Hinn talnaglöggi sparkspekingur, Leifur Grímsson, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Strákar sem eru aldir upp hjá Völsungi á Húsavík hafa skorað mest eða 26 mörk. Uppaldir Blikar koma svo næstir með 21 mark.
204 íslenskir leikmenn hafa spilað í Pepsi Max í sumar og hafa þeir skorað 219 mörk. Breiðablik á flesta leikmenn en Völsungar skora mest #fotboltinetpic.twitter.com/DCLTQhsS1m
— Leifur Grímsson (@lgrims) August 21, 2019
Leifur greinir einnig frá því 204 leikmenn hafi spilað í Pepsi Max-deildinni í sumar og Blikar hafa alið upp flesta leikmenn deildarinnar eða 23. Fylkir kemur næstur með 18 og svo FH með 15.
Völsungar á skotskónum:
Elfar Árni Aðalsteinsson, KA - 8 mörk
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA - 8
Pálmi Rafn Pálmason, KR - 6
Baldur Sigurðsson, Stjarnan - 3
Hrannar Björn Steingrímsson, KA - 1