Stefnuleysi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 09:30 Stjórnmálaflokkar hafa í gegnum tíðina gert kjósendum auðveldara með að átta sig á hvar á hinum pólitíska ási frambjóðendur og stjórnmálamenn standa. Gera hefur mátt ráð fyrir að þeir sem standi vinstra megin við miðju vilji þéttofið velferðarnet og telji umsvifamikinn ríkisrekstur nauðsynlegan til að tryggja slíkt net. Hægrimenn hafa viljað halda ríkisafskiptum í lágmarki. Ekki skal gengið á frelsi borgaranna, eins og það er kallað, nema til þess séu veigamikil rök. Auðvitað er þessi lýsing einföldun. Veruleikinn er sjaldnast svartur eða hvítur þótt fólk sé í grundvallaratriðum sammála. Sumir hafa leikið á þennan pólitíska ás. Einna þekktust er sagan af Tony Blair og New Labour eða Nýja-Verkamannaflokknum. Blair var enginn vinstrimaður að uppruna, og hafði raunar daðrað við Íhaldsflokkinn á yngri árum. Hann sá sér leik á borði. Verkamannaflokkurinn hafði gengið langa eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar þegar hann kom til skjalanna. Leið hans var að færa flokkinn eins langt til hægri og frekast var unnt, og skapa um leið meiriháttar tilvistarkreppu hjá Íhaldsflokknum. Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Blairs og síðar Gordons Brown, var við völd næstu 12 árin. Aðrir gefa sig beinlínis út fyrir að tilheyra ekki hinu hefðbundna pólitíska litrófi. Píratar hér á Íslandi eru dæmi um það. Besti flokkur Jóns Gnarr er annað dæmi. Þótt slíkir flokkar eigi sannarlega tilverurétt og hafi frískað upp á pólitíkina undanfarin ár, er það eftir sem áður sennilega algengast að fólk skilgreini sjálft sig út frá tiltölulega hefðbundnum mælikvörðum um hægri og vinstri. Hægri menn kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vinstri menn Vinstri græn eða Samfylkingu og miðjumoðarar Framsókn eða afsprengi þess flokks. Allra ruglingslegast er því þegar fulltrúar þessara rótgrónu flokka virðast ekki sjálfir vita hvað þeir standa fyrir. Þar mætti nefna Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík sem hefur tekist að gerast sérstakur andstæðingur þróunar í miðborg Reykjavíkur, talsmaður yfirburða einkabílsins og svarinn andstæðingur þess að verðmætasta land borgarinnar fari undir annað en algerlega vannýttan flugvöll. Hinum hægri sinnaða Boris Johnson, sem áður stýrði London með myndarbrag, myndi sennilega svelgjast á drykk sínum. Nýjasta stefnumál flokksins virðast vera uppsetning eftirlitsmyndavélakerfis til að njósna um borgarbúa. Það er í takti við nýlega tillögu um að sækja skuli embættismenn til saka vegna framúrkeyrslu í svokölluðu braggamáli. Oddvitinn í borginni steig svo nýverið fram sem sérstakur talsmaður kjötneyslu, og lýsti áhyggjum af próteinskorti þeirra sem kjósa frekar grænmeti. Þökkum Eyþóri forsjána. Tony Blair lék á hinn pólitíska ás eins og fiðlu. Stundum er engu líkara en Sjálfstæðismenn í borginni viti ekki að hann sé til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar hafa í gegnum tíðina gert kjósendum auðveldara með að átta sig á hvar á hinum pólitíska ási frambjóðendur og stjórnmálamenn standa. Gera hefur mátt ráð fyrir að þeir sem standi vinstra megin við miðju vilji þéttofið velferðarnet og telji umsvifamikinn ríkisrekstur nauðsynlegan til að tryggja slíkt net. Hægrimenn hafa viljað halda ríkisafskiptum í lágmarki. Ekki skal gengið á frelsi borgaranna, eins og það er kallað, nema til þess séu veigamikil rök. Auðvitað er þessi lýsing einföldun. Veruleikinn er sjaldnast svartur eða hvítur þótt fólk sé í grundvallaratriðum sammála. Sumir hafa leikið á þennan pólitíska ás. Einna þekktust er sagan af Tony Blair og New Labour eða Nýja-Verkamannaflokknum. Blair var enginn vinstrimaður að uppruna, og hafði raunar daðrað við Íhaldsflokkinn á yngri árum. Hann sá sér leik á borði. Verkamannaflokkurinn hafði gengið langa eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar þegar hann kom til skjalanna. Leið hans var að færa flokkinn eins langt til hægri og frekast var unnt, og skapa um leið meiriháttar tilvistarkreppu hjá Íhaldsflokknum. Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Blairs og síðar Gordons Brown, var við völd næstu 12 árin. Aðrir gefa sig beinlínis út fyrir að tilheyra ekki hinu hefðbundna pólitíska litrófi. Píratar hér á Íslandi eru dæmi um það. Besti flokkur Jóns Gnarr er annað dæmi. Þótt slíkir flokkar eigi sannarlega tilverurétt og hafi frískað upp á pólitíkina undanfarin ár, er það eftir sem áður sennilega algengast að fólk skilgreini sjálft sig út frá tiltölulega hefðbundnum mælikvörðum um hægri og vinstri. Hægri menn kjósa Sjálfstæðisflokkinn, vinstri menn Vinstri græn eða Samfylkingu og miðjumoðarar Framsókn eða afsprengi þess flokks. Allra ruglingslegast er því þegar fulltrúar þessara rótgrónu flokka virðast ekki sjálfir vita hvað þeir standa fyrir. Þar mætti nefna Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík sem hefur tekist að gerast sérstakur andstæðingur þróunar í miðborg Reykjavíkur, talsmaður yfirburða einkabílsins og svarinn andstæðingur þess að verðmætasta land borgarinnar fari undir annað en algerlega vannýttan flugvöll. Hinum hægri sinnaða Boris Johnson, sem áður stýrði London með myndarbrag, myndi sennilega svelgjast á drykk sínum. Nýjasta stefnumál flokksins virðast vera uppsetning eftirlitsmyndavélakerfis til að njósna um borgarbúa. Það er í takti við nýlega tillögu um að sækja skuli embættismenn til saka vegna framúrkeyrslu í svokölluðu braggamáli. Oddvitinn í borginni steig svo nýverið fram sem sérstakur talsmaður kjötneyslu, og lýsti áhyggjum af próteinskorti þeirra sem kjósa frekar grænmeti. Þökkum Eyþóri forsjána. Tony Blair lék á hinn pólitíska ás eins og fiðlu. Stundum er engu líkara en Sjálfstæðismenn í borginni viti ekki að hann sé til.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun