Fornleifauppgröftur fer vel af stað á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2019 19:45 Forleifafræðingarnir munu vinna í fimm daga í þessari skorpu við fornleifauppgröftinn á Eyrarbakka. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fornleifauppgröftur er nú hafinn á Eyrarbakka þar sem stendur til að endurbyggja svokallaða Vesturbúð en þar var verslunarhúsnæði danskra kaupmanna. Húsin voruð byggð á árunum 1750 til 1892 og stóðu á opnu svæði við samkomuhúsið Stað. Húsin voru rifin 1959 af þáverandi eigenda þeirra, Kaupfélagi Árnesinga. Þrír fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands vinna nú að uppgreftinum á Eyrarbakka þar sem Vesturbúðin stóð. Það er áhugamannafélag um uppbyggingu búðarinnar sem stendur að verkefninu en um var að ræða húsaþyrpingu nokkurra húsa. „Við höfum hug á því að fá fjármagn í það að byggja upp húsin í sinni upprennilegustu mynd hér á þessum stað það sem þau sannarlega stóðu og koma í þau starfsemi, sem gæti þá lýst þessari sögu og tengingu Íslands við Eyrarbakka við útlönd í gegnum aldirnar“, segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson áhugamaður um verkefnið. Ragnheiður Gló og Sigurjón Vídalín, ásamt Elfu Dögg Þórðardóttir, áhugamanneskju um verkefnið og tveimur fornleifafræðingum, sem vinna verkið með Ragnheiði.Magnús HlynurFornleifafræðingarnir eru mjög spenntir fyrir uppgreftinum á Eyrarbakka. En hafa þeir fundið eitthvað? „Já, já, við erum búin að finna eitthvað. Við erum búin að vinna vegg, sem við vissum nánast hvar var. Þá eru komnar í ljós viðgerðir og mögulega eldri veggur líka, þannig að við erum að finna hluti af óskrifaðri sögu þessara húsa“, segir Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur og verkefnisstjóri uppgraftarins. Húsin voru um þrjú þúsund fermetrar að stærð enda mikil mannvirki síns tíma. Ragnheiður Gló segir að mikilvægi Eyrarbakka sem verslunarþorps hafi verið mjög mikil á sínum tíma, miklu meiri en margir átti sig á í dag. „Já, hér er verslunarsaga Íslands, allar leiðir lágu til Eyrarbakka, á Suðurlandi allavega. Ég er mjög bjartsýn á verkefnið enda er það mjög þarft finnst mér persónulega. Við munum reyna að finna fjármagn í þetta eftir fremsta megni, það vona ég allavega“. Árborg Fornminjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Fornleifauppgröftur er nú hafinn á Eyrarbakka þar sem stendur til að endurbyggja svokallaða Vesturbúð en þar var verslunarhúsnæði danskra kaupmanna. Húsin voruð byggð á árunum 1750 til 1892 og stóðu á opnu svæði við samkomuhúsið Stað. Húsin voru rifin 1959 af þáverandi eigenda þeirra, Kaupfélagi Árnesinga. Þrír fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands vinna nú að uppgreftinum á Eyrarbakka þar sem Vesturbúðin stóð. Það er áhugamannafélag um uppbyggingu búðarinnar sem stendur að verkefninu en um var að ræða húsaþyrpingu nokkurra húsa. „Við höfum hug á því að fá fjármagn í það að byggja upp húsin í sinni upprennilegustu mynd hér á þessum stað það sem þau sannarlega stóðu og koma í þau starfsemi, sem gæti þá lýst þessari sögu og tengingu Íslands við Eyrarbakka við útlönd í gegnum aldirnar“, segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson áhugamaður um verkefnið. Ragnheiður Gló og Sigurjón Vídalín, ásamt Elfu Dögg Þórðardóttir, áhugamanneskju um verkefnið og tveimur fornleifafræðingum, sem vinna verkið með Ragnheiði.Magnús HlynurFornleifafræðingarnir eru mjög spenntir fyrir uppgreftinum á Eyrarbakka. En hafa þeir fundið eitthvað? „Já, já, við erum búin að finna eitthvað. Við erum búin að vinna vegg, sem við vissum nánast hvar var. Þá eru komnar í ljós viðgerðir og mögulega eldri veggur líka, þannig að við erum að finna hluti af óskrifaðri sögu þessara húsa“, segir Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur og verkefnisstjóri uppgraftarins. Húsin voru um þrjú þúsund fermetrar að stærð enda mikil mannvirki síns tíma. Ragnheiður Gló segir að mikilvægi Eyrarbakka sem verslunarþorps hafi verið mjög mikil á sínum tíma, miklu meiri en margir átti sig á í dag. „Já, hér er verslunarsaga Íslands, allar leiðir lágu til Eyrarbakka, á Suðurlandi allavega. Ég er mjög bjartsýn á verkefnið enda er það mjög þarft finnst mér persónulega. Við munum reyna að finna fjármagn í þetta eftir fremsta megni, það vona ég allavega“.
Árborg Fornminjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira