Komin alvara í samband Miley og Kaitlynn Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 11:07 Miley og Kaitlynn í siglingu á Como-vatni á Ítalíu. Skjáskot/Instagram Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth staðfestu skilnað sinn með yfirlýsingu til fjölmiðla sást til söngkonunnar með nýrri dömu á Ítalíu. Umrædd dama var hin þrítuga Kaitlynn Carter sem er sjálf nýskilin við fyrrum eiginmann sinn Brody Jenner, eldri bróður Kardashian systranna Kendall og Kylie.Sjá einnig: Miley Cyrus nýtur lífsins með nýrri dömu á ÍtalíuSamband þeirra vakti um leið mikla athygli en kom þó ekki mörgum á óvart. Miley hefur tjáð sig opinskátt um kynhneigð sína í gegnum tíðina og sagt að hún sé pankynhneigð, það hafi aldrei breyst þó svo að hún hafi verið í sambandi með karlmanni í langan tíma. Hún laðist því að fólki óháð kyni. Nú virðist alvara vera komin í sambandið en þær sáust snæða hádegismat með Tish Cyrus, móður Miley, í síðustu viku. Um helgina voru þær óaðskiljanlegar á næturklúbbnum Soho House í Hollywood og sögðu sjónarvottar þær bersýnilega vera kærustupar. Mikið hefur verið fjallað um skilnað Miley og Hemsworth í fjölmiðlum vestanhafs en þau gengu óvænt í það heilaga í desember á síðasta ári eftir að hafa verið saman með hléum frá árinu 2008. Að sögn heimildarmanna sem þekkja parið er sambandinu endanlega lokið núna, en í nýjasta lagi sínu „Slide Away“ virðist Miley gera upp skilnaðinn og ástæður hans. Þar syngur hún um að hafa viljað eiga hús í hæðunum en ekki „viskí og pillur“, sem margir segja vera tilvísun í vímuefnanotkun leikarans. Eftir útgáfu lagsins stigu vinir leikarans fram og sögðu allt tal um vímuefnanotkun ranga, það sem hafi raunverulega gert út um sambandið var að Miley hafi verið leikaranum ótrú. Þá segir einnig í texta lagsins: „Haltu áfram, við erum ekki enn þá sautján ára. Ég er ekki sú sem ég var. Þú segir allt hafa breyst. Það er rétt, við erum fullorðin núna.“ Ástin og lífið Hollywood Tengdar fréttir Miley og Hemsworth skilja eftir minna en eins árs hjónaband Miley Cyrus og Liam Hemsworth hafa skilið við hvort annað eftir minna en árs langt hjónaband. 11. ágúst 2019 14:01 Miley Cyrus nýtur lífsins með nýrri dömu á Ítalíu Söng- og leikkkonan Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth ákváðu nú á dögunum að skilja eftir aðeins tíu mánaða hjónaband. 12. ágúst 2019 09:35 Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Sjá meira
Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth staðfestu skilnað sinn með yfirlýsingu til fjölmiðla sást til söngkonunnar með nýrri dömu á Ítalíu. Umrædd dama var hin þrítuga Kaitlynn Carter sem er sjálf nýskilin við fyrrum eiginmann sinn Brody Jenner, eldri bróður Kardashian systranna Kendall og Kylie.Sjá einnig: Miley Cyrus nýtur lífsins með nýrri dömu á ÍtalíuSamband þeirra vakti um leið mikla athygli en kom þó ekki mörgum á óvart. Miley hefur tjáð sig opinskátt um kynhneigð sína í gegnum tíðina og sagt að hún sé pankynhneigð, það hafi aldrei breyst þó svo að hún hafi verið í sambandi með karlmanni í langan tíma. Hún laðist því að fólki óháð kyni. Nú virðist alvara vera komin í sambandið en þær sáust snæða hádegismat með Tish Cyrus, móður Miley, í síðustu viku. Um helgina voru þær óaðskiljanlegar á næturklúbbnum Soho House í Hollywood og sögðu sjónarvottar þær bersýnilega vera kærustupar. Mikið hefur verið fjallað um skilnað Miley og Hemsworth í fjölmiðlum vestanhafs en þau gengu óvænt í það heilaga í desember á síðasta ári eftir að hafa verið saman með hléum frá árinu 2008. Að sögn heimildarmanna sem þekkja parið er sambandinu endanlega lokið núna, en í nýjasta lagi sínu „Slide Away“ virðist Miley gera upp skilnaðinn og ástæður hans. Þar syngur hún um að hafa viljað eiga hús í hæðunum en ekki „viskí og pillur“, sem margir segja vera tilvísun í vímuefnanotkun leikarans. Eftir útgáfu lagsins stigu vinir leikarans fram og sögðu allt tal um vímuefnanotkun ranga, það sem hafi raunverulega gert út um sambandið var að Miley hafi verið leikaranum ótrú. Þá segir einnig í texta lagsins: „Haltu áfram, við erum ekki enn þá sautján ára. Ég er ekki sú sem ég var. Þú segir allt hafa breyst. Það er rétt, við erum fullorðin núna.“
Ástin og lífið Hollywood Tengdar fréttir Miley og Hemsworth skilja eftir minna en eins árs hjónaband Miley Cyrus og Liam Hemsworth hafa skilið við hvort annað eftir minna en árs langt hjónaband. 11. ágúst 2019 14:01 Miley Cyrus nýtur lífsins með nýrri dömu á Ítalíu Söng- og leikkkonan Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth ákváðu nú á dögunum að skilja eftir aðeins tíu mánaða hjónaband. 12. ágúst 2019 09:35 Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Sjá meira
Miley og Hemsworth skilja eftir minna en eins árs hjónaband Miley Cyrus og Liam Hemsworth hafa skilið við hvort annað eftir minna en árs langt hjónaband. 11. ágúst 2019 14:01
Miley Cyrus nýtur lífsins með nýrri dömu á Ítalíu Söng- og leikkkonan Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth ákváðu nú á dögunum að skilja eftir aðeins tíu mánaða hjónaband. 12. ágúst 2019 09:35