Fulltrúi Bankasýslunnar segist hafa „átt við ofurefli að etja“ Hörður Ægisson. skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Kirstín Flygering. Arion banki Þáverandi fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka segist hafa „átt við ofurefli að etja“ þegar Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri, hafi sumarið 2017 farið fram á sex mánuði í viðbót í starfslokagreiðslu. „Mér fannst það of vel í lagt,“ útskýrir Kirstín Þ. Flygenring, sem var aðalmaður í stjórn bankans 2014 til 2018, en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þar sem Monica Caneman, stjórnarformaður til fjölda ára, var þá nýhætt og útboð og skráning Arion stóð fyrir dyrum. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ segir Kirstín. Greint var frá því í Markaðinum í gær að fulltrúi Bankasýslunnar, sem hélt þá utan um 13 prósenta hlut í bankanum, hefði ekki gert athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar. Þær tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok og þýddu að bankinn þurfti að bókfæra 150 milljóna launakostnað þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Voru breytingar á ráðningarsamningnum samþykktar af öllum stjórnarmönnum. Kirstín segir að þegar hún hafi fyrst sest í stjórn bankans 2014 þá hafi Höskuldur þegar verið með starfslokasamning sem nam einum og hálfum árslaunum. „Mér þótti það ærið á þeim tíma enda viðtekið að menn í slíkum stöðum fái eitt ár í starfslokagreiðslur.“ Þá bendir hún á að bankinn hafi verið búinn að innleiða kaupaukakerfi. „Höskuldur var alltaf mjög harður í launakröfum,“ bætir Kirstín við, og segir hann jafnan hafa verið dyggilega studdan af erlendum stjórnarmönnum bankans. „Mér fannst þessar launakröfur út úr korti og afar slæmar fyrir orðspor bankans.“ Kirstín vekur athygli á því að hún hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu í stjórninni árið 2018 þegar Höskuldur hafi viljað fá þrettán, eða jafnvel sautján, prósenta launahækkun og „starfslokagreiðslan tengist að sjálfsögðu laununum beint“. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Þáverandi fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka segist hafa „átt við ofurefli að etja“ þegar Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri, hafi sumarið 2017 farið fram á sex mánuði í viðbót í starfslokagreiðslu. „Mér fannst það of vel í lagt,“ útskýrir Kirstín Þ. Flygenring, sem var aðalmaður í stjórn bankans 2014 til 2018, en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þar sem Monica Caneman, stjórnarformaður til fjölda ára, var þá nýhætt og útboð og skráning Arion stóð fyrir dyrum. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ segir Kirstín. Greint var frá því í Markaðinum í gær að fulltrúi Bankasýslunnar, sem hélt þá utan um 13 prósenta hlut í bankanum, hefði ekki gert athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar. Þær tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok og þýddu að bankinn þurfti að bókfæra 150 milljóna launakostnað þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Voru breytingar á ráðningarsamningnum samþykktar af öllum stjórnarmönnum. Kirstín segir að þegar hún hafi fyrst sest í stjórn bankans 2014 þá hafi Höskuldur þegar verið með starfslokasamning sem nam einum og hálfum árslaunum. „Mér þótti það ærið á þeim tíma enda viðtekið að menn í slíkum stöðum fái eitt ár í starfslokagreiðslur.“ Þá bendir hún á að bankinn hafi verið búinn að innleiða kaupaukakerfi. „Höskuldur var alltaf mjög harður í launakröfum,“ bætir Kirstín við, og segir hann jafnan hafa verið dyggilega studdan af erlendum stjórnarmönnum bankans. „Mér fannst þessar launakröfur út úr korti og afar slæmar fyrir orðspor bankans.“ Kirstín vekur athygli á því að hún hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu í stjórninni árið 2018 þegar Höskuldur hafi viljað fá þrettán, eða jafnvel sautján, prósenta launahækkun og „starfslokagreiðslan tengist að sjálfsögðu laununum beint“.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira