Indland Davíð Stefánsson skrifar 9. september 2019 07:00 Ýmsir erlendir ráðamenn hafa heimsótt Ísland á síðustu vikum. Þar má nefna Angelu Merkel Þýskalandskanslara, forsætisráðherra Norðurlanda, Vladímír Títov, varautanríkisráðherra Rússlands, og nú síðast Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Í þessari viku bætist við enn ein heimsóknin sem er ekki síður áhugaverð. Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, kemur í dag í opinbera heimsókn. Hann mun meðal annars funda með forseta Íslands og heimsækja íslensk fyrirtæki. Með honum er 36 manna viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum indverskra fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Indland er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Þar er ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Á síðustu árum hefur þetta þrettán hundruð milljón manna ríki, fjölmennasta lýðræðisríki heims, gengið í gegnum gríðarlegar samfélagsbreytingar og hagvöxt. Indland er ríki samfélagsandstæðna og breytinga. Það segir sína sögu að Kovind forseti tilheyrir 200 milljón manna stétt Dalíta sem til skamms tíma voru taldir til neðsta þreps hins forna indverska stéttakerfis og nutu minni réttinda en efri stéttir. Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum horfa nú til Indlands og aukinnar kaupgetu millistéttar landsins, alls um þrjú til fjögur hundruð milljónir manna og myndar einn stærsta neytendamarkað heims. Indverskir milljónamæringar eru um 200.000 og fer fjölgandi. Á síðustu árum hefur indverskt viðskiptaumhverfi verið opnað æ meir fyrir alþjóðaviðskiptum. Í því skyni hafa stjórnvöld einfaldað reglugerðir og skattakerfi og aukið vernd fyrir fjárfestingar. Breska tímaritið Economist áætlar að árið 2031 verði Indland þriðja stærsta hagkerfi heims, stutt af tilfærslu atvinnu milljóna manna frá dreifbýli til þéttbýlis. Hætt er við að gríðarlegar samfélagsbreytingar og misskipting auðs leiði til félagslegrar og pólitískrar spennu. Vaxandi efnahagslegur máttur muni gera Indland að áhrifamiklu alþjóðlegu afli sem finni sér samleið með hagsmunum Bandaríkjanna og Japan. Á næsta áratug er einnig líklegt að samkeppni við Kína um áhrif í Suður-Asíu muni aukast enn frekar. Ísland er lítið hagkerfi sem á mikið undir öflugum alþjóðasamskiptum. Velferð landsins byggir á virkni í þessum viðskiptum. Samskiptin við Indland hafa verið takmörkuð en eru vaxandi. Opnun sendiráðs Íslands í Nýju-Delí árið 2006 og opnun sendiráðs Indverja hér árið 2008 hefur þar mikil áhrif. Íslendingar geta sótt á indverskan markað vaxandi millistéttar með tæknivörur og sérfræðiþekkingu hvað varðar líftækni, matvinnslutækni og heilbrigðisþjónustu. Á síðasta ári heimsóttu um 20 þúsund Indverjar Ísland heim. Allar líkur eru á að þeim fjölgi til muna á næstu árum. Íslendingar ættu einnig að geta dregið úr kostnaði við framleiðslu og þjónustu með meiri samvinnu við indversk fyrirtæki. Heimsókn forseta Indlands verður vonandi hvatning til aukinna viðskipta og samskipta þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Heimsókn Mike Pence Indland Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ýmsir erlendir ráðamenn hafa heimsótt Ísland á síðustu vikum. Þar má nefna Angelu Merkel Þýskalandskanslara, forsætisráðherra Norðurlanda, Vladímír Títov, varautanríkisráðherra Rússlands, og nú síðast Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Í þessari viku bætist við enn ein heimsóknin sem er ekki síður áhugaverð. Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, kemur í dag í opinbera heimsókn. Hann mun meðal annars funda með forseta Íslands og heimsækja íslensk fyrirtæki. Með honum er 36 manna viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum indverskra fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Indland er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Þar er ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Á síðustu árum hefur þetta þrettán hundruð milljón manna ríki, fjölmennasta lýðræðisríki heims, gengið í gegnum gríðarlegar samfélagsbreytingar og hagvöxt. Indland er ríki samfélagsandstæðna og breytinga. Það segir sína sögu að Kovind forseti tilheyrir 200 milljón manna stétt Dalíta sem til skamms tíma voru taldir til neðsta þreps hins forna indverska stéttakerfis og nutu minni réttinda en efri stéttir. Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum horfa nú til Indlands og aukinnar kaupgetu millistéttar landsins, alls um þrjú til fjögur hundruð milljónir manna og myndar einn stærsta neytendamarkað heims. Indverskir milljónamæringar eru um 200.000 og fer fjölgandi. Á síðustu árum hefur indverskt viðskiptaumhverfi verið opnað æ meir fyrir alþjóðaviðskiptum. Í því skyni hafa stjórnvöld einfaldað reglugerðir og skattakerfi og aukið vernd fyrir fjárfestingar. Breska tímaritið Economist áætlar að árið 2031 verði Indland þriðja stærsta hagkerfi heims, stutt af tilfærslu atvinnu milljóna manna frá dreifbýli til þéttbýlis. Hætt er við að gríðarlegar samfélagsbreytingar og misskipting auðs leiði til félagslegrar og pólitískrar spennu. Vaxandi efnahagslegur máttur muni gera Indland að áhrifamiklu alþjóðlegu afli sem finni sér samleið með hagsmunum Bandaríkjanna og Japan. Á næsta áratug er einnig líklegt að samkeppni við Kína um áhrif í Suður-Asíu muni aukast enn frekar. Ísland er lítið hagkerfi sem á mikið undir öflugum alþjóðasamskiptum. Velferð landsins byggir á virkni í þessum viðskiptum. Samskiptin við Indland hafa verið takmörkuð en eru vaxandi. Opnun sendiráðs Íslands í Nýju-Delí árið 2006 og opnun sendiráðs Indverja hér árið 2008 hefur þar mikil áhrif. Íslendingar geta sótt á indverskan markað vaxandi millistéttar með tæknivörur og sérfræðiþekkingu hvað varðar líftækni, matvinnslutækni og heilbrigðisþjónustu. Á síðasta ári heimsóttu um 20 þúsund Indverjar Ísland heim. Allar líkur eru á að þeim fjölgi til muna á næstu árum. Íslendingar ættu einnig að geta dregið úr kostnaði við framleiðslu og þjónustu með meiri samvinnu við indversk fyrirtæki. Heimsókn forseta Indlands verður vonandi hvatning til aukinna viðskipta og samskipta þjóðanna.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun