Milli feigs og ófeigs Þorvaldur Gylfason skrifar 22. ágúst 2019 07:15 Stokkhólmi – Nú er hún tekin að skýrast myndin af bandarískum stjórnmálum í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þetta skiptir máli. Trump forseti er óvinsælasti forseti landsins frá því Gallup hóf slíkar mælingar 1945. Meðal þrettán Bandaríkjaforseta frá Harry Truman til Donalds Trump er Trump hinn eini sem hefur aldrei notið stuðnings meiri hluta kjósenda eftir bráðum þriggja ára setu í Hvíta húsinu. Hann er hinn fyrsti sinnar tegundar. Bandarískir sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar telja hann verstan allra 44ra forseta Bandaríkjanna frá öndverðu. Nýjar rannsóknir benda til að kjör hans 2016 megi skýra ekki bara með vonbrigðum margra kjósenda vegna staðnaðra lífskjara og ótímabærra dauðsfalla í dreifbýli heldur einnig með gamalgrónum fordómum gegn blökkumönnum og nýbyggjum, fordómum sem forsetinn hefur ýft upp og haldið áfram að kynda undir.Styrkur Bandaríkjanna Margt bendir þó til þess, m.a. margar skoðanakannanir, að Trump forseti muni að ári þurfa að lúta í lægra haldi fyrir frambjóðanda demókrata hver sem hann verður eða hún. Það sem hefur breytzt er að æ fleiri sjá í gegnum forsetann og upphlaup hans og snúa því baki við honum auk þess sem nú virðist niðursveifla í bandarísku efnahagslífi vera í aðsigi líkt og víða annars staðar. Niðursveifla með auknu atvinnuleysi í aðdraganda kosninga bitnar jafnan á sitjandi forseta. Við bætist að forsetinn hefur ekki bara sætt óvenjuharkalegri fordæmingu andstæðinga sinna og fjölmiðla heldur eru nú einnig í gangi um 30 opinberar rannsóknir á meintum lögbrotum hans og manna hans af hálfu Bandaríkjaþings og saksóknara. Sumir nánir samstarfsmenn forsetans hafa þegar hlotið fangelsisdóma fyrir efnahagsbrot og aðra glæpi og sitja inni. Þarna birtist styrkur Bandaríkjanna sem réttarríkis. Háir og lágir eru yfirleitt jafnir fyrir bandarískum lögum í þeim skilningi að dómarar, forsetar, ríkisstjórar, saksóknarar og þingmenn eru iðulega dregnir fyrir dóm ef þeir brjóta lög. Fv. ríkisstjóri Illinois Rod Blagojevich afplánar nú t.d. 14 ára fangelsisdóm. Með þessu er þó ekki sagt að bandarískt réttarfar fari aldrei í manngreinarálit, öðru nær, því blökkumenn eru enn beittir margs kyns rangindum þótt þeir hafi nú í meira en hálfa öld staðið jafnfætis hvítum fyrir lögum. Og aðeins örfáir brotlegir bankamenn voru ákærðir og dæmdir eftir 2008 enda höfðu bankarnir fyllt fjárhirzlur beggja stjórnmálaflokka. Þegar öllu er á botninn hvolft hvílir bandarískt stjórnarfar á skilvirkri þrískiptingu valds, öflugum fjölmiðlum og jafnræði hárra og lágra fyrir lögum. Þetta dugði til að koma Richard Nixon út úr Hvíta húsinu 1974. Fari svo að Trump fari með sigur af hólmi 2020 mun reyna aftur á innri styrk bandarísks stjórnarfars líkt og 1974. Heim til þín, Ísland Víkur nú sögunni heim til Íslands þar sem hvorki skilvirkri þrískiptingu valds né jafnræði fyrir lögum er til að dreifa þótt fjölmiðlum hafi vaxið ásmegin. Hér skilur milli feigs og ófeigs. Framkvæmdarvaldið hefur bæði Alþingi og skipan dómara í hendi sinni sem fyrr og þverskallast við að staðfesta nýju stjórnarskrána sem er einmitt ætlað að tryggja m.a. betra jafnvægi og skarpari skil milli valdþáttanna þriggja. Mikið virðist einnig vanta upp á jafnræði fyrir lögum. Hæstaréttardómarar hafa sakað hver annan um lögbrot án þess að Alþingi eða önnur yfirvöld hafi látið málið til sín taka. Alþingi samþykkti 2012 að láta rannsaka einkavæðingu bankanna en lét þó ekki af rannsókninni verða enda höfðu bankarnir fyllt fjárhirzlur þriggja stjórnmálaflokka fyrir hrun. Hinn fjórði, svo við höldum okkur bara við fjórflokkinn, sagði ekki múkk. Banki eða þvottavél? Seðlabankinn hefur tekið að sér að rannsaka sjálfur meint misferli innan bankans. Eftir að meint brot voru fyrnd birti bankinn loksins skýrslu um Kaupþingslánið án þess að nefna að þriðjungur lánsfjárins var lagður samdægurs inn á reikning á Tortólu 6. október 2008. Skýrslan bætti engu við það sem vitað var löngu fyrr, öðru nær. Fyrir skömmu birti bankinn svo aðra skýrslu um innflutning gjaldeyris til landsins eftir hrun. Skýrslan staðfestir að bankinn leit undan frekar en að spyrja um uppruna fjárins svo sem honum bar. Bankinn neitar enn að birta nöfn þeirra sem fluttu féð heim. Fjölmiðlar hafa upplýst að meira en þriðjungur fjárins kom frá Lúxemborg og Sviss. Bankaráðsmenn þurfa að upplýsa hvort og þá hvernig þeir ræktu lagaskyldu sína til að fylgjast með að bankinn færi að lögum. Ekkert lært, engu gleymt Nær allir flokkar á Alþingi, bankarnir og stórfyrirtækin virðast staðráðin í að ríghalda í sukkið sem setti landið á hliðina 2008. Þau hafa að því er virðist ekkert lært og engu gleymt. Að því hlýtur að koma að fólkið í landinu taki sér tak og setji þeim stólinn fyrir dyrnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Stokkhólmi – Nú er hún tekin að skýrast myndin af bandarískum stjórnmálum í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þetta skiptir máli. Trump forseti er óvinsælasti forseti landsins frá því Gallup hóf slíkar mælingar 1945. Meðal þrettán Bandaríkjaforseta frá Harry Truman til Donalds Trump er Trump hinn eini sem hefur aldrei notið stuðnings meiri hluta kjósenda eftir bráðum þriggja ára setu í Hvíta húsinu. Hann er hinn fyrsti sinnar tegundar. Bandarískir sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar telja hann verstan allra 44ra forseta Bandaríkjanna frá öndverðu. Nýjar rannsóknir benda til að kjör hans 2016 megi skýra ekki bara með vonbrigðum margra kjósenda vegna staðnaðra lífskjara og ótímabærra dauðsfalla í dreifbýli heldur einnig með gamalgrónum fordómum gegn blökkumönnum og nýbyggjum, fordómum sem forsetinn hefur ýft upp og haldið áfram að kynda undir.Styrkur Bandaríkjanna Margt bendir þó til þess, m.a. margar skoðanakannanir, að Trump forseti muni að ári þurfa að lúta í lægra haldi fyrir frambjóðanda demókrata hver sem hann verður eða hún. Það sem hefur breytzt er að æ fleiri sjá í gegnum forsetann og upphlaup hans og snúa því baki við honum auk þess sem nú virðist niðursveifla í bandarísku efnahagslífi vera í aðsigi líkt og víða annars staðar. Niðursveifla með auknu atvinnuleysi í aðdraganda kosninga bitnar jafnan á sitjandi forseta. Við bætist að forsetinn hefur ekki bara sætt óvenjuharkalegri fordæmingu andstæðinga sinna og fjölmiðla heldur eru nú einnig í gangi um 30 opinberar rannsóknir á meintum lögbrotum hans og manna hans af hálfu Bandaríkjaþings og saksóknara. Sumir nánir samstarfsmenn forsetans hafa þegar hlotið fangelsisdóma fyrir efnahagsbrot og aðra glæpi og sitja inni. Þarna birtist styrkur Bandaríkjanna sem réttarríkis. Háir og lágir eru yfirleitt jafnir fyrir bandarískum lögum í þeim skilningi að dómarar, forsetar, ríkisstjórar, saksóknarar og þingmenn eru iðulega dregnir fyrir dóm ef þeir brjóta lög. Fv. ríkisstjóri Illinois Rod Blagojevich afplánar nú t.d. 14 ára fangelsisdóm. Með þessu er þó ekki sagt að bandarískt réttarfar fari aldrei í manngreinarálit, öðru nær, því blökkumenn eru enn beittir margs kyns rangindum þótt þeir hafi nú í meira en hálfa öld staðið jafnfætis hvítum fyrir lögum. Og aðeins örfáir brotlegir bankamenn voru ákærðir og dæmdir eftir 2008 enda höfðu bankarnir fyllt fjárhirzlur beggja stjórnmálaflokka. Þegar öllu er á botninn hvolft hvílir bandarískt stjórnarfar á skilvirkri þrískiptingu valds, öflugum fjölmiðlum og jafnræði hárra og lágra fyrir lögum. Þetta dugði til að koma Richard Nixon út úr Hvíta húsinu 1974. Fari svo að Trump fari með sigur af hólmi 2020 mun reyna aftur á innri styrk bandarísks stjórnarfars líkt og 1974. Heim til þín, Ísland Víkur nú sögunni heim til Íslands þar sem hvorki skilvirkri þrískiptingu valds né jafnræði fyrir lögum er til að dreifa þótt fjölmiðlum hafi vaxið ásmegin. Hér skilur milli feigs og ófeigs. Framkvæmdarvaldið hefur bæði Alþingi og skipan dómara í hendi sinni sem fyrr og þverskallast við að staðfesta nýju stjórnarskrána sem er einmitt ætlað að tryggja m.a. betra jafnvægi og skarpari skil milli valdþáttanna þriggja. Mikið virðist einnig vanta upp á jafnræði fyrir lögum. Hæstaréttardómarar hafa sakað hver annan um lögbrot án þess að Alþingi eða önnur yfirvöld hafi látið málið til sín taka. Alþingi samþykkti 2012 að láta rannsaka einkavæðingu bankanna en lét þó ekki af rannsókninni verða enda höfðu bankarnir fyllt fjárhirzlur þriggja stjórnmálaflokka fyrir hrun. Hinn fjórði, svo við höldum okkur bara við fjórflokkinn, sagði ekki múkk. Banki eða þvottavél? Seðlabankinn hefur tekið að sér að rannsaka sjálfur meint misferli innan bankans. Eftir að meint brot voru fyrnd birti bankinn loksins skýrslu um Kaupþingslánið án þess að nefna að þriðjungur lánsfjárins var lagður samdægurs inn á reikning á Tortólu 6. október 2008. Skýrslan bætti engu við það sem vitað var löngu fyrr, öðru nær. Fyrir skömmu birti bankinn svo aðra skýrslu um innflutning gjaldeyris til landsins eftir hrun. Skýrslan staðfestir að bankinn leit undan frekar en að spyrja um uppruna fjárins svo sem honum bar. Bankinn neitar enn að birta nöfn þeirra sem fluttu féð heim. Fjölmiðlar hafa upplýst að meira en þriðjungur fjárins kom frá Lúxemborg og Sviss. Bankaráðsmenn þurfa að upplýsa hvort og þá hvernig þeir ræktu lagaskyldu sína til að fylgjast með að bankinn færi að lögum. Ekkert lært, engu gleymt Nær allir flokkar á Alþingi, bankarnir og stórfyrirtækin virðast staðráðin í að ríghalda í sukkið sem setti landið á hliðina 2008. Þau hafa að því er virðist ekkert lært og engu gleymt. Að því hlýtur að koma að fólkið í landinu taki sér tak og setji þeim stólinn fyrir dyrnar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun