Ferðuðust hringinn á rafmagni einu saman Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. september 2019 06:15 Hjónin segja ferðalagið á rafmagnsbílnum hafa gengið vel. „Við vorum á leiðinni í brúðkaup hjá vinum okkar á Seyðisfirði og ákváðum um leið og við fengum boð í brúðkaupið að gera úr því gott ferðalag og keyra á staðinn,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hún keyrði ásamt eiginmanni sínum, Loga Bergmanni Eiðssyni, hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl um síðastliðna helgi. „Okkur finnst rosalega gaman að keyra saman og ætluðum að keyra þetta á bensínbíl því rafmagnsbíllinn sem við áttum var ekki með mjög mikið drægi,“ segir Svanhildur. „Það stóð alltaf til að kaupa langdrægari bíl og svo kom hann bara í tæka tíð fyrir brúðkaupið og við hugsuðum með okkur að nú létum við vaða,“ bætir hún við. „Ég hef þjáðst af því sem ég kalla drægiskvíða, er alltaf hrædd um að það sé ekki nægilega mikil hleðsla á bílnum,“ segir Svanhildur og hlær. „Með þessu ferðalagi langaði okkur að athuga hvort hægt væri að hemja drægiskvíðann og hvort það væri raunhæft að eiga bara rafmagnsbíl.“ Svanhildur segir að ferðalagið hafi verið mun minna mál en hún átti von á. Hjónin lentu aldrei í því að þurfa að bíða eftir plássi við hleðslustöðvarnar og nýttu þau tímann í göngutúra og heilsuðu upp á fjölskyldu og vini víðsvegar um landið. „Þetta var miklu minna vesen en ég átti von á. Í stuttu málið sagt þá er það eiginlega þannig að allavega fyrir okkur á þessum árstíma þá var þetta ekkert mál, en ég sé alveg fyrir mér að ef það væri meiri umferð og fleiri rafbílar á götunum þá gæti þetta verið aðeins meira vesen, meiri bið í hleðslustöðvarnar til dæmis,“ segir Svanhildur. „Við notuðum tímann þegar bíllinn var í hleðslu til þess að fara í göngutúra, borða góðan mat og hitta vini og fjölskyldu. Maður gerir það ekkert þegar maður tekur bensín, þá bara hoppar maður inn pissar, kaupir kaffi og heldur svo aftur af stað,“ segir hún. Svanhildur segist skilja það vel að ekki sé á allra valdi að ferðast á rafmagnsbíl en á sama tíma hvetur hún þá sem hafa tækifæri til þess að skoða kosti þess. „Maður þarf einhvern veginn að fara að venja sig við þær breytingar sem fram undan eru. Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin til dæmis þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030 og ég myndi segja að það væri til mikils að vinna að nota bara okkar eigin orku og menga eins lítið og maður getur,“ segir hún. „Við gerðum allt eins og við værum á bensínbíl. Við héldum sama meðalhraða, við notuðum miðstöðina, útvarpið og allar græjur þannig að maður getur haft það alveg jafn gott á meðan maður er að keyra en það er bæði ódýrara og mengar minna,“ segir Svanhildur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
„Við vorum á leiðinni í brúðkaup hjá vinum okkar á Seyðisfirði og ákváðum um leið og við fengum boð í brúðkaupið að gera úr því gott ferðalag og keyra á staðinn,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hún keyrði ásamt eiginmanni sínum, Loga Bergmanni Eiðssyni, hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl um síðastliðna helgi. „Okkur finnst rosalega gaman að keyra saman og ætluðum að keyra þetta á bensínbíl því rafmagnsbíllinn sem við áttum var ekki með mjög mikið drægi,“ segir Svanhildur. „Það stóð alltaf til að kaupa langdrægari bíl og svo kom hann bara í tæka tíð fyrir brúðkaupið og við hugsuðum með okkur að nú létum við vaða,“ bætir hún við. „Ég hef þjáðst af því sem ég kalla drægiskvíða, er alltaf hrædd um að það sé ekki nægilega mikil hleðsla á bílnum,“ segir Svanhildur og hlær. „Með þessu ferðalagi langaði okkur að athuga hvort hægt væri að hemja drægiskvíðann og hvort það væri raunhæft að eiga bara rafmagnsbíl.“ Svanhildur segir að ferðalagið hafi verið mun minna mál en hún átti von á. Hjónin lentu aldrei í því að þurfa að bíða eftir plássi við hleðslustöðvarnar og nýttu þau tímann í göngutúra og heilsuðu upp á fjölskyldu og vini víðsvegar um landið. „Þetta var miklu minna vesen en ég átti von á. Í stuttu málið sagt þá er það eiginlega þannig að allavega fyrir okkur á þessum árstíma þá var þetta ekkert mál, en ég sé alveg fyrir mér að ef það væri meiri umferð og fleiri rafbílar á götunum þá gæti þetta verið aðeins meira vesen, meiri bið í hleðslustöðvarnar til dæmis,“ segir Svanhildur. „Við notuðum tímann þegar bíllinn var í hleðslu til þess að fara í göngutúra, borða góðan mat og hitta vini og fjölskyldu. Maður gerir það ekkert þegar maður tekur bensín, þá bara hoppar maður inn pissar, kaupir kaffi og heldur svo aftur af stað,“ segir hún. Svanhildur segist skilja það vel að ekki sé á allra valdi að ferðast á rafmagnsbíl en á sama tíma hvetur hún þá sem hafa tækifæri til þess að skoða kosti þess. „Maður þarf einhvern veginn að fara að venja sig við þær breytingar sem fram undan eru. Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin til dæmis þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030 og ég myndi segja að það væri til mikils að vinna að nota bara okkar eigin orku og menga eins lítið og maður getur,“ segir hún. „Við gerðum allt eins og við værum á bensínbíl. Við héldum sama meðalhraða, við notuðum miðstöðina, útvarpið og allar græjur þannig að maður getur haft það alveg jafn gott á meðan maður er að keyra en það er bæði ódýrara og mengar minna,“ segir Svanhildur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira