í veg fyrir að gerist aftur,“ segir hann. Unnar Þór segir að gríðarleg vinna hafi farið í að greina hvað fór úrskeiðis og koma fjármálum flokksins í réttan farveg. Liður í því hafi verið að opna bókhald flokksins, sem hafi verið harðlæst frá 2016. „Það brýtur í bága við lög Pírata að hafa ekki bókhaldið opinbert og því höfðum við að leiðarljósi að vinda ofan af því. Það tókst og við erum hreykin af því að geta opnað bókhaldið. Það leiðir síðan óhjákvæmilega til heilbrigðra skoðanaskipta um hvernig fjármunum flokksins sé ráðstafað,“ segir Unnar Þór. Að hans sögn eru Píratar að ganga í gegnum talsverðar breytingar á starfsemi sinni. „Þetta hefur verið sjálfboðaliðahreyfing frá upphafi en með auknum umsvifum fer að verða erfiðara að fá hæft fólk til að taka að sér verkefni í sjálfboðavinnu sem eru í raun full vinna. Stefna Pírata er sú að hafa flatan strúktúr en það er ekki þar með sagt að það eigi ekki að vera neinn strúktúr. Hreyfingin þarf því að taka þá umræðu hvort greiða skuli þóknun fyrir ákveðin verkefni innan flokksins,“ segir Unnar Þór. Hann ákvað að gefa ekki áfram kost á sér í embætti gjaldkera á aðalfundinum en mun sitja áfram í framkvæmdaráði flokksins. Ráðið mun síðan tilnefna eftirmann hans úr sínum röðum. „Þetta er mikilvægt og umfangsmikið starf og ég er viss um að við munum finna hæfan einstakling í embættið,“ segir Unnar Þór. Hann mun þó hvergi slá af varðandi starf sitt fyrir flokkinn því hann hyggst reyna fyrir sér í prófkjöri flokksins fyrir næstu alþingiskosningar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira