Máttur lyginnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 08:30 Ísland dróst óvænt inn í Brexit hringavitleysuna í vikunni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerir sér nú dælt við Donald Trump í von um fríverslunarsamning við Bandaríkin þegar Bretar segja skilið við Evrópusambandið. Boris tjáði Trump að mikilvægt væri að matvælaeftirlit Bandaríkjanna stæði ekki í vegi fyrir viðskiptum landanna með óþarfa skriffinnsku. Nefndi hann sem dæmi grísabökuna Melton Mowbray sem flutt væri greiðlega alla leiðina til Íslands og Taílands en vegna takmarkana matvælaeftirlitsins fengist hún ekki í Bandaríkjunum. Ekki leið á löngu uns í ljós kom að Boris fór með fleipur. Framleiðendur bökunnar könnuðust hvorki við að hafa selt hana til Íslands né til Taílands. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Boris Johnson hagræðir sannleikanum og hunsar staðreyndir til hagsbóta pólitískum áróðri sínum. Þungamiðja kosningabaráttu Borisar um embætti forsætisráðherra sem fram fór í sumar var andúð hans á Evrópusambandinu. Á síðasta framboðsfundi baráttunnar stóð Boris keikur á sviði ExCel ráðstefnusalarins í London og veifaði vakúmpakkaðri síld, saltaðri og reyktri. „Áratugum saman hefur reykta síldin okkar verið send svona í pósti,“ sagði hann um pakkann sem að sögn barst honum frá bálreiðum breskum fisksala. „En nú hefur flutningskostnaðurinn margfaldast eftir að skriffinnar í Brussel kröfðust þess að hvert flak hvíldi á kodda úr plasti fylltum ís. Þessi heilbrigðisreglugerð er tilgangslaus, kostnaðarsöm og óumhverfisvæn.“ Þrumuræða Borisar uppskar ákaft lófatak og húrrahróp. Sagan var góð. Hún sýndi skýrt og skorinort fram á íþyngjandi tilgangsleysi Evrópusambandsins. Það var aðeins einn hængur á. Sagan var ekki sönn. Ekki ein einasta reglugerð Evrópusambandsins skikkaði aðildarríkin til að flytja þurrkaða síld á ískoddum. Reglugerðin reyndist þvert á móti heimasmíðuð. Það voru Bretar sjálfir sem gerðu kröfuna um koddana.Falskar minningar Við lifum á öld lyginnar. Falsfréttir hafa áhrif á heimsmynd fólks og kosningahegðun. Rannsókn sem birt var í nýjasta hefti tímaritsins Psychological Science staðfestir mátt lyginnar. Í rannsókninni sem gerð var við Háskólann í Cork á Írlandi voru rúmlega þrjú þúsund þátttakendum sýndar fréttir. Sumar voru sannar, aðrar voru uppspuni þeirra sem stýrðu rannsókninni. Í ljós kom að ef falsfrétt samræmist stjórnmálaskoðun fólks er það líklegra til að trúa fréttinni, muna eftir henni og neita að láta af trúnaði á hana jafnvel þótt því sé sagt að hún sé ósönn. En ekki nóg með það. Rannsóknin leiddi Í ljós að falsfréttir geta einnig framkallað falskar minningar. Helmingur þátttakenda í rannsókninni sagðist muna eftir að hafa lesið upplognu fréttirnar. Margir þrættu meira að segja fyrir að um tilbúning væri að ræða eftir að þeim var sagt að fréttirnar hefðu verið helber skáldskapur, saminn fyrir rannsóknina.Dulkóðuð lygi Í breskri ensku er til slangur sem kallast „Cockney rím“. Á það upptök sín í austurhluta Lundúna en talið er að það hafi orðið til í kringum 1840. Slangrið er eins konar dulmál. Eitt orð er leyst af hólmi með tveimur orðum sem ríma við það sem þau komu í staðinn fyrir. „Money“ er „bees and honey“; „wife“ er „trouble and strife” – og svo framvegis. Talið er að slangrið hafi orðið til meðal kaupmanna á útimörkuðum Austur-Lundúna sem töluðu dulmál sín á milli er þeir stunduðu verðsamráð frammi fyrir viðskiptavinum. Aðrir segja að glæpamenn hafi fundið upp slangrið til að snúa á lögregluna. Enska orðið yfir lygar er „lies“. Til er „Cockney“ slangur yfir „lies“: „Porkie pies“ – eða eins og það útleggst á íslensku: Grísabökur. Rétt eins og margir stjórnmálamenn samtímans notar Boris Johnson lygar sér til framdráttar. Því rannsóknir sýna að „porkie pies“ svínvirka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland dróst óvænt inn í Brexit hringavitleysuna í vikunni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerir sér nú dælt við Donald Trump í von um fríverslunarsamning við Bandaríkin þegar Bretar segja skilið við Evrópusambandið. Boris tjáði Trump að mikilvægt væri að matvælaeftirlit Bandaríkjanna stæði ekki í vegi fyrir viðskiptum landanna með óþarfa skriffinnsku. Nefndi hann sem dæmi grísabökuna Melton Mowbray sem flutt væri greiðlega alla leiðina til Íslands og Taílands en vegna takmarkana matvælaeftirlitsins fengist hún ekki í Bandaríkjunum. Ekki leið á löngu uns í ljós kom að Boris fór með fleipur. Framleiðendur bökunnar könnuðust hvorki við að hafa selt hana til Íslands né til Taílands. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Boris Johnson hagræðir sannleikanum og hunsar staðreyndir til hagsbóta pólitískum áróðri sínum. Þungamiðja kosningabaráttu Borisar um embætti forsætisráðherra sem fram fór í sumar var andúð hans á Evrópusambandinu. Á síðasta framboðsfundi baráttunnar stóð Boris keikur á sviði ExCel ráðstefnusalarins í London og veifaði vakúmpakkaðri síld, saltaðri og reyktri. „Áratugum saman hefur reykta síldin okkar verið send svona í pósti,“ sagði hann um pakkann sem að sögn barst honum frá bálreiðum breskum fisksala. „En nú hefur flutningskostnaðurinn margfaldast eftir að skriffinnar í Brussel kröfðust þess að hvert flak hvíldi á kodda úr plasti fylltum ís. Þessi heilbrigðisreglugerð er tilgangslaus, kostnaðarsöm og óumhverfisvæn.“ Þrumuræða Borisar uppskar ákaft lófatak og húrrahróp. Sagan var góð. Hún sýndi skýrt og skorinort fram á íþyngjandi tilgangsleysi Evrópusambandsins. Það var aðeins einn hængur á. Sagan var ekki sönn. Ekki ein einasta reglugerð Evrópusambandsins skikkaði aðildarríkin til að flytja þurrkaða síld á ískoddum. Reglugerðin reyndist þvert á móti heimasmíðuð. Það voru Bretar sjálfir sem gerðu kröfuna um koddana.Falskar minningar Við lifum á öld lyginnar. Falsfréttir hafa áhrif á heimsmynd fólks og kosningahegðun. Rannsókn sem birt var í nýjasta hefti tímaritsins Psychological Science staðfestir mátt lyginnar. Í rannsókninni sem gerð var við Háskólann í Cork á Írlandi voru rúmlega þrjú þúsund þátttakendum sýndar fréttir. Sumar voru sannar, aðrar voru uppspuni þeirra sem stýrðu rannsókninni. Í ljós kom að ef falsfrétt samræmist stjórnmálaskoðun fólks er það líklegra til að trúa fréttinni, muna eftir henni og neita að láta af trúnaði á hana jafnvel þótt því sé sagt að hún sé ósönn. En ekki nóg með það. Rannsóknin leiddi Í ljós að falsfréttir geta einnig framkallað falskar minningar. Helmingur þátttakenda í rannsókninni sagðist muna eftir að hafa lesið upplognu fréttirnar. Margir þrættu meira að segja fyrir að um tilbúning væri að ræða eftir að þeim var sagt að fréttirnar hefðu verið helber skáldskapur, saminn fyrir rannsóknina.Dulkóðuð lygi Í breskri ensku er til slangur sem kallast „Cockney rím“. Á það upptök sín í austurhluta Lundúna en talið er að það hafi orðið til í kringum 1840. Slangrið er eins konar dulmál. Eitt orð er leyst af hólmi með tveimur orðum sem ríma við það sem þau komu í staðinn fyrir. „Money“ er „bees and honey“; „wife“ er „trouble and strife” – og svo framvegis. Talið er að slangrið hafi orðið til meðal kaupmanna á útimörkuðum Austur-Lundúna sem töluðu dulmál sín á milli er þeir stunduðu verðsamráð frammi fyrir viðskiptavinum. Aðrir segja að glæpamenn hafi fundið upp slangrið til að snúa á lögregluna. Enska orðið yfir lygar er „lies“. Til er „Cockney“ slangur yfir „lies“: „Porkie pies“ – eða eins og það útleggst á íslensku: Grísabökur. Rétt eins og margir stjórnmálamenn samtímans notar Boris Johnson lygar sér til framdráttar. Því rannsóknir sýna að „porkie pies“ svínvirka.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar