Á tólfta degi í hungurverkfalli: „Deyi ég hér skiptir það engu máli“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. september 2019 19:00 Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en að vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. Amin er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh. Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum. Amin sem býr í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga. Hann segist ekki geta farið til baka. „Ég get ekki snúið aftur til Grikklands. Deyi ég hér skiptir það engu máli. Ég reyni að útskýra að ef ég fer aftur til Grikklands er ég í hættu. Ég get ekki búið þar svo ég verð hér eins lengi og ég get," segir Amin. Hann var 52 kíló þegar hann hóf hungurverkfallið fyrir tólf dögum og hefur grennst mikið. „Líkami minn er kaldur og ég er með hjartaverk," segir hann. Að sögn lögmanns Amins er til skoðunar að fara fram á endurupptöku málsins á grundvelli breyttra heilsufarsástæðna. Hann segist munu halda hungurverkfallinu áfram þar til á hann verður hlustað. „Ég mun gera þetta í eins langan tíma og ríkisstjórnin þarf til að senda mig til Grikklands," segir Amin. Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Hælisleitandi sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga segist örmagna. Hann vilji þó frekar deyja hér en að vera sendur úr landi. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi og bíður brottvísunar. Amin er 26 ára gamall og fæddur í Íran. Hann segist hafa orðið fyrir ofsóknum eftir að hafa skipt um trú og snúist frá Íslam til kristni. Þar sem hann óttaðist um líf sitt lagði hann á flótta. „Ég er frá Íran og átti bæði í trúarlegum og pólitískum erfiðleikum. Þess vegna varð ég að flýja," segir Amin Ghayszadeh. Hann kom til Íslands í desember í fyrra og sótti um hæli. Líkt og margir aðrir flóttamenn fór hann þó fyrst til Grikklands þar sem honum var veitt alþjóðleg vernd. Hælisleitendur í þeirri stöðu eru endursendir þangað. Rauði krossinn á Íslandi hefur þó ítrekað varað við þessum endursendingum vegna bágra aðstæðna sem bíða fólksins þar. Umsókn Amins hlaut ekki efnismeðferð. Útlendingastofnun hafnaði honum í sumar og í byrjun ágúst hafnaði kærunefnd útlendingamála frestun á réttaráhrifum. Amin sem býr í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga. Hann segist ekki geta farið til baka. „Ég get ekki snúið aftur til Grikklands. Deyi ég hér skiptir það engu máli. Ég reyni að útskýra að ef ég fer aftur til Grikklands er ég í hættu. Ég get ekki búið þar svo ég verð hér eins lengi og ég get," segir Amin. Hann var 52 kíló þegar hann hóf hungurverkfallið fyrir tólf dögum og hefur grennst mikið. „Líkami minn er kaldur og ég er með hjartaverk," segir hann. Að sögn lögmanns Amins er til skoðunar að fara fram á endurupptöku málsins á grundvelli breyttra heilsufarsástæðna. Hann segist munu halda hungurverkfallinu áfram þar til á hann verður hlustað. „Ég mun gera þetta í eins langan tíma og ríkisstjórnin þarf til að senda mig til Grikklands," segir Amin.
Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira