Serena Williams frábær og komin í enn einn úrslitaleikinn á risamóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 09:30 Serena Williams eftir sigurinn í nótt. Getty/Tim Clayton Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams fær tækifæri til að vinna sinn 24. risatitil á morgun þegar hún spilar til úrslita á Opna bandaríska meistaramótinu í New York. Serena Williams spilaði frábærlega í undanúrslitaleik sínum á móti Elinu Svitolina frá Úkraínu og vann settin 6-3 og 6-1. Willams hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið sex sinnum á ferlinum en hún mætir 19 ára kanadískri stúlku, Bianca Andreescu, í úrslitaleiknum í ár. Willams er 37 ára eða átján árum eldri.The women's singles final is set! Who is your pick to lift the ? #USOpenpic.twitter.com/CwsoEOZhee — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Bianca Andreescu vann 7-6 (7-3) 7-5 sigur á Svisslendingnum Belinda Bencic í sínum úrslitaleik og vann þar fimm síðustu stigin í lokasettinu. Bianca Andreescu er að keppa í aðalkeppni Opna bandaríska meistaramótsins í fyrsta sinn og þetta er aðeins hennar fjórða risamót á ferlinum. Andreescu fæddist níu mánuðum eftir að Serena Williams vann sinn fyrsta titil á Opna bandaríska meistaramótinu árið 1999. Serena Williams er enn að reyna að vinna sitt fyrsta risamót síðan að hún eignaðist barn í september 2017. Hún getur með sigri unnið sinn 24. risatitil á ferlinum og jafnað um leið met hinnar áströlsku Margaret Court sem vann 24 risatitla frá 1960 til 1973.Simply Serena. How @serenawilliams booked her spot in a 10th #USOpen final... pic.twitter.com/Flmye0G0ZW — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Serena Williams hefur komist þrisvar sinnum í úrslitaleik á risamóti síðan að hún eignaðist dótturina Olympia fyrir tveimur árum þar á meðal tvö ár í röð á Wimbledon og á Opna bandaríska mótinu í fyrra. Hún hefur hins vegar tapað öllum þremur leikjunum. Það er ekki langt síðan að þetta leit ekki alltof vel út hjá Serenu Williams því hún var að glíma við meiðsli og ekki líkleg til afreka. Hin bandaríska hefur aftur á móti spilað frábærlega í New York síðustu daga og fær nú enn á ný tækifæri til að verða sú sigursælasta frá upphafi. Tennis Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams fær tækifæri til að vinna sinn 24. risatitil á morgun þegar hún spilar til úrslita á Opna bandaríska meistaramótinu í New York. Serena Williams spilaði frábærlega í undanúrslitaleik sínum á móti Elinu Svitolina frá Úkraínu og vann settin 6-3 og 6-1. Willams hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið sex sinnum á ferlinum en hún mætir 19 ára kanadískri stúlku, Bianca Andreescu, í úrslitaleiknum í ár. Willams er 37 ára eða átján árum eldri.The women's singles final is set! Who is your pick to lift the ? #USOpenpic.twitter.com/CwsoEOZhee — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Bianca Andreescu vann 7-6 (7-3) 7-5 sigur á Svisslendingnum Belinda Bencic í sínum úrslitaleik og vann þar fimm síðustu stigin í lokasettinu. Bianca Andreescu er að keppa í aðalkeppni Opna bandaríska meistaramótsins í fyrsta sinn og þetta er aðeins hennar fjórða risamót á ferlinum. Andreescu fæddist níu mánuðum eftir að Serena Williams vann sinn fyrsta titil á Opna bandaríska meistaramótinu árið 1999. Serena Williams er enn að reyna að vinna sitt fyrsta risamót síðan að hún eignaðist barn í september 2017. Hún getur með sigri unnið sinn 24. risatitil á ferlinum og jafnað um leið met hinnar áströlsku Margaret Court sem vann 24 risatitla frá 1960 til 1973.Simply Serena. How @serenawilliams booked her spot in a 10th #USOpen final... pic.twitter.com/Flmye0G0ZW — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2019 Serena Williams hefur komist þrisvar sinnum í úrslitaleik á risamóti síðan að hún eignaðist dótturina Olympia fyrir tveimur árum þar á meðal tvö ár í röð á Wimbledon og á Opna bandaríska mótinu í fyrra. Hún hefur hins vegar tapað öllum þremur leikjunum. Það er ekki langt síðan að þetta leit ekki alltof vel út hjá Serenu Williams því hún var að glíma við meiðsli og ekki líkleg til afreka. Hin bandaríska hefur aftur á móti spilað frábærlega í New York síðustu daga og fær nú enn á ný tækifæri til að verða sú sigursælasta frá upphafi.
Tennis Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira