Sautján mínútna viðtal við Milos: Ræðir um unga íslenska leikmenn og segir Andra Yeoman hinn fullkomna miðjumann Anton Ingi Leifsson skrifar 4. september 2019 20:00 Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic ræddi á dögunum ítarlega við Hörð Magnússon um íslenska boltann, sænska boltann og þjálfarastarfið svo eitthvað sé nefnt. Hluti af viðtalinu var birt í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem Milos fór yfir víðan völl. Nú má sjá viðtalið við Milos í heild sinni hér að neðan en hann ræðir meðal annars um hvernig það kom til að hann fór úr því að vera aðstoðarþjálfari Mjallby í að vera aðalþjálfari. „Aðalþjálfarinn hann Jónas átti stórt fyrirtæki og hann gat bara ekki púslað þessu saman. Við vorum með þrettán stig í þriðju efstu deild er hann ákvað að hætta,“ sagði Milos. „Hann sagði við mig að ég mætti ákveða hvort ég yrði áfram en ég stökk til og varð áfram því ég var nýbúinn að koma mér fyrir. Við vorum besta liðið, spiluðum skemmtilegan sóknarbolta og fengum flest stig af öllum liðum í Svíþjóð.“Milos er hann stýrði Breiðablik.vísir/vilhelmÞegar hann ræddi um unga íslenska leikmenn er Milos með góð ráð fyrir þá. „Þegar ungir leikmenn fara út þurfa þeir að velja rétta umhverfið. Í mínum augum þá eiga leikmenn sem eru ekki með topp gæði, þá eiga þeir ekki að koma í sænsku B-deildina. Þeir þurfa að fara til Hollands eða Belgíu og læra að spila fótbolta og verða góðir landsliðsmenn.“ „Þeir sem eru mjög góðir þurfa að koma í sænsku B-deildina til dæmis og spila meistaraflokks fótbolta í hárri ákefð. Ef þeir gera það í tvö ár þá er allt opið. Leikmenn í B-deildinni þar fara til Portúgals, Grikklands og í efstu deildirnar í Skandinavíu.“ Þegar Milos var spurður hvort að hann hafi hrifist sérstaklega af einhverjum leikmanni hér heima í sumar lá ekki á svörum. „Eins og allir vita er hinn fullkomni miðjumaður fyrir mig Andri Rafn Yeoman. Yngri leikmennirnir fara alveg á taugum en Brynjólfur í Breiðablik er mjög skemmtilegur og Guðmundur Andri eins og allir vissu og Valgeir í HK. Ungu strákarnir eru að spila mjög vel.“ Þetta afar ítarlega og fróðlega viðtal við Milos má sjá hér að ofan þar sem hann fer meðal annars yfir tímann í Víkingi, hvernig hann vinnur í Svíþjóð og margt, margt fleira. Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Sjá meira
Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic ræddi á dögunum ítarlega við Hörð Magnússon um íslenska boltann, sænska boltann og þjálfarastarfið svo eitthvað sé nefnt. Hluti af viðtalinu var birt í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem Milos fór yfir víðan völl. Nú má sjá viðtalið við Milos í heild sinni hér að neðan en hann ræðir meðal annars um hvernig það kom til að hann fór úr því að vera aðstoðarþjálfari Mjallby í að vera aðalþjálfari. „Aðalþjálfarinn hann Jónas átti stórt fyrirtæki og hann gat bara ekki púslað þessu saman. Við vorum með þrettán stig í þriðju efstu deild er hann ákvað að hætta,“ sagði Milos. „Hann sagði við mig að ég mætti ákveða hvort ég yrði áfram en ég stökk til og varð áfram því ég var nýbúinn að koma mér fyrir. Við vorum besta liðið, spiluðum skemmtilegan sóknarbolta og fengum flest stig af öllum liðum í Svíþjóð.“Milos er hann stýrði Breiðablik.vísir/vilhelmÞegar hann ræddi um unga íslenska leikmenn er Milos með góð ráð fyrir þá. „Þegar ungir leikmenn fara út þurfa þeir að velja rétta umhverfið. Í mínum augum þá eiga leikmenn sem eru ekki með topp gæði, þá eiga þeir ekki að koma í sænsku B-deildina. Þeir þurfa að fara til Hollands eða Belgíu og læra að spila fótbolta og verða góðir landsliðsmenn.“ „Þeir sem eru mjög góðir þurfa að koma í sænsku B-deildina til dæmis og spila meistaraflokks fótbolta í hárri ákefð. Ef þeir gera það í tvö ár þá er allt opið. Leikmenn í B-deildinni þar fara til Portúgals, Grikklands og í efstu deildirnar í Skandinavíu.“ Þegar Milos var spurður hvort að hann hafi hrifist sérstaklega af einhverjum leikmanni hér heima í sumar lá ekki á svörum. „Eins og allir vita er hinn fullkomni miðjumaður fyrir mig Andri Rafn Yeoman. Yngri leikmennirnir fara alveg á taugum en Brynjólfur í Breiðablik er mjög skemmtilegur og Guðmundur Andri eins og allir vissu og Valgeir í HK. Ungu strákarnir eru að spila mjög vel.“ Þetta afar ítarlega og fróðlega viðtal við Milos má sjá hér að ofan þar sem hann fer meðal annars yfir tímann í Víkingi, hvernig hann vinnur í Svíþjóð og margt, margt fleira.
Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Sjá meira