Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. september 2019 18:58 Varaforseti Bandaríkjanna segir Ísland aldrei mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi en nú. Í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum sé mikilvæg fyrir Bandaríkjamenn að treysta böndin við þjóðir á þessum slóðum. Ekki hefur komið opinberlega fram hjá íslenskum yfirvöldum að Ísland sé búið að hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. Eftir að dagskrá var formlega lokið í Höfða í dag steig varaforsetinn út á tröppur hússins og bjó sig til brottfara til Keflavíkur, á að hans sögn mikilvægan fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. A leið sinni ávarpaði Pence óvænt fjölmiðlamenn.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans við komuna í Keflavík í dag.Vísir/Jóhann K.Styrkja böndin við þjóðir á NorðurslóðumTelur þú að það hafi verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík 2006 og hverjar fyrirætlanir Bandaríkjamanna eru varðandi hernaðarmál á Íslandi? „Bandaríkin eru algerlega staðráðin í að eiga samstarf við Ísland og tryggja að við höfum næg hergögn og mannafla í sambandi við Ísland, sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. „Bandaríkjamenn eru þakklátir fyrir afstöðu Íslendinga þegar þeir höfnuðu fjárfestingum Kínverja til innviðauppbyggingar á Íslandi. Við trúum því sannarlega að það sé nauðsynlegt að við styrkjum tengsl þjóðanna í þessum heimshluta og að Ísland skyldi taka þessa afstöðu var mikilvægt skref sem við fögnum mjög,“ sagði Pence. Hann sagði það enga spurningu að Kínverjar séu í dag mun virkari í efnahags- og viðskiptalega á Norðurslóðum og að Rússar séu einnig að auka hernaðarmátt sinn á þessum slóðum. Því segir hann áríðandi að Bandaríkamenn treysti böndin við þjóðir á þessum slóðum. „Og við segjum við Rússa að við munum verja öryggi okkar og hagsmuni á norðurslóðum. Við munum byggja upp samstarf við þjóðir eins og Íslendinga og öll bandalagsríki okkar á þessu svæði,“ sagði Pence.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans heilsa íslensku sendinefndinni.Vísir/Jóhann K.Hvatti untanríkisráðherra til þess að sniðganga Huawei Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. „Raunveruleikinn er sá að við teljum ekki að það samræmist öryggi frjálsra þjóða, við teljum ekki að það samræmist einkalífi fólks sem nýtur frelsis í löndum eins og Bandaríkjunum og Íslandi. Svo ég hvatti utanríkisráðherrann í dag, eins og ég mun hvetja forsætisráðherrann, til að taka undir með okkur þegar við hvetjum þjóðir þessa bandalags,“ sagði Pence. Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna segir Ísland aldrei mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi en nú. Í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum sé mikilvæg fyrir Bandaríkjamenn að treysta böndin við þjóðir á þessum slóðum. Ekki hefur komið opinberlega fram hjá íslenskum yfirvöldum að Ísland sé búið að hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. Eftir að dagskrá var formlega lokið í Höfða í dag steig varaforsetinn út á tröppur hússins og bjó sig til brottfara til Keflavíkur, á að hans sögn mikilvægan fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. A leið sinni ávarpaði Pence óvænt fjölmiðlamenn.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans við komuna í Keflavík í dag.Vísir/Jóhann K.Styrkja böndin við þjóðir á NorðurslóðumTelur þú að það hafi verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík 2006 og hverjar fyrirætlanir Bandaríkjamanna eru varðandi hernaðarmál á Íslandi? „Bandaríkin eru algerlega staðráðin í að eiga samstarf við Ísland og tryggja að við höfum næg hergögn og mannafla í sambandi við Ísland, sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. „Bandaríkjamenn eru þakklátir fyrir afstöðu Íslendinga þegar þeir höfnuðu fjárfestingum Kínverja til innviðauppbyggingar á Íslandi. Við trúum því sannarlega að það sé nauðsynlegt að við styrkjum tengsl þjóðanna í þessum heimshluta og að Ísland skyldi taka þessa afstöðu var mikilvægt skref sem við fögnum mjög,“ sagði Pence. Hann sagði það enga spurningu að Kínverjar séu í dag mun virkari í efnahags- og viðskiptalega á Norðurslóðum og að Rússar séu einnig að auka hernaðarmátt sinn á þessum slóðum. Því segir hann áríðandi að Bandaríkamenn treysti böndin við þjóðir á þessum slóðum. „Og við segjum við Rússa að við munum verja öryggi okkar og hagsmuni á norðurslóðum. Við munum byggja upp samstarf við þjóðir eins og Íslendinga og öll bandalagsríki okkar á þessu svæði,“ sagði Pence.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans heilsa íslensku sendinefndinni.Vísir/Jóhann K.Hvatti untanríkisráðherra til þess að sniðganga Huawei Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. „Raunveruleikinn er sá að við teljum ekki að það samræmist öryggi frjálsra þjóða, við teljum ekki að það samræmist einkalífi fólks sem nýtur frelsis í löndum eins og Bandaríkjunum og Íslandi. Svo ég hvatti utanríkisráðherrann í dag, eins og ég mun hvetja forsætisráðherrann, til að taka undir með okkur þegar við hvetjum þjóðir þessa bandalags,“ sagði Pence.
Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent