Vilja komast í sjóinn í dag Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 13:06 Sundkonurnar í Marglyttunum voru svekktar yfir að geta ekki lagt af stað í Ermasundið vegna veðurs. Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. Marglytturnar ætluðu að nýta sér veðurglugga í nótt fyrir boðsund yfir Ermasundið. Ótalmargt þarf að ganga upp líkt og hagstæðir vindar, straumar, ölduhæð og tími flóðs og fjöru. Skipstjóri eftirlitsbáts þeirra taldi aðstæður ekki nógu góðar og ákvað því að fresta förinni að sögn Soffíu Sigurgeirsdóttur, skupuleggjanda. „Við erum að tala um alveg þrettán metra á sekúndu, þá fyrstu fyrstu fjóra til fimm tímana í sundinu og þeim fannst það ekki ganga upp. Ölduhæðin var það mikil og straumar það harðir að þeir treystu sér í raun ekki til að fylgja stefnu og vera við hliðina á sundamanninum," segir Soffía. Ermarsundið hefur verið kallað „Mount Everest sjósundfólks". Leiðin er um 34 kílómetrar; milli borganna Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Margir synda þó í reynd jafnvel tvöfalt lengra vegna harðra strauma. Áætlaður sundtími 16 til 18 klukkustundir en hver og ein marglytta syndir klukkustund í einu. Í nótt hafði öllu verið pakkað, mat, sjóveikisplástrum og auka sundfötum og því voru þær svekktar þegar sundið var blásið af. „Þrátt fyrir vindinn sem mætti okkur þarna á höfninni vildu þær fara af stað," segir Soffía. Kukkan þrjú í dag að íslenskum tíma verður fundað um stöðuna. Séu aðstæður góðar verður lagt af stað. „Í rauninni mætum við bara eins og við séum að leggja af stað með allt dótið og þá verður bara tekin ákvörðun." Ef það gengur ekki upp er spáin góð á þriðjudag. Marglytturnar viilja þó ólmar komast af stað í dag. „Þó að það sé verið að synda yfir nóttina og í myrkri, af því það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á veðurskilyrðin hérna. Við erum bara vogóðar um að fá leyfi til að leggja af stað seinnipartinn í dag," segir Soffía. Sjósund Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Sundkonur í Marglyttunum, sem ætla að synda yfir Ermasundið, vonast til að geta lagt af stað síðdegis í dag. Skipuleggjandi segir að Marglytturnar hafi verið mjög svekktar þegar sundið var flautað af í nótt vegna veðurs. Þær hafi ólmar viljað komast í sjóinn þrátt fyrir að sterkur vindur hafi tekið á móti þeim á höfninni. Marglytturnar ætluðu að nýta sér veðurglugga í nótt fyrir boðsund yfir Ermasundið. Ótalmargt þarf að ganga upp líkt og hagstæðir vindar, straumar, ölduhæð og tími flóðs og fjöru. Skipstjóri eftirlitsbáts þeirra taldi aðstæður ekki nógu góðar og ákvað því að fresta förinni að sögn Soffíu Sigurgeirsdóttur, skupuleggjanda. „Við erum að tala um alveg þrettán metra á sekúndu, þá fyrstu fyrstu fjóra til fimm tímana í sundinu og þeim fannst það ekki ganga upp. Ölduhæðin var það mikil og straumar það harðir að þeir treystu sér í raun ekki til að fylgja stefnu og vera við hliðina á sundamanninum," segir Soffía. Ermarsundið hefur verið kallað „Mount Everest sjósundfólks". Leiðin er um 34 kílómetrar; milli borganna Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Margir synda þó í reynd jafnvel tvöfalt lengra vegna harðra strauma. Áætlaður sundtími 16 til 18 klukkustundir en hver og ein marglytta syndir klukkustund í einu. Í nótt hafði öllu verið pakkað, mat, sjóveikisplástrum og auka sundfötum og því voru þær svekktar þegar sundið var blásið af. „Þrátt fyrir vindinn sem mætti okkur þarna á höfninni vildu þær fara af stað," segir Soffía. Kukkan þrjú í dag að íslenskum tíma verður fundað um stöðuna. Séu aðstæður góðar verður lagt af stað. „Í rauninni mætum við bara eins og við séum að leggja af stað með allt dótið og þá verður bara tekin ákvörðun." Ef það gengur ekki upp er spáin góð á þriðjudag. Marglytturnar viilja þó ólmar komast af stað í dag. „Þó að það sé verið að synda yfir nóttina og í myrkri, af því það eru svo margir þættir sem hafa áhrif á veðurskilyrðin hérna. Við erum bara vogóðar um að fá leyfi til að leggja af stað seinnipartinn í dag," segir Soffía.
Sjósund Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira