WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2019 12:32 Michelle Ballarin á blaðamannafundinum á Hótel Sögu í gær. Skjáskot/Vísir Nýja flugfélagið sem á að reka undir merkjum WOW air hefur ekki fengið lendingartíma í Keflavík. Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar í samstarfi við Dulles-flugvöll í Washington, þar sem félagið verður með höfuðstöðvar. Michelle Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates, greindi í gær frá því að daglegt flug milli Keflavíkur og Washington hjá nýju félagi sem rekið verður undir merkjum WOW air muni hefjast í næsta mánuði. Naumur tími er til stefnu, eða í mesta lagi átta vikur. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia er félagið ekki komið með fasta lendingartíma í Keflavík. „Við hjá Isavia höfum ekki fengið formlegar upplýsingar um fyrirætlanir þessa nýja félags en við gleðjumst að sjálfsögðu yfir áformum félaga sem vilja koma til Keflavíkurflugvallar og fljúga til og frá vellinum.“Farþegar munu koma til með að berja fjólubláar vélar WOW Air augum á ný í október, ef áætlanir Ballarin ganga eftir.Vísir/VilhelmDanska félagið Airport Coordination sér raunar um að útdeila lendingartímum í Keflavík og fara umsóknir um slíkt í gegnum þá, sem láta Isavia síðan vita.Þannig að þetta getur gerst með stuttum fyrirvara?„Mögulega.“ Eftir blaðamannafund Ballarin í gær leitaði Túristi svara hjá Dulles-flugvelli í Washington, þaðan sem nýja félagið mun fljúga. Í svarinu segir að fulltrúar vallarins hafi átt einn fund með Ballerin og viðskiptafélögum varðandi flugþjónustu á flugvellinum. Sá hafi farið fram í síðasta mánuði en núna væru ekki nein flug á vegum nýja WOW air á dagskrá og að ekki væri hægt að tilkynna um nýjar flugleiðir. Aðspurður um stöðu viðræðna um lendingartíma segir Páll Ágúst Ólafsson, lögamður Ballerin, að flug verði hafið í október og að unnið sé út frá tveimur dagsetningum fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar. Hann bendir á að félagið US Aerospace Associates, og þar með nýja WOW, sé með höfuðstöðvar á Dulles-flugvelli, og að fyrirætlanir þeirra verði tilkynntar síðar í samstarfi við völlinn. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Nýja flugfélagið sem á að reka undir merkjum WOW air hefur ekki fengið lendingartíma í Keflavík. Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar í samstarfi við Dulles-flugvöll í Washington, þar sem félagið verður með höfuðstöðvar. Michelle Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates, greindi í gær frá því að daglegt flug milli Keflavíkur og Washington hjá nýju félagi sem rekið verður undir merkjum WOW air muni hefjast í næsta mánuði. Naumur tími er til stefnu, eða í mesta lagi átta vikur. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia er félagið ekki komið með fasta lendingartíma í Keflavík. „Við hjá Isavia höfum ekki fengið formlegar upplýsingar um fyrirætlanir þessa nýja félags en við gleðjumst að sjálfsögðu yfir áformum félaga sem vilja koma til Keflavíkurflugvallar og fljúga til og frá vellinum.“Farþegar munu koma til með að berja fjólubláar vélar WOW Air augum á ný í október, ef áætlanir Ballarin ganga eftir.Vísir/VilhelmDanska félagið Airport Coordination sér raunar um að útdeila lendingartímum í Keflavík og fara umsóknir um slíkt í gegnum þá, sem láta Isavia síðan vita.Þannig að þetta getur gerst með stuttum fyrirvara?„Mögulega.“ Eftir blaðamannafund Ballarin í gær leitaði Túristi svara hjá Dulles-flugvelli í Washington, þaðan sem nýja félagið mun fljúga. Í svarinu segir að fulltrúar vallarins hafi átt einn fund með Ballerin og viðskiptafélögum varðandi flugþjónustu á flugvellinum. Sá hafi farið fram í síðasta mánuði en núna væru ekki nein flug á vegum nýja WOW air á dagskrá og að ekki væri hægt að tilkynna um nýjar flugleiðir. Aðspurður um stöðu viðræðna um lendingartíma segir Páll Ágúst Ólafsson, lögamður Ballerin, að flug verði hafið í október og að unnið sé út frá tveimur dagsetningum fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar. Hann bendir á að félagið US Aerospace Associates, og þar með nýja WOW, sé með höfuðstöðvar á Dulles-flugvelli, og að fyrirætlanir þeirra verði tilkynntar síðar í samstarfi við völlinn.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Trú Ballarin mun hafa áhrif á stjórnarhætti WOW Air Búið er að greiða helming kaupverðs og hinn helmingurinn verður greiddur í næstu viku þegar tæknideild USAerospace verður búin að staðfesta að allur búnaður sé í lagi. 6. september 2019 20:49
Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33
Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00