Varar við Rússum og Kínverjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. september 2019 07:30 Pence fundaði með forseta Íslands og utanríkisráðherra í Höfða í gær. Fréttablaðið/ERNIR Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, þakkaði Íslendingum sérstaklega fyrir að hafa ekki þegið aðstoð Kínverja í hinu svokallaða belta- og brautarverkefni sem þeir standa fyrir, á blaðamannafundi eftir heimsókn sína í Höfða í gær. Ljóst er að erindi heimsóknar hans má ekki síst rekja til aukins áhuga Rússa og Kínverja á svæðinu eins og varaforsetinn minntist sjálfur á. Katrín Jakobsdóttir lét þess getið á blaðamannafundi með Pence í gærkvöldi að þátttöku Íslands í umræddu verkefni hefði ekki beinlínis verið hafnað heldur hefði ekki verið opnað á samskipti við Kínverja um það. Þá sagði Katrín Íslendinga hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum á norðurslóðum en Rússum. Gríðarlegur viðbúnaður sérsveitar lögreglunnar var í Reykjavík og nágrenni í gær á vegum viðbragðsaðila og fundu margir fyrir töfum á umferð á meðan á sjö klukkustunda langri heimsókn varaforsetans stóð. Komu Pence, og þá sérstaklega íhaldssömum viðhorfum hans, var víða mótmælt í borginni í gær. Í nágrenni fundarstaðarins Höfða reið Advania á vaðið og dró regnbogafána að húni við höfuðstöðvar sínar. Önnur fyrirtæki og stofnanir fylgdu fordæminu og þegar fundarhöld hófust hafði skjaldborg regnbogafána verið mynduð um Höfða. Tveir voru handteknir vegna fánabrennu í nágrenni Höfða en mótmæli fóru að öðru leyti friðsamlega fram.Fyrirtæki og stofnanir í nágrenninu slógu fjölbreytileikaskjaldborg um Höfða meðan á heimsókn Pence stóð þar í gær. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ fundi sínum með varaforsetanum lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vonum sínum til þess að varaforsetinn fengi að kynnast Íslendingum og þeim gildum sem hér eru í hávegum höfð, eins og frelsi og fjölbreytileika. Pence lýsti áhyggjum Bandaríkjamanna af áhrifum bæði Kínverja og Rússa á norðurheimskautinu. „Það er ekki spurning að Kína er að verða öflugra á norðurheimskautinu, bæði efnahagslega og í hernaðarlegu tilliti,“ sagði Pence og sagði það sama gilda um Rússa. „Núna er tíminn til að styrkja bandalag okkar og okkar samstarf í öryggismálum.“ Þá varaði Pence Íslendinga sérstaklega við kínverska tæknirisanum Huawei. Bandarísk stjórnvöld hafa meðal annars sjálf meinað bandarískum fyrirtækjum og stofnunum að eiga í viðskiptum við tæknirisann. Fyrirtækið kemur meðal annars að uppbyggingu á 5G neti hérlendis og hefur forstjóri fyrirtækisins áður hafnað ásökunum um njósnir í samtali við Fréttablaðið. „Ég hvatti Íslendinga einnig til að taka tillit til vandamálanna sem því fylgja þegar sérhver frjáls þjóð notar tæki frá Huawei. Huawei er kínverskt fyrirtæki sem samkvæmt kínverskum lögum neyðist til að afhenda öll gögn sem það sækir til kínverskra yfirvalda og kommúnistaflokksins,“ sagði Pence. Hann sagðist hafa hvatt utanríkisráðherra Ísland til að taka afstöðu með Bandaríkjunum og hafna umræddri tækni. Inntur eftir því hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006 svaraði Pence því ekki beint. Hann sagðist hins vegar myndu spjalla við starfsfólk á herstöðinni og greina Donald Trump Bandaríkjaforseta frá gangi mála. Þá sagðist hann ætla að ræða herstöðina frekar við forsætisráðherra. Sjálf hafði Katrín Jakobsdóttir ekki síður áhuga á að ræða hinsegin- og jafnréttismál á fundi þeirra. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, þakkaði Íslendingum sérstaklega fyrir að hafa ekki þegið aðstoð Kínverja í hinu svokallaða belta- og brautarverkefni sem þeir standa fyrir, á blaðamannafundi eftir heimsókn sína í Höfða í gær. Ljóst er að erindi heimsóknar hans má ekki síst rekja til aukins áhuga Rússa og Kínverja á svæðinu eins og varaforsetinn minntist sjálfur á. Katrín Jakobsdóttir lét þess getið á blaðamannafundi með Pence í gærkvöldi að þátttöku Íslands í umræddu verkefni hefði ekki beinlínis verið hafnað heldur hefði ekki verið opnað á samskipti við Kínverja um það. Þá sagði Katrín Íslendinga hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum á norðurslóðum en Rússum. Gríðarlegur viðbúnaður sérsveitar lögreglunnar var í Reykjavík og nágrenni í gær á vegum viðbragðsaðila og fundu margir fyrir töfum á umferð á meðan á sjö klukkustunda langri heimsókn varaforsetans stóð. Komu Pence, og þá sérstaklega íhaldssömum viðhorfum hans, var víða mótmælt í borginni í gær. Í nágrenni fundarstaðarins Höfða reið Advania á vaðið og dró regnbogafána að húni við höfuðstöðvar sínar. Önnur fyrirtæki og stofnanir fylgdu fordæminu og þegar fundarhöld hófust hafði skjaldborg regnbogafána verið mynduð um Höfða. Tveir voru handteknir vegna fánabrennu í nágrenni Höfða en mótmæli fóru að öðru leyti friðsamlega fram.Fyrirtæki og stofnanir í nágrenninu slógu fjölbreytileikaskjaldborg um Höfða meðan á heimsókn Pence stóð þar í gær. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ fundi sínum með varaforsetanum lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vonum sínum til þess að varaforsetinn fengi að kynnast Íslendingum og þeim gildum sem hér eru í hávegum höfð, eins og frelsi og fjölbreytileika. Pence lýsti áhyggjum Bandaríkjamanna af áhrifum bæði Kínverja og Rússa á norðurheimskautinu. „Það er ekki spurning að Kína er að verða öflugra á norðurheimskautinu, bæði efnahagslega og í hernaðarlegu tilliti,“ sagði Pence og sagði það sama gilda um Rússa. „Núna er tíminn til að styrkja bandalag okkar og okkar samstarf í öryggismálum.“ Þá varaði Pence Íslendinga sérstaklega við kínverska tæknirisanum Huawei. Bandarísk stjórnvöld hafa meðal annars sjálf meinað bandarískum fyrirtækjum og stofnunum að eiga í viðskiptum við tæknirisann. Fyrirtækið kemur meðal annars að uppbyggingu á 5G neti hérlendis og hefur forstjóri fyrirtækisins áður hafnað ásökunum um njósnir í samtali við Fréttablaðið. „Ég hvatti Íslendinga einnig til að taka tillit til vandamálanna sem því fylgja þegar sérhver frjáls þjóð notar tæki frá Huawei. Huawei er kínverskt fyrirtæki sem samkvæmt kínverskum lögum neyðist til að afhenda öll gögn sem það sækir til kínverskra yfirvalda og kommúnistaflokksins,“ sagði Pence. Hann sagðist hafa hvatt utanríkisráðherra Ísland til að taka afstöðu með Bandaríkjunum og hafna umræddri tækni. Inntur eftir því hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006 svaraði Pence því ekki beint. Hann sagðist hins vegar myndu spjalla við starfsfólk á herstöðinni og greina Donald Trump Bandaríkjaforseta frá gangi mála. Þá sagðist hann ætla að ræða herstöðina frekar við forsætisráðherra. Sjálf hafði Katrín Jakobsdóttir ekki síður áhuga á að ræða hinsegin- og jafnréttismál á fundi þeirra.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira