Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2019 14:45 Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. Vísir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands sé enn ein vísbendingin um að stórveldakapphlaupið sé farið af stað á ný. Smáríki á borð við Ísland séu ekkert nema peð á því taflborði. Heimsveldi á borð við Rússland, Bandaríkin og Kína muni ekki veigra sér við að skáka Íslandi fram og til baka sér í hag. „Þetta var bara mjög áhugaverð heimsókn fyrir svo margra hluta sakir en það er ekki ljóst hvaða þýðingu hún hefur á þessari stundu. Og ég er ekkert viss um að neinn á Íslandi viti nákvæmlega hvað þetta merkir,“ segir Eiríkur sem var fenginn til að greina stöðuna. Hann segir að heimsóknin sé einnig afleiðing þess að Trump-stjórnin hefði dregið saman seglin í alþjóðastofnunum. Bandaríkin vilji nú fremur hafa áhrif með beinum hætti á einstaka lönd í staðinn fyrir að binda samstarfið stofnunum líkt og verið hefur undanfarinn rúman áratug. „Þetta er stórveldakapphlaup, það er komið af stað aftur og þá erum við bara lítið peð á því taflborði og menn munu reyna að skáka okkur fram og til baka sér í hag. Enn það eru engir tilteknir leikir sem maður sér í augnablikinu samt.“En erum við einhvers vísari eftir heimsóknina?„Við lærðum náttúrulega það að Bandaríkjamenn vita ekkert um Ísland. Þeir vita til dæmis ekkert um tengsl okkar við Kína eins og kom bersýnilega í ljós. Þetta er bara dæmi um það að Bandaríkin og önnur þessara stórvelda þau eru ekkert endilega að leggja sig fram við að skilja fínni blæbrigði hjá smærri þjóðum,“ segir Eiríkur og vísar til ummæla Pence um að Ísland hefði afþakkað samstarf við Kína um innviða- og fjárfestingaverkefnið Belti og braut sem er sannarlega ekki raunin. Spurður hversu langt Bandaríkjamenn geti teygt sig án þess að fara út fyrir ramma varnarsamningsins segir Eiríkur að það sé ekki gott að segja. „Það er mjög erfitt að átta sig á því í dag hvað þessi varnarsamningur merkir núorðið. Það fer auðvitað eftir þeim skuldbindingum sem viðsemjendur telja sig bundna af og það er alltaf háð einhverjum túlkunum,“ útskýrir Eiríkur. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands sé enn ein vísbendingin um að stórveldakapphlaupið sé farið af stað á ný. Smáríki á borð við Ísland séu ekkert nema peð á því taflborði. Heimsveldi á borð við Rússland, Bandaríkin og Kína muni ekki veigra sér við að skáka Íslandi fram og til baka sér í hag. „Þetta var bara mjög áhugaverð heimsókn fyrir svo margra hluta sakir en það er ekki ljóst hvaða þýðingu hún hefur á þessari stundu. Og ég er ekkert viss um að neinn á Íslandi viti nákvæmlega hvað þetta merkir,“ segir Eiríkur sem var fenginn til að greina stöðuna. Hann segir að heimsóknin sé einnig afleiðing þess að Trump-stjórnin hefði dregið saman seglin í alþjóðastofnunum. Bandaríkin vilji nú fremur hafa áhrif með beinum hætti á einstaka lönd í staðinn fyrir að binda samstarfið stofnunum líkt og verið hefur undanfarinn rúman áratug. „Þetta er stórveldakapphlaup, það er komið af stað aftur og þá erum við bara lítið peð á því taflborði og menn munu reyna að skáka okkur fram og til baka sér í hag. Enn það eru engir tilteknir leikir sem maður sér í augnablikinu samt.“En erum við einhvers vísari eftir heimsóknina?„Við lærðum náttúrulega það að Bandaríkjamenn vita ekkert um Ísland. Þeir vita til dæmis ekkert um tengsl okkar við Kína eins og kom bersýnilega í ljós. Þetta er bara dæmi um það að Bandaríkin og önnur þessara stórvelda þau eru ekkert endilega að leggja sig fram við að skilja fínni blæbrigði hjá smærri þjóðum,“ segir Eiríkur og vísar til ummæla Pence um að Ísland hefði afþakkað samstarf við Kína um innviða- og fjárfestingaverkefnið Belti og braut sem er sannarlega ekki raunin. Spurður hversu langt Bandaríkjamenn geti teygt sig án þess að fara út fyrir ramma varnarsamningsins segir Eiríkur að það sé ekki gott að segja. „Það er mjög erfitt að átta sig á því í dag hvað þessi varnarsamningur merkir núorðið. Það fer auðvitað eftir þeim skuldbindingum sem viðsemjendur telja sig bundna af og það er alltaf háð einhverjum túlkunum,“ útskýrir Eiríkur.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07
Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58