Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði Hörður Ægisson skrifar 4. september 2019 06:45 Allt hlutafé Íslandsbanka er í eigu ríkissjóðs. Fréttablaðið/Eyþór Bankasýsla ríkisins horfir til þess að farin verði sú leið við næsta skref í söluferli bankanna að fjórðungshlutur verði seldur að lágmarki í Íslandsbanka með hlutafjárútboði og tvíhliða skráningu á markað eða allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem aðrir bankar og fjárfestingasjóðir myndu gera tilboð í bankann. Þetta var á meðal þess sem kom fram í minnisblaði stofnunarinnar, sem heldur utan um eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, og var lagt fram á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins fyrir um tveimur vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ekkert hefur hins vegar enn verið ákveðið af hálfu stjórnvalda um hvenær eigi að hefja söluferli á hlut í öðrum hvorum bankanna – Íslandsbanka eða Landsbankanum – sem eru í eigu ríkissjóðs. Bókfært eigið fé Íslandsbanka og Landsbankans nam samtals rúmlega 415 milljörðum króna um mitt þetta ár. Sé tekið mið af núverandi gengi bréfa Arion banka, sem var skráður á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Svíþjóð í fyrra, má hins vegar áætla að samanlagt virði hlutafjár hinna bankanna sé um 300 milljarðar króna. Sú leið sem Bankasýslan leggur til í minnisblaðinu felur í sér tvíhliða söluferli á Íslandsbanka. Þannig yrði boðað til uppboðsleiðar, sem alþjóðleg fjármálastofnun hefði umsjón með, þar sem leitað yrði tilboða í allt að hundrað prósenta hlut frá bönkum og fjárfestingasjóðum, erlendum sem og innlendum, í opnu söluferli. Samhliða því ferli yrði einnig boðað til almenns hlutafjárútboðs og skráningar á bankanum með það að markmiði að selja sem fyrr segir að lágmarki fjórðungshlut. Áætla má að slíkur hlutur í Íslandsbanka sé metinn á liðlega 30 milljarða króna. Ef þau tilboð sem myndu berast í gegnum uppboðsleiðina væru ekki í samræmi við væntingar stjórnvalda, meðal annars hvað verð varðar, væri í framhaldinu hægt að taka þá ákvörðun að halda áfram með útboðsleiðina. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og einn ráðherra í ráðherranefnd um efnahagsmál, segist í samtali við Markaðinn leggja mikla áherslu á að eigendastefna ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki frá 2017 verði uppfærð áður en sala á bönkunum hefjist og það liggi eins skýrt fyrir hver eignarhlutur ríkisins eigi að vera að loknu söluferlinu. „Mikilvægt er að þetta verði gert með opnum og gegnsæjum hætti,“ útskýrir Lilja, „sem verði þannig til þess fallið að búa til traust almennings gagnvart ferlinu og í garð fjármálakerfisins.“ Niðurstöður starfshóps sem skilaði af sér hvítbók um fjármálakerfið í lok síðasta árs voru meðal annars þær að rök væru fyrir því að dregið yrði úr víðtæku eignarhaldiíslenska ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem er margfalt meira en þekkist í öðrum Evrópuríkjum, til þess að minnka áhættu, fórnarkostnað og neikvæð samkeppnisáhrif. Ólíklegt er hins vegar talið, eins og Bankasýslan benti á í umsögn sinni til starfshópsins, að hægt verði að selja eignarhluti í Íslandsbanka eða Landsbankanum til erlends banka. Sú skoðun hafi að mestu verið staðfest í reglulegum samskiptum Bankasýslunnar við alþjóðlega fjárfestingabanka og þá hafi verið lítið um yfirtökur og samruna á bönkum milli Evrópulanda eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna haustið 2008. Arion banki var fyrsti íslenski bankinn til að vera skráður á hlutabréfamarkað eftir fjármálahrunið 2008 – bæði í kauphöllina á Íslandi og í Svíþjóð – þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósent í alþjóðlegu hlutafjárútboði á gengi sem nam um 0,67 miðað við þáverandi bókfært eigið fé hans. Ári síðar hefur Kaupþing losað um allan eignarhlut sinn í Arion banka og er meirihluti eigenda bankans erlendir bankar og fjárfestingasjóðir auk þess sem íslenskir lífeyrissjóðir eiga samanlagt liðlega tuttugu prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Bankasýsla ríkisins horfir til þess að farin verði sú leið við næsta skref í söluferli bankanna að fjórðungshlutur verði seldur að lágmarki í Íslandsbanka með hlutafjárútboði og tvíhliða skráningu á markað eða allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem aðrir bankar og fjárfestingasjóðir myndu gera tilboð í bankann. Þetta var á meðal þess sem kom fram í minnisblaði stofnunarinnar, sem heldur utan um eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, og var lagt fram á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins fyrir um tveimur vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ekkert hefur hins vegar enn verið ákveðið af hálfu stjórnvalda um hvenær eigi að hefja söluferli á hlut í öðrum hvorum bankanna – Íslandsbanka eða Landsbankanum – sem eru í eigu ríkissjóðs. Bókfært eigið fé Íslandsbanka og Landsbankans nam samtals rúmlega 415 milljörðum króna um mitt þetta ár. Sé tekið mið af núverandi gengi bréfa Arion banka, sem var skráður á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Svíþjóð í fyrra, má hins vegar áætla að samanlagt virði hlutafjár hinna bankanna sé um 300 milljarðar króna. Sú leið sem Bankasýslan leggur til í minnisblaðinu felur í sér tvíhliða söluferli á Íslandsbanka. Þannig yrði boðað til uppboðsleiðar, sem alþjóðleg fjármálastofnun hefði umsjón með, þar sem leitað yrði tilboða í allt að hundrað prósenta hlut frá bönkum og fjárfestingasjóðum, erlendum sem og innlendum, í opnu söluferli. Samhliða því ferli yrði einnig boðað til almenns hlutafjárútboðs og skráningar á bankanum með það að markmiði að selja sem fyrr segir að lágmarki fjórðungshlut. Áætla má að slíkur hlutur í Íslandsbanka sé metinn á liðlega 30 milljarða króna. Ef þau tilboð sem myndu berast í gegnum uppboðsleiðina væru ekki í samræmi við væntingar stjórnvalda, meðal annars hvað verð varðar, væri í framhaldinu hægt að taka þá ákvörðun að halda áfram með útboðsleiðina. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og einn ráðherra í ráðherranefnd um efnahagsmál, segist í samtali við Markaðinn leggja mikla áherslu á að eigendastefna ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki frá 2017 verði uppfærð áður en sala á bönkunum hefjist og það liggi eins skýrt fyrir hver eignarhlutur ríkisins eigi að vera að loknu söluferlinu. „Mikilvægt er að þetta verði gert með opnum og gegnsæjum hætti,“ útskýrir Lilja, „sem verði þannig til þess fallið að búa til traust almennings gagnvart ferlinu og í garð fjármálakerfisins.“ Niðurstöður starfshóps sem skilaði af sér hvítbók um fjármálakerfið í lok síðasta árs voru meðal annars þær að rök væru fyrir því að dregið yrði úr víðtæku eignarhaldiíslenska ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem er margfalt meira en þekkist í öðrum Evrópuríkjum, til þess að minnka áhættu, fórnarkostnað og neikvæð samkeppnisáhrif. Ólíklegt er hins vegar talið, eins og Bankasýslan benti á í umsögn sinni til starfshópsins, að hægt verði að selja eignarhluti í Íslandsbanka eða Landsbankanum til erlends banka. Sú skoðun hafi að mestu verið staðfest í reglulegum samskiptum Bankasýslunnar við alþjóðlega fjárfestingabanka og þá hafi verið lítið um yfirtökur og samruna á bönkum milli Evrópulanda eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna haustið 2008. Arion banki var fyrsti íslenski bankinn til að vera skráður á hlutabréfamarkað eftir fjármálahrunið 2008 – bæði í kauphöllina á Íslandi og í Svíþjóð – þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósent í alþjóðlegu hlutafjárútboði á gengi sem nam um 0,67 miðað við þáverandi bókfært eigið fé hans. Ári síðar hefur Kaupþing losað um allan eignarhlut sinn í Arion banka og er meirihluti eigenda bankans erlendir bankar og fjárfestingasjóðir auk þess sem íslenskir lífeyrissjóðir eiga samanlagt liðlega tuttugu prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira