Milos: Það er ekki hægt að gera alla ánægða í þjálfarastarfinu Anton Ingi Leifsson skrifar 3. september 2019 20:00 Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic hefur slegið í gegn í Svíþjóð með liði sínu Mjallby sem gæti verið á leiðinni upp í sænsku úrvalsdeildina. Milos er 36 ára gamall en hann þjálfaði hjá Víkingum og Breiðablik áður en hann hélt til Svíþjóðar og tók við Mjallby. Mjallby leiðir í sænsku B-deildinni eftir 22 umferðir en þeir komu upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð. „Við erum með lægsta fjármagnið í B-deildinni. Veltan hjá félaginu er 15 til 16 milljónir sænskrar króna,“ sagði Milos í samtali við Hörð Magnússon en hann segir að forráðamennirnir séu hissa. „Þetta kom þeim líka á óvart. Skipulagið hjá félaginu er ekki tilbúið að fara upp í úrvalsdeildina á næsta ári en ég vil alls ekki stoppa.“ Milos starfaði hér lengi; fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og að lokum þjálfari, eins og áður segir hjá Víkingi og Breiðabliki. „Ég held að ég sé betri þjálfari í dag en þegar ég var hjá Víkingi. Það er ekki hægt þegar þú ert í þjálfarastarfi að gera alla ánægða og það er ekki mín pæling.“ Milos telur sig eiga sinn hlut í Víkingsliðinu sem er komið í bikarúrslit í dag. „Ég held að ég hafi skilað góðri vinnu hjá Víkingi. Ég vil ekki taka neitt af Arnari því hann er búinn að gera frábæra hluti og allir í kringum liðið sem og stjórnarmenn.“ „En ef þú horfir á leikmennina eru kannski Guðmundur Atli, Kári og Sölvi þeir einu sem ég hef ekki þjálfað, spilað eða lyft upp í meistaraflokk. Það er ekki slæmt.“ Það gustaði aðeins um Milos er hann var hér heima en hann segir að hann sé rólegri nú en áður enda búinn að þroskast. „Ég er aðeins auðmýkri núna en ég var áður. Ég þarf ekkert að sanna eitt fyrir einum né neinum. Ég þarf bara að sanna fyrir sjálfum mér að ég sé betri þjálfari á hverjum degi sem líður.“ En er sænska B-deildin betri en sú íslenska? „Deildin er með meiri ákefð og meiri styrk. Þú færð minni tíma. Gæðin eru hér og hugarfarið er frábært. Það er kannski synd að Óttar og Gísli komu heim því þeir settu sér sjálfir of há markmið,“ en Óttar Magnús Karlsson og Gísli Eyjólfsson voru á mála hjá Mjallby en eru komnir heim. „Ég var ekki óánægður með þá en þeir vildu nota Mjallby sem stökkpall og fara lengra. Þegar það byrjar ekki vel ertu ekki með sjálfstraust og þá er erfiðara að komast í liðið. Þú þarft að velja rétt verkefni þegar þú ferð út.“ Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic hefur slegið í gegn í Svíþjóð með liði sínu Mjallby sem gæti verið á leiðinni upp í sænsku úrvalsdeildina. Milos er 36 ára gamall en hann þjálfaði hjá Víkingum og Breiðablik áður en hann hélt til Svíþjóðar og tók við Mjallby. Mjallby leiðir í sænsku B-deildinni eftir 22 umferðir en þeir komu upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð. „Við erum með lægsta fjármagnið í B-deildinni. Veltan hjá félaginu er 15 til 16 milljónir sænskrar króna,“ sagði Milos í samtali við Hörð Magnússon en hann segir að forráðamennirnir séu hissa. „Þetta kom þeim líka á óvart. Skipulagið hjá félaginu er ekki tilbúið að fara upp í úrvalsdeildina á næsta ári en ég vil alls ekki stoppa.“ Milos starfaði hér lengi; fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og að lokum þjálfari, eins og áður segir hjá Víkingi og Breiðabliki. „Ég held að ég sé betri þjálfari í dag en þegar ég var hjá Víkingi. Það er ekki hægt þegar þú ert í þjálfarastarfi að gera alla ánægða og það er ekki mín pæling.“ Milos telur sig eiga sinn hlut í Víkingsliðinu sem er komið í bikarúrslit í dag. „Ég held að ég hafi skilað góðri vinnu hjá Víkingi. Ég vil ekki taka neitt af Arnari því hann er búinn að gera frábæra hluti og allir í kringum liðið sem og stjórnarmenn.“ „En ef þú horfir á leikmennina eru kannski Guðmundur Atli, Kári og Sölvi þeir einu sem ég hef ekki þjálfað, spilað eða lyft upp í meistaraflokk. Það er ekki slæmt.“ Það gustaði aðeins um Milos er hann var hér heima en hann segir að hann sé rólegri nú en áður enda búinn að þroskast. „Ég er aðeins auðmýkri núna en ég var áður. Ég þarf ekkert að sanna eitt fyrir einum né neinum. Ég þarf bara að sanna fyrir sjálfum mér að ég sé betri þjálfari á hverjum degi sem líður.“ En er sænska B-deildin betri en sú íslenska? „Deildin er með meiri ákefð og meiri styrk. Þú færð minni tíma. Gæðin eru hér og hugarfarið er frábært. Það er kannski synd að Óttar og Gísli komu heim því þeir settu sér sjálfir of há markmið,“ en Óttar Magnús Karlsson og Gísli Eyjólfsson voru á mála hjá Mjallby en eru komnir heim. „Ég var ekki óánægður með þá en þeir vildu nota Mjallby sem stökkpall og fara lengra. Þegar það byrjar ekki vel ertu ekki með sjálfstraust og þá er erfiðara að komast í liðið. Þú þarft að velja rétt verkefni þegar þú ferð út.“
Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira