Þyrla og flugvél sóttu bráðveikan skipverja úti fyrir Langanesi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 21:31 TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunna. Mynd/landhelgisgæslan Um hádegisbil í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð vegna bráðveiks skipverja á línuskipi sem statt var um 15 sjómílur út af Langanesi. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út sem og liðsmenn björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði sem héldu til móts við skipið á björgunarskipinu Sveinbirni Sveinssyni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Sjúkraflugvél Mýflugs var sömuleiðis kölluð út og beðin um að halda á Þórshöfn. Klukkan 14:47 var þyrla Landhelgisgæslunnar komin að skipinu. Sigmaður og læknir fóru um borð og í kjölfarið var sjúklingurinn hífður upp í þyrluna af stefni skipsins. Þegar hífingum var lokið var rakleiðis haldið á Þórshöfn þar sem sjúkraflugvél Mýflugs beið og flutti sjúklinginn til Reykjavíkur. Á heimleiðinni óskaði lögreglan á Suðurlandi eftir aðstoð áhafnar þyrlunnar vegna göngumanns sem hafði örmagnast í grennd við Morinsheiði. Þegar TF-GRO var skammt frá göngumanninum var útkallið afturkallað þar sem björgunarsveitarmenn voru komnir að manninum og fylgdu honum niður í Bása. Þyrlan lenti aftur í Reykjavík klukkan 18:10. Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Um hádegisbil í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð vegna bráðveiks skipverja á línuskipi sem statt var um 15 sjómílur út af Langanesi. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út sem og liðsmenn björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði sem héldu til móts við skipið á björgunarskipinu Sveinbirni Sveinssyni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Sjúkraflugvél Mýflugs var sömuleiðis kölluð út og beðin um að halda á Þórshöfn. Klukkan 14:47 var þyrla Landhelgisgæslunnar komin að skipinu. Sigmaður og læknir fóru um borð og í kjölfarið var sjúklingurinn hífður upp í þyrluna af stefni skipsins. Þegar hífingum var lokið var rakleiðis haldið á Þórshöfn þar sem sjúkraflugvél Mýflugs beið og flutti sjúklinginn til Reykjavíkur. Á heimleiðinni óskaði lögreglan á Suðurlandi eftir aðstoð áhafnar þyrlunnar vegna göngumanns sem hafði örmagnast í grennd við Morinsheiði. Þegar TF-GRO var skammt frá göngumanninum var útkallið afturkallað þar sem björgunarsveitarmenn voru komnir að manninum og fylgdu honum niður í Bása. Þyrlan lenti aftur í Reykjavík klukkan 18:10.
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira