Menntun svarar stafrænu byltingunni Lilja Alfreðsdóttir skrifar 6. september 2019 07:00 Stafræna byltingin hefur áhrif á daglegt líf okkar allra. Miklu af þeirri þjónustu sem við áður sóttum til fyrirtækja eða opinberra aðila sinnum við nú sjálf í gegnum snjallsíma. Sjálfvirknivæðingin, sýndarveruleikinn og gervigreindin eru komin til að vera og eru að umbylta landslagi menntunar og vinnumarkaðar. Í gegnum tíðina hafa falist mörg tækifæri fyrir Ísland í tæknibyltingum. Við höfum séð vinnumarkaðinn gjörbreytast á stuttum tíma og menntun verður að mæta þessum nýju og spennandi tímum. Meðal mikilvægustu verkfæra unga fólksins okkar, sem móta munu framtíð samfélagsins, eru samvinnuhæfni, frumkvæði, skapandi hugsun og það að geta unnið með upplýsingar og tækni á fjölbreyttan hátt. Fjórða iðnbyltingin krefur okkur með sínum öru samfélags- og tæknibreytingum um nýja nálgun á ýmis kerfi, þar með talið menntun og starfsþjálfun af öllu tagi. Sem dæmi um gott viðbragð við breyttum tímum er nýtt nám sem hófst við Verzlunarskóla Íslands nú í haust. Það ber yfirskriftina „Stafræn viðskiptalína“ og er skipulagt í góðu samstarfi við atvinnulífið, meðal annars í gegnum SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu. Markmið námsins er að mæta nýjum þörfum atvinnulífsins en sérstaða námsins er meðal annars fólgin í áföngum sem tengjast stafrænum lausnum, greiningu á gögnum og notagildi samfélagsmiðla. Þá fer hluti námsins fram í starfsnámi sem útfært verður í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Þegar ég heimsótti nemendur á þessari nýju braut í vikunni spurði ég þá af hverju þetta nám hefði orðið fyrir valinu. Svörin voru margvísleg en eitt stóð upp úr: „Við vitum hversu mikilvægt það er að við höfum góðan skilning á forritun, bæði til að skilja samfélagið og hvað bíður okkar.“ Ég fagna nýjungum í menntun á Íslandi og sérstaklega þeim sem miða að því að mæta þörfum framtíðarinnar og efla tengsl menntakerfisins við samfélagið. Ég óska Verzlunarskólanum og Samtökum verslunar og þjónustu til hamingju með þennan áfanga og nýja námið.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Stafræna byltingin hefur áhrif á daglegt líf okkar allra. Miklu af þeirri þjónustu sem við áður sóttum til fyrirtækja eða opinberra aðila sinnum við nú sjálf í gegnum snjallsíma. Sjálfvirknivæðingin, sýndarveruleikinn og gervigreindin eru komin til að vera og eru að umbylta landslagi menntunar og vinnumarkaðar. Í gegnum tíðina hafa falist mörg tækifæri fyrir Ísland í tæknibyltingum. Við höfum séð vinnumarkaðinn gjörbreytast á stuttum tíma og menntun verður að mæta þessum nýju og spennandi tímum. Meðal mikilvægustu verkfæra unga fólksins okkar, sem móta munu framtíð samfélagsins, eru samvinnuhæfni, frumkvæði, skapandi hugsun og það að geta unnið með upplýsingar og tækni á fjölbreyttan hátt. Fjórða iðnbyltingin krefur okkur með sínum öru samfélags- og tæknibreytingum um nýja nálgun á ýmis kerfi, þar með talið menntun og starfsþjálfun af öllu tagi. Sem dæmi um gott viðbragð við breyttum tímum er nýtt nám sem hófst við Verzlunarskóla Íslands nú í haust. Það ber yfirskriftina „Stafræn viðskiptalína“ og er skipulagt í góðu samstarfi við atvinnulífið, meðal annars í gegnum SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu. Markmið námsins er að mæta nýjum þörfum atvinnulífsins en sérstaða námsins er meðal annars fólgin í áföngum sem tengjast stafrænum lausnum, greiningu á gögnum og notagildi samfélagsmiðla. Þá fer hluti námsins fram í starfsnámi sem útfært verður í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Þegar ég heimsótti nemendur á þessari nýju braut í vikunni spurði ég þá af hverju þetta nám hefði orðið fyrir valinu. Svörin voru margvísleg en eitt stóð upp úr: „Við vitum hversu mikilvægt það er að við höfum góðan skilning á forritun, bæði til að skilja samfélagið og hvað bíður okkar.“ Ég fagna nýjungum í menntun á Íslandi og sérstaklega þeim sem miða að því að mæta þörfum framtíðarinnar og efla tengsl menntakerfisins við samfélagið. Ég óska Verzlunarskólanum og Samtökum verslunar og þjónustu til hamingju með þennan áfanga og nýja námið.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun