Forseti Indlands, Ram Nath Kovind, kom í morgun í opinbera heimsókn hingað til lands ásamt eiginkonu sinnu Savitu og öðru föruneyti.
Síðar í dag munu þau hitta Indverja búsetta hér á landi og á morgun hefst heimsóknin formlega með heimsókn á Bessastaði þar sem forseti Íslands tekur á móti forsetahjónunum.
Að því loknu skoðar forsetinn Háskóla Íslands og að því loknu er boðið til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum.
Á miðvikudag mæta forsetarnir á viðskiptaþing áður en haldið verður til Þingvalla.
Forseti Indlans kominn til landsins

Tengdar fréttir

Indlandsforseti mun heimsækja Marel, Lambhaga og Mjólkursamsöluna
Ram Nath Kovind Indlandsforseti og Savita Kovind forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í næstu viku.

Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence
Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku.