Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2019 23:12 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í Viðey í síðustu viku. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. Erna Solberg segir þetta vel geta farið saman enda sé olíuvinnsla Noregs með hærri umhverfiskröfum en annarra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Loftlagsmálin og norðurslóðir voru efst á blaði á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í síðustu viku, einnig á fundi þeirra með Þýskalandskanslara í Viðey. Vinnslupallurinn Golíat vinnur olíu á nyrsta olíusvæði Noregs, sem er í Barentshafi norðan heimskautsbaugs. En á sama tíma og ráðherrarnir samþykkja nýja framtíðarsýn fyrir Norðurlöndin til næstu tíu ára með aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og sjálfbæra þróun í forgrunni fjölgar olíuborpöllum í lögsögu Noregs í Barentshafi. Gasvinnsla hófst þar árið 2007 og olíuvinnsla árið 2016 og undir forystu Ernu Solberg er norska ríkisstjórnin nú að stórauka olíuleit á svæðinu, og lætur ítrekuð mótmæli Grænfriðunga ekki hafa áhrif á þá stefnumörkun. Þannig buðu norsk stjórnvöld út 90 leitarblokkir í vor, þar af 46 í Barentshafi, en umsóknarfrestur um leitarleyfin rann út í þessari viku. Skip Greenpeace í mótmælaaðgerðum við norskan borpall í Barentshafi árið 2014.Mynd/Greenpeace. Við spurðum Ernu Solberg að loknum Viðeyjarfundinum hvort það gæti farið saman að tala hátíðlega um norðurslóðir og loftlagsmál en vera á sama tíma að stórauka olíuleit í Barentshafi? „Já,“ svarar hún. „Því það er fyrst og fremst notkunin sem ræður úrslitum en ekki framleiðslan. Því að ef það væri ekki hagkvæmt að framleiða þá yrði engin framleiðsla. Þannig að þetta eru helstu takmarkanirnar sem verða til staðar." Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í viðtali við Stöð 2 í Viðey.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Og svo er mikilvægt að við framleiðum olíu með miklu minni losun en tíðkast, með miklu hærri umhverfiskröfur en tíðkast, setjum meiri kröfur um minni losun í sjálfu framleiðsluferlinu,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Norðmenn hafa rekið metnaðarfulla loftslagsstefnu heima fyrir á sama tíma og þeir eru stærstu útflytjendur jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Í nýrri skýrslu sem stór náttúruverndarsamtök standa á bak við er bent á það sem er kallað „hugarmisræmi“ Norðmanna hvað þetta varðar. 10. ágúst 2017 11:16 Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu vegna úthlutunar nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi. 5. janúar 2018 20:30 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Leiðtogar Norðurlandanna og norrænna stórfyrirtækja undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu í dag. 20. ágúst 2019 12:00 Úthluta metfjölda sérleyfa en hætta við Drekasvæðið Ákvörðun norskra stjórnvalda um að draga ríkisolíufélagið Petoro út úr olíuleit á Drekasvæðinu var tekin daginn eftir að inn í ríkisstjórnina kom nýr flokkur, sem eindregið hefur barist gegn því að Jan Mayen-svæðið yrði opnað til olíuleitar. 23. janúar 2018 22:15 Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Aðgerða er þörf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta sögðu forsætisráðherrar Norðurlandanna auk Þýskalandskanslara á blaðamannafundi í Viðey í gær. Forsætisráðherra Finna sagðist bjartsýnni í gær en fyrir fundinn. 21. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. Erna Solberg segir þetta vel geta farið saman enda sé olíuvinnsla Noregs með hærri umhverfiskröfum en annarra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Loftlagsmálin og norðurslóðir voru efst á blaði á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í síðustu viku, einnig á fundi þeirra með Þýskalandskanslara í Viðey. Vinnslupallurinn Golíat vinnur olíu á nyrsta olíusvæði Noregs, sem er í Barentshafi norðan heimskautsbaugs. En á sama tíma og ráðherrarnir samþykkja nýja framtíðarsýn fyrir Norðurlöndin til næstu tíu ára með aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og sjálfbæra þróun í forgrunni fjölgar olíuborpöllum í lögsögu Noregs í Barentshafi. Gasvinnsla hófst þar árið 2007 og olíuvinnsla árið 2016 og undir forystu Ernu Solberg er norska ríkisstjórnin nú að stórauka olíuleit á svæðinu, og lætur ítrekuð mótmæli Grænfriðunga ekki hafa áhrif á þá stefnumörkun. Þannig buðu norsk stjórnvöld út 90 leitarblokkir í vor, þar af 46 í Barentshafi, en umsóknarfrestur um leitarleyfin rann út í þessari viku. Skip Greenpeace í mótmælaaðgerðum við norskan borpall í Barentshafi árið 2014.Mynd/Greenpeace. Við spurðum Ernu Solberg að loknum Viðeyjarfundinum hvort það gæti farið saman að tala hátíðlega um norðurslóðir og loftlagsmál en vera á sama tíma að stórauka olíuleit í Barentshafi? „Já,“ svarar hún. „Því það er fyrst og fremst notkunin sem ræður úrslitum en ekki framleiðslan. Því að ef það væri ekki hagkvæmt að framleiða þá yrði engin framleiðsla. Þannig að þetta eru helstu takmarkanirnar sem verða til staðar." Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í viðtali við Stöð 2 í Viðey.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Og svo er mikilvægt að við framleiðum olíu með miklu minni losun en tíðkast, með miklu hærri umhverfiskröfur en tíðkast, setjum meiri kröfur um minni losun í sjálfu framleiðsluferlinu,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Norðmenn hafa rekið metnaðarfulla loftslagsstefnu heima fyrir á sama tíma og þeir eru stærstu útflytjendur jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Í nýrri skýrslu sem stór náttúruverndarsamtök standa á bak við er bent á það sem er kallað „hugarmisræmi“ Norðmanna hvað þetta varðar. 10. ágúst 2017 11:16 Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu vegna úthlutunar nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi. 5. janúar 2018 20:30 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Leiðtogar Norðurlandanna og norrænna stórfyrirtækja undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu í dag. 20. ágúst 2019 12:00 Úthluta metfjölda sérleyfa en hætta við Drekasvæðið Ákvörðun norskra stjórnvalda um að draga ríkisolíufélagið Petoro út úr olíuleit á Drekasvæðinu var tekin daginn eftir að inn í ríkisstjórnina kom nýr flokkur, sem eindregið hefur barist gegn því að Jan Mayen-svæðið yrði opnað til olíuleitar. 23. janúar 2018 22:15 Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Aðgerða er þörf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta sögðu forsætisráðherrar Norðurlandanna auk Þýskalandskanslara á blaðamannafundi í Viðey í gær. Forsætisráðherra Finna sagðist bjartsýnni í gær en fyrir fundinn. 21. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Norðmenn hafa rekið metnaðarfulla loftslagsstefnu heima fyrir á sama tíma og þeir eru stærstu útflytjendur jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Í nýrri skýrslu sem stór náttúruverndarsamtök standa á bak við er bent á það sem er kallað „hugarmisræmi“ Norðmanna hvað þetta varðar. 10. ágúst 2017 11:16
Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu vegna úthlutunar nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi. 5. janúar 2018 20:30
Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15
Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Leiðtogar Norðurlandanna og norrænna stórfyrirtækja undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu í dag. 20. ágúst 2019 12:00
Úthluta metfjölda sérleyfa en hætta við Drekasvæðið Ákvörðun norskra stjórnvalda um að draga ríkisolíufélagið Petoro út úr olíuleit á Drekasvæðinu var tekin daginn eftir að inn í ríkisstjórnina kom nýr flokkur, sem eindregið hefur barist gegn því að Jan Mayen-svæðið yrði opnað til olíuleitar. 23. janúar 2018 22:15
Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Aðgerða er þörf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta sögðu forsætisráðherrar Norðurlandanna auk Þýskalandskanslara á blaðamannafundi í Viðey í gær. Forsætisráðherra Finna sagðist bjartsýnni í gær en fyrir fundinn. 21. ágúst 2019 09:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent