Sveppur sem ógnar bananaframleiðslu heimsins hefur náð til Suður-Ameríku Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 14:16 Yfirvöld í Kólumbíu hafa lýst yfir neyðarástandi. Vísri/Getty Þær eru ekki góðar fréttirnar sem berast nú frá Suður-Ameríku. Óvæginn sveppur sem ógnar framtíð banana tegundarinnar Cavendish hefur náð til heimsálfunnar sem er leiðandi í útflutningi þessa vinsæla ávaxtar. Landbúnaðar- og sjávarútvegsstofnun Kólumbíu hefur staðfest að jarðvegssveppur, Panama TR4, sem hefur lagt plantekrur í suðaustur Asíu í rúst síðastliðna þrjá áratugi, hefur náð til landsins. Ógnar þessi sveppur ræktun á Cavendish banananum, en tegundin er sú langalgengasta í heiminu. Nær helmingur allra bananna sem ræktaður er í heiminum er af Cavendish-tegundinni. Um 95 prósent af öllum þeim banönunum sem fluttir eru á milli landa eru af Cavendish-tegundinni. Hafa yfirvöld í Kólumbíu lýst yfir neyðarástandi og ná aðgerðir til að sporna gegn þessum sveppi yfir allt landið. Um tveir þriðju af öllum þeim banönum sem fluttir eru á milli landa eru ræktaðir í Suður-Ameríku.Greint er frá þessu á vef Financial Times en þar segir að þessi sveppur ógni ekki lífi fólks en gerir það að verkum að plöntur sem sýkjast af honum hætta að framleiða ávexti. Sveppurinn berst með verkamönnum og vinnuvélum á milli svæða og hefur lagt plantekrur í Asíu, Afríku og Miðausturlöndunum í rúst. Sveppsins varð fyrst vart í La Guajira-héraði í norðaustur Kólumbíu. Hafa yfirvöld í Kólumbíu aukið sóttvarnareftirlit við allar hafnir, flugvelli og landamæri. Hafa yfirvöld lagt mikla áherslu á að hefta útbreiðslu sveppsins í La Guajira. Cavendish tegundin varð ríkjandi tegund í ræktun bananna eftir að Gros Michel-tegundin þurrkaðist út á sjötta áratug síðustu aldar sökum Panama-sveppasýkingar. Kólumbía Matur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þær eru ekki góðar fréttirnar sem berast nú frá Suður-Ameríku. Óvæginn sveppur sem ógnar framtíð banana tegundarinnar Cavendish hefur náð til heimsálfunnar sem er leiðandi í útflutningi þessa vinsæla ávaxtar. Landbúnaðar- og sjávarútvegsstofnun Kólumbíu hefur staðfest að jarðvegssveppur, Panama TR4, sem hefur lagt plantekrur í suðaustur Asíu í rúst síðastliðna þrjá áratugi, hefur náð til landsins. Ógnar þessi sveppur ræktun á Cavendish banananum, en tegundin er sú langalgengasta í heiminu. Nær helmingur allra bananna sem ræktaður er í heiminum er af Cavendish-tegundinni. Um 95 prósent af öllum þeim banönunum sem fluttir eru á milli landa eru af Cavendish-tegundinni. Hafa yfirvöld í Kólumbíu lýst yfir neyðarástandi og ná aðgerðir til að sporna gegn þessum sveppi yfir allt landið. Um tveir þriðju af öllum þeim banönum sem fluttir eru á milli landa eru ræktaðir í Suður-Ameríku.Greint er frá þessu á vef Financial Times en þar segir að þessi sveppur ógni ekki lífi fólks en gerir það að verkum að plöntur sem sýkjast af honum hætta að framleiða ávexti. Sveppurinn berst með verkamönnum og vinnuvélum á milli svæða og hefur lagt plantekrur í Asíu, Afríku og Miðausturlöndunum í rúst. Sveppsins varð fyrst vart í La Guajira-héraði í norðaustur Kólumbíu. Hafa yfirvöld í Kólumbíu aukið sóttvarnareftirlit við allar hafnir, flugvelli og landamæri. Hafa yfirvöld lagt mikla áherslu á að hefta útbreiðslu sveppsins í La Guajira. Cavendish tegundin varð ríkjandi tegund í ræktun bananna eftir að Gros Michel-tegundin þurrkaðist út á sjötta áratug síðustu aldar sökum Panama-sveppasýkingar.
Kólumbía Matur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira