Dóttir Stan Lee segir engan hafa komið verr fram við föður sinn en Disney og Marvel Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 20:59 Tom Holland hefur skuldbundið sig til að leika í tveimur Spiderman-myndum til viðbótar en ef fram fer sem horfir verða þær ekki undir merkjum Marvel. Vísir/Getty Deilum á milli Sony og Disney um yfirráð yfir ofurhetjunni Spiderman er hvergi nærri lokið en nú hefur dóttir myndasagnahöfundarins Stan Lee komið Sony til varnar. Vill hún meina að Disney og Marvel hafi komið illa fram við föður hennar. Greint var frá því fyrr í vikunni að viðræður Disney og Sony Pictures um áframhaldandi samframleiðslu á myndum um Spiderman hefðu siglt í strand. Myndverin höfðu áður komist að því samkomulagi að skipta kostnaði við gerð Spiderman mynda jafnt á milli sín. Síðan þessi deila rataði í fréttirnar hafa aðdáendur og leikarar í Marvel-myndunum beint gremju sinni að Sony. Hefur Sony fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og hefur Jeremy Renner, sem leikur Hawkeye í Avengers-myndunum, komið Disney til varnar með því að segja Sony að afhenda Marvel Spiderman á ný. Stan Lee er maðurinn sem stofnaði Marvel-myndasögurnar og er sá sem skapaði langflesta af þeim karakterum sem njóta svo mikilla vinsælda í dag, þar á meðal Ironman, Captain America og áðurnefndan Spiderman. Dóttir hans heitir Joan Celia Lee en hún ræddi við TMZ um þessar deilur en Stan Lee lést í fyrra.Stann Lee lést í fyrra, 95 ára að aldri.Vísir/GettyHún segir Marvel og Disney sækjast eftir algjörum yfirráðum yfir sköpunarverkum föður síns og að það þurfi meira jafnvægi á markaðinn. Vonast hún eftir að aðrir taki að sér sköpunarverk föður síns og sýni þeim einlæga virðingu. „Hvort sem það er Sony eða einhver annar, áframhaldandi þróun á karakterum föður míns og arfleiðar hans á skilið fleiri sjónarhorn.“ Hún lauk máli sínu með því að gagnrýna Marvel og Disney harðlega. „Þegar faðirinn minn dó, þá hafði enginn frá Disney eða Marvel samband við mig. Frá fyrsta degi hafa þeir gert verk föður míns að söluvöru og aldrei sýnt honum eða arfleið hans nokkra virðingu eða velsæmi. Þegar allt kemur til alls þá kom enginn verr fram við föður minn en stjórnendur Marvel og Disney.“ Þessar deilur hófust í kjölfar þess að nýjasta Spiderman-myndin, Far From Home, varð tekjuhæsta mynd Sony frá upphafi. Tvær Spiderman-myndir til viðbótar eru fyrirhugaðar með Tom Holland í aðalhlutverki og Jon Watts sem leikstjóra. Ef fram fer sem horfir verður Kevin Feige, forstjóri Marvel og sá sem hefur haldið þétt utan um allar þær Marvel-myndir sem komið hafa út á undanförnum áratug, ekki framleiðandi þeirra mynda. Það yrði gífurlegt högg fyrir áframhaldandi söguþráð Marvel því búið er að stilla Spiderman upp sem einni af aðalofurhetjum framtíðarmynda Marvel-heimsins. Hollywood Tengdar fréttir Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Deilum á milli Sony og Disney um yfirráð yfir ofurhetjunni Spiderman er hvergi nærri lokið en nú hefur dóttir myndasagnahöfundarins Stan Lee komið Sony til varnar. Vill hún meina að Disney og Marvel hafi komið illa fram við föður hennar. Greint var frá því fyrr í vikunni að viðræður Disney og Sony Pictures um áframhaldandi samframleiðslu á myndum um Spiderman hefðu siglt í strand. Myndverin höfðu áður komist að því samkomulagi að skipta kostnaði við gerð Spiderman mynda jafnt á milli sín. Síðan þessi deila rataði í fréttirnar hafa aðdáendur og leikarar í Marvel-myndunum beint gremju sinni að Sony. Hefur Sony fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og hefur Jeremy Renner, sem leikur Hawkeye í Avengers-myndunum, komið Disney til varnar með því að segja Sony að afhenda Marvel Spiderman á ný. Stan Lee er maðurinn sem stofnaði Marvel-myndasögurnar og er sá sem skapaði langflesta af þeim karakterum sem njóta svo mikilla vinsælda í dag, þar á meðal Ironman, Captain America og áðurnefndan Spiderman. Dóttir hans heitir Joan Celia Lee en hún ræddi við TMZ um þessar deilur en Stan Lee lést í fyrra.Stann Lee lést í fyrra, 95 ára að aldri.Vísir/GettyHún segir Marvel og Disney sækjast eftir algjörum yfirráðum yfir sköpunarverkum föður síns og að það þurfi meira jafnvægi á markaðinn. Vonast hún eftir að aðrir taki að sér sköpunarverk föður síns og sýni þeim einlæga virðingu. „Hvort sem það er Sony eða einhver annar, áframhaldandi þróun á karakterum föður míns og arfleiðar hans á skilið fleiri sjónarhorn.“ Hún lauk máli sínu með því að gagnrýna Marvel og Disney harðlega. „Þegar faðirinn minn dó, þá hafði enginn frá Disney eða Marvel samband við mig. Frá fyrsta degi hafa þeir gert verk föður míns að söluvöru og aldrei sýnt honum eða arfleið hans nokkra virðingu eða velsæmi. Þegar allt kemur til alls þá kom enginn verr fram við föður minn en stjórnendur Marvel og Disney.“ Þessar deilur hófust í kjölfar þess að nýjasta Spiderman-myndin, Far From Home, varð tekjuhæsta mynd Sony frá upphafi. Tvær Spiderman-myndir til viðbótar eru fyrirhugaðar með Tom Holland í aðalhlutverki og Jon Watts sem leikstjóra. Ef fram fer sem horfir verður Kevin Feige, forstjóri Marvel og sá sem hefur haldið þétt utan um allar þær Marvel-myndir sem komið hafa út á undanförnum áratug, ekki framleiðandi þeirra mynda. Það yrði gífurlegt högg fyrir áframhaldandi söguþráð Marvel því búið er að stilla Spiderman upp sem einni af aðalofurhetjum framtíðarmynda Marvel-heimsins.
Hollywood Tengdar fréttir Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39