Leitar uppi stolin hjól Björn Þorfinnsson skrifar 4. september 2019 06:15 Andri Már Sigurðsson endurheimti hjólið sitt í gær með aðstoð Bjartmars sem má með sanni segja að sé hjólahvíslari Reykjavíkur. Fréttablaðið/ERNIR Í sumar varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að reiðhjólaþjófnaður á höfuðborgarsvæðinu hefði færst í vöxt. Hafa þjófarnir gerst sífellt bíræfnari og láta hvorki lása né rammgerðar keðjur stöðva sig. Leikur grunur á að í mörgum tilvikum sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Einn af þeim sem hafa látið sig málið varða er Reykvíkingurinn Bjartmar Leósson. Á nokkrum mánuðum hefur hann fundið fjölmörg hjól fyrir fórnarlömb fingralanga í miðbæ höfuðborgarinnar. „Þetta byrjaði í raun fyrir tilviljun. Ég er búsettur í miðbænum og fyrir nokkrum mánuðum rak ég augun í þrjú hjól sem voru læst í anddyri Háspennu við Hlemm. Það sem vakti athygli mína var að lásinn var bara ódýrt skran og það vakti grunsemdir mínar,“ segir Bjartmar. Hann tók mynd af hjólunum og hafði samband við lögreglu og hugboð hans reyndist rétt. Hjólunum hafði verið stolið og árvekni Bjartmars varð til þess að þau komust til réttra eigenda. Segja má að þetta hafi komið Bjartmari á bragðið og í kjölfarið fór hann að leggja sig fram við að hafa upp á hjólum. „Það er greinilega faraldur í gangi og ég ákvað bara að gera eitthvað í málunum. Þetta snýst ekki um annað en að hafa augun opin og koma upplýsingunum áfram.“ Hafa meðlimir Facebook-hópsins Hjóladót Tapað, fundið eða stolið notið góðs af vinnu Bjartmars og áætlar hann að hann hafi á þessum stutta tíma fundið um 15 hjól eða aðstoðað eigendur þeirra við að hafa upp á þeim. Í þeim hópi var einmitt blaðamaður Fréttablaðsins sem naut liðsinnis Bjartmars við að hafa upp á stolnu hjóli sonar síns. Hefur Bjartmar síðan gengið undir nafninu „Hjólhestahvíslarinn“ á ritstjórn blaðsins. Bjartmar segir að upplifun sín sé sú að í einfaldri mynd skiptist þjófnaðirnir í tvo flokka. „Flestum hjólunum sem ég hef fundið hafa einstaklingar í neyslu stolið og freistað þess að selja þau fyrir lágt verð til þess að fjármagna neyslu sína. En ég hef einnig frétt af erlendum hópum sem eru skipulagðari og koma stolnum hjólum beint úr landi,“ segir Bjartmar. Hann tekur undir varnaðarorð lögreglunnar um að lásar stöðvi ekki þjófnað. „Þú getur allt eins notað lakkrísreimar eins og þessa hefðbundnu krullulása sem fólk er að nota,“ segir hann. Að hans sögn eru nokkrir staðir líklegri en aðrir þegar kemur að því að hafa upp á stolnum hjólum. „Ég er með nokkra staði sem eru líklegri en aðrir og geri mér reglulega ferð þar fram hjá. Oftar en ekki sé ég einhver hjól í reiðileysi sem ég reyni þá að finna eigendurna að. Samfélagsmiðlarnir gera manni auðvelt fyrir,“ segir Bjartmar, sem er hvergi nærri hættur í þessari samfélagsþjónustu sinni. bjornth@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Í sumar varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að reiðhjólaþjófnaður á höfuðborgarsvæðinu hefði færst í vöxt. Hafa þjófarnir gerst sífellt bíræfnari og láta hvorki lása né rammgerðar keðjur stöðva sig. Leikur grunur á að í mörgum tilvikum sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Einn af þeim sem hafa látið sig málið varða er Reykvíkingurinn Bjartmar Leósson. Á nokkrum mánuðum hefur hann fundið fjölmörg hjól fyrir fórnarlömb fingralanga í miðbæ höfuðborgarinnar. „Þetta byrjaði í raun fyrir tilviljun. Ég er búsettur í miðbænum og fyrir nokkrum mánuðum rak ég augun í þrjú hjól sem voru læst í anddyri Háspennu við Hlemm. Það sem vakti athygli mína var að lásinn var bara ódýrt skran og það vakti grunsemdir mínar,“ segir Bjartmar. Hann tók mynd af hjólunum og hafði samband við lögreglu og hugboð hans reyndist rétt. Hjólunum hafði verið stolið og árvekni Bjartmars varð til þess að þau komust til réttra eigenda. Segja má að þetta hafi komið Bjartmari á bragðið og í kjölfarið fór hann að leggja sig fram við að hafa upp á hjólum. „Það er greinilega faraldur í gangi og ég ákvað bara að gera eitthvað í málunum. Þetta snýst ekki um annað en að hafa augun opin og koma upplýsingunum áfram.“ Hafa meðlimir Facebook-hópsins Hjóladót Tapað, fundið eða stolið notið góðs af vinnu Bjartmars og áætlar hann að hann hafi á þessum stutta tíma fundið um 15 hjól eða aðstoðað eigendur þeirra við að hafa upp á þeim. Í þeim hópi var einmitt blaðamaður Fréttablaðsins sem naut liðsinnis Bjartmars við að hafa upp á stolnu hjóli sonar síns. Hefur Bjartmar síðan gengið undir nafninu „Hjólhestahvíslarinn“ á ritstjórn blaðsins. Bjartmar segir að upplifun sín sé sú að í einfaldri mynd skiptist þjófnaðirnir í tvo flokka. „Flestum hjólunum sem ég hef fundið hafa einstaklingar í neyslu stolið og freistað þess að selja þau fyrir lágt verð til þess að fjármagna neyslu sína. En ég hef einnig frétt af erlendum hópum sem eru skipulagðari og koma stolnum hjólum beint úr landi,“ segir Bjartmar. Hann tekur undir varnaðarorð lögreglunnar um að lásar stöðvi ekki þjófnað. „Þú getur allt eins notað lakkrísreimar eins og þessa hefðbundnu krullulása sem fólk er að nota,“ segir hann. Að hans sögn eru nokkrir staðir líklegri en aðrir þegar kemur að því að hafa upp á stolnum hjólum. „Ég er með nokkra staði sem eru líklegri en aðrir og geri mér reglulega ferð þar fram hjá. Oftar en ekki sé ég einhver hjól í reiðileysi sem ég reyni þá að finna eigendurna að. Samfélagsmiðlarnir gera manni auðvelt fyrir,“ segir Bjartmar, sem er hvergi nærri hættur í þessari samfélagsþjónustu sinni. bjornth@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira