Hef á tilfinningunni að hverfisverslunum fjölgi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2019 07:45 Sigríður kveðst hafa gefið sér góðan tíma til að kynnast bæði búðareigendum og viðskiptavinum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Á ljósmyndasýningu Sigríðar Marrow, kennara í Salaskóla, Kaupmaðurinn á horninu, birtist sá hlýi og mannlegi andblær sem hverfisverslunum fylgir. Hún lét sér ekki nægja að mynda slíkar búðir á höfuðborgarsvæðinu, heldur ferðaðist um landið og fangaði stemningu lítilla matvöruverslana. Sýningin er í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 6. hæð. Myndirnar tók Sigríður árið 2016 í tengslum við meistaraverkefni sitt í menningarmiðlun. „Upphaflegu hugmyndina fékk ég þegar ég fór inn í Kjötborg á Ásvallagötunni og skynjaði andann þar, hann var svo gerólíkur stórmörkuðunum að mér fannst ég vera komin í annan heim. Ég held að eignir í því hverfi muni hríðlækka í verði ef kaupmennirnir loka versluninni. Þeir þekkja alla og veita svo mikla þjónustu, geyma jafnvel húslykla fyrir foreldra ef krakkar skyldu læsast úti,“ lýsir hún. Sigríður kveðst hafa farið í þriggja vikna ferð um landið og myndað 34 búðir, sumar hafa þegar lagt upp laupana. „Þetta er bara sýnishorn. Ef ég fæ einhvern tíma stærra sýningarrými get ég haft alla með og þetta er enn verk í vinnslu.“ Búðirnar eru ekki allar á netinu og Sigríður kveðst hafa frétt af þeim hjá hinum og þessum þegar hún var í ferðinni. Hún hafi að sjálfsögðu alltaf hringt á undan sér og allir hafi tekið henni vel. „Mér fannst bara allir yndislegir og hlýir. Fólk þarf líka að vera mannvinir til að veita svona þjónustu.“ Þrír kaupmenn lögðu á sig ferð til að mæta á opnun sýningarinnar hjá Sigríði. „Einar Ólafsson, sem er 82 ára, kom frá Akranesi og spjallaði heillengi, annar bróðirinn í Kjöthöllinni kom og líka konan sem rekur búðina á Raufarhöfn,“ lýsir hún og kveðst ala þá von í brjósti að svona litlum búðum vaxi fiskur um hrygg. „Ég hef á tilfinningunni að hverfisverslunum fjölgi aftur, kannski í annarri mynd. Það væri alger draumur.“ View this post on InstagramOpening 6pm on culture night A post shared by Sigga Marrow (new) (@sigridurmarrow) on Aug 22, 2019 at 11:29am PDT Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Á ljósmyndasýningu Sigríðar Marrow, kennara í Salaskóla, Kaupmaðurinn á horninu, birtist sá hlýi og mannlegi andblær sem hverfisverslunum fylgir. Hún lét sér ekki nægja að mynda slíkar búðir á höfuðborgarsvæðinu, heldur ferðaðist um landið og fangaði stemningu lítilla matvöruverslana. Sýningin er í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 6. hæð. Myndirnar tók Sigríður árið 2016 í tengslum við meistaraverkefni sitt í menningarmiðlun. „Upphaflegu hugmyndina fékk ég þegar ég fór inn í Kjötborg á Ásvallagötunni og skynjaði andann þar, hann var svo gerólíkur stórmörkuðunum að mér fannst ég vera komin í annan heim. Ég held að eignir í því hverfi muni hríðlækka í verði ef kaupmennirnir loka versluninni. Þeir þekkja alla og veita svo mikla þjónustu, geyma jafnvel húslykla fyrir foreldra ef krakkar skyldu læsast úti,“ lýsir hún. Sigríður kveðst hafa farið í þriggja vikna ferð um landið og myndað 34 búðir, sumar hafa þegar lagt upp laupana. „Þetta er bara sýnishorn. Ef ég fæ einhvern tíma stærra sýningarrými get ég haft alla með og þetta er enn verk í vinnslu.“ Búðirnar eru ekki allar á netinu og Sigríður kveðst hafa frétt af þeim hjá hinum og þessum þegar hún var í ferðinni. Hún hafi að sjálfsögðu alltaf hringt á undan sér og allir hafi tekið henni vel. „Mér fannst bara allir yndislegir og hlýir. Fólk þarf líka að vera mannvinir til að veita svona þjónustu.“ Þrír kaupmenn lögðu á sig ferð til að mæta á opnun sýningarinnar hjá Sigríði. „Einar Ólafsson, sem er 82 ára, kom frá Akranesi og spjallaði heillengi, annar bróðirinn í Kjöthöllinni kom og líka konan sem rekur búðina á Raufarhöfn,“ lýsir hún og kveðst ala þá von í brjósti að svona litlum búðum vaxi fiskur um hrygg. „Ég hef á tilfinningunni að hverfisverslunum fjölgi aftur, kannski í annarri mynd. Það væri alger draumur.“ View this post on InstagramOpening 6pm on culture night A post shared by Sigga Marrow (new) (@sigridurmarrow) on Aug 22, 2019 at 11:29am PDT
Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira