Kolbeinn: Var á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp gat ég ekki sagt nei Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2019 12:45 Kolbeinn í leik með Fylki í sumar. vísir/bára Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson segist ekki geta verið sáttari en hann skrifaði í dag undir samning við þýska stórveldið Dortmund. Fylkismaðurinn kemur til liðsins frá Brentford en þar hafði hann aðallega leikið með B-liði félagsins. Kolbeinn, sem var á láni hjá Fylki í sumar, var ánægður er Vísir heyrði í honum í morgun. „Tilfinningin er ótrúlega góð og ég gæti ekki verið sáttir,“ sagði Kolbeinn er hann greip símann á ferð og flugi með föður sínum, Finni Kolbeinssyni, fyrrum leikmanni Fylkis. Sögusagnir fóru á kreik í síðustu viku um að Kolbeinn væri mögulega á leið til Dortmundar en það var vefmiðillinn 433.is sem greindi fyrst frá þessu. Hinn hárprúði Kolbeinn segir að þetta hafi komið upp í síðustu viku og eftir það hafi þetta aldrei verið spurning hvað hann myndi vilja gera. „Ég heyrði af einhverjum áhuga og þjálfarinn í varaliðinu hjá þeim hafði áhuga. Ég bjóst ekki við því að það myndi eitthvað verða úr þessu en fyrir nokkrum dögum náðu liði saman og ég þurfti að ákveða mig.“Kolbeinn ásamt þjálfara varaliðs Dortmund.vísir/mynd/dortmund„Á undan þessu var ég á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp þá gat ég ekki sagt nei við þessu,“ en var áhugi frá fleiri löndum en Svíþjóð? „Nei. Það var í rauninni bara smá áhugi en ekkert alvöru. Það var bara þetta eina lið í Svíþjóð.“ Kolbeinn segir að það verði gott stökk að fara frá ensku varaliði í það að spila með varaliði Dortmund í Þýskalandi sem og berjast um að komast í hópinn hjá einu stærsta liði Þýskalands. „Það er svolítið ótrúlegt en ég hef trú á sjálfum mér og líst vel á þetta. Ég held að mér muni ganga mjög vel.“ Kolbeinn spilaði eins og áður segir með Fylki í sumar og fer því úr því að æfa og spila í Árbænum í að æfa í kringum stórstjörnur Dortmund á hverjum degi. „Já, þetta er dálítið óraunverulegt en þetta verður bara gaman.“ Þýski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson segist ekki geta verið sáttari en hann skrifaði í dag undir samning við þýska stórveldið Dortmund. Fylkismaðurinn kemur til liðsins frá Brentford en þar hafði hann aðallega leikið með B-liði félagsins. Kolbeinn, sem var á láni hjá Fylki í sumar, var ánægður er Vísir heyrði í honum í morgun. „Tilfinningin er ótrúlega góð og ég gæti ekki verið sáttir,“ sagði Kolbeinn er hann greip símann á ferð og flugi með föður sínum, Finni Kolbeinssyni, fyrrum leikmanni Fylkis. Sögusagnir fóru á kreik í síðustu viku um að Kolbeinn væri mögulega á leið til Dortmundar en það var vefmiðillinn 433.is sem greindi fyrst frá þessu. Hinn hárprúði Kolbeinn segir að þetta hafi komið upp í síðustu viku og eftir það hafi þetta aldrei verið spurning hvað hann myndi vilja gera. „Ég heyrði af einhverjum áhuga og þjálfarinn í varaliðinu hjá þeim hafði áhuga. Ég bjóst ekki við því að það myndi eitthvað verða úr þessu en fyrir nokkrum dögum náðu liði saman og ég þurfti að ákveða mig.“Kolbeinn ásamt þjálfara varaliðs Dortmund.vísir/mynd/dortmund„Á undan þessu var ég á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp þá gat ég ekki sagt nei við þessu,“ en var áhugi frá fleiri löndum en Svíþjóð? „Nei. Það var í rauninni bara smá áhugi en ekkert alvöru. Það var bara þetta eina lið í Svíþjóð.“ Kolbeinn segir að það verði gott stökk að fara frá ensku varaliði í það að spila með varaliði Dortmund í Þýskalandi sem og berjast um að komast í hópinn hjá einu stærsta liði Þýskalands. „Það er svolítið ótrúlegt en ég hef trú á sjálfum mér og líst vel á þetta. Ég held að mér muni ganga mjög vel.“ Kolbeinn spilaði eins og áður segir með Fylki í sumar og fer því úr því að æfa og spila í Árbænum í að æfa í kringum stórstjörnur Dortmund á hverjum degi. „Já, þetta er dálítið óraunverulegt en þetta verður bara gaman.“
Þýski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira
Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14