Meira þarf til Hörður Ægisson skrifar 23. ágúst 2019 07:30 Afkoma viðskiptabankanna er léleg. Nýjustu uppgjör bankanna sýna, eins og áður, að þeir eiga enn langt í land með að ná markmiði sínum um að skila tíu prósenta arðsemi af reglulegum rekstri. Leiðrétt fyrir stórum óbeinum eignarhlut Landsbankans í Marel, en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um meira en helming á árinu, er arðsemi bankanna allra um fimm til sex prósent, litlu meiri en af áhættulausum ríkisskuldabréfum. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s sá fyrr í sumar ástæðu til að breyta horfum sínum fyrir bankana úr stöðugum í neikvæðar. Í rökstuðningi er meðal annars bent á dræma arðsemi og að erfitt verði að auka hagnað vegna harðnandi samkeppni og versnandi efnahagsumhverfis. Hvað er til ráða? Fyrst er mikilvægt að hafa í huga, sem vill oft gleymast, að skilvirkt og hagkvæmt fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingar hverju sinni, skiptir lykilmáli við að bæta framleiðni í íslensku efnahagslífi. Ströngustu eiginfjárkröfur sem þekkjast í Evrópu, ásamt margfalt hærri sértækri skattlagningu, hjálpa ekki til við að ná þeim markmiðum. Þá er þörf á róttækum hagræðingaraðgerðum til að minnka kostnað, sem samanstendur einkum af launum, sköttum og kostnaði við upplýsingatækni, en í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Ólíklegt er hins vegar að mikill árangur náist í þeim efnum á meðan tveir þriðju hlutar bankakerfisins eru í höndum ríkisins. Ein leið, sem stjórnvöld ættu að skoða að beita sér fyrir, væri möguleg sameining banka. Óumdeilt er að hægt væri að minnka rekstrarkostnað verulega með slíkum aðgerðum en á móti eru uppi sjónarmið, sem ber að taka alvarlega, um hvort þær myndu skaða samkeppni á bankamarkaði, heimilum og fyrirtækjum til tjóns. Svo þarf hins vegar ekki endilega að vera. Samkeppnisumhverfið, ekki hvað síst í viðskiptabankastarfsemi, hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum, bæði með uppgangi fjártæknifyrirtækja og innkomu lífeyrissjóða á íbúðalánamarkað. Frá því í ársbyrjun 2016 hafa útlán lífeyrissjóðanna til einstaklinga þannig aukist um meira en 150 prósent og eru sjóðirnir í dag með samanlagt um þrjátíu prósenta hlutdeild á íbúðalánamarkaði. Þessi þróun, þar sem nýir leikendur eru farnir að gera sig gildandi í útlánum og fjármálaþjónustu, mun aðeins halda áfram. Of lítið hefur áunnist til hagræðingar í bankakerfinu á allra síðustu árum. Frá árinu 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið. Í stað þess að minnka efnahagsreikning sinn, sem myndi um leið skapa tækifæri til að fækka fólki og draga úr rekstrarkostnaði, hafa sumir ríkisbankar fremur kosið þá leið að leggja áherslu á útlánavöxt. Ekki er víst að það sé endilega fjárhagslega skynsamlegt út frá sjónarhóli eigandans, ríkissjóðs, sem ætti fremur að vilja að bankinn myndi minnka eigið fé sitt með auknum arðgreiðslum. Bankakerfið stendur á tímamótum. Á komandi árum munum við sjá uppstokkun á eignarhaldi, enn hraðari fækkun starfsfólks og breytingar á viðskiptamódelum sumra banka. Ákvarðanir stjórnvalda, sem eiga að hefjast handa við að losa um viðamikið eignarhald sitt í fjármálastarfsemi, munu skipta sköpum um hve vel tekst til í þeirri vegferð. Tíminn vinnur ekki með þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Afkoma viðskiptabankanna er léleg. Nýjustu uppgjör bankanna sýna, eins og áður, að þeir eiga enn langt í land með að ná markmiði sínum um að skila tíu prósenta arðsemi af reglulegum rekstri. Leiðrétt fyrir stórum óbeinum eignarhlut Landsbankans í Marel, en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um meira en helming á árinu, er arðsemi bankanna allra um fimm til sex prósent, litlu meiri en af áhættulausum ríkisskuldabréfum. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s sá fyrr í sumar ástæðu til að breyta horfum sínum fyrir bankana úr stöðugum í neikvæðar. Í rökstuðningi er meðal annars bent á dræma arðsemi og að erfitt verði að auka hagnað vegna harðnandi samkeppni og versnandi efnahagsumhverfis. Hvað er til ráða? Fyrst er mikilvægt að hafa í huga, sem vill oft gleymast, að skilvirkt og hagkvæmt fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingar hverju sinni, skiptir lykilmáli við að bæta framleiðni í íslensku efnahagslífi. Ströngustu eiginfjárkröfur sem þekkjast í Evrópu, ásamt margfalt hærri sértækri skattlagningu, hjálpa ekki til við að ná þeim markmiðum. Þá er þörf á róttækum hagræðingaraðgerðum til að minnka kostnað, sem samanstendur einkum af launum, sköttum og kostnaði við upplýsingatækni, en í samanburði við banka af sambærilegri stærð á hinum Norðurlöndunum er kostnaðarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert hærra. Ólíklegt er hins vegar að mikill árangur náist í þeim efnum á meðan tveir þriðju hlutar bankakerfisins eru í höndum ríkisins. Ein leið, sem stjórnvöld ættu að skoða að beita sér fyrir, væri möguleg sameining banka. Óumdeilt er að hægt væri að minnka rekstrarkostnað verulega með slíkum aðgerðum en á móti eru uppi sjónarmið, sem ber að taka alvarlega, um hvort þær myndu skaða samkeppni á bankamarkaði, heimilum og fyrirtækjum til tjóns. Svo þarf hins vegar ekki endilega að vera. Samkeppnisumhverfið, ekki hvað síst í viðskiptabankastarfsemi, hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum, bæði með uppgangi fjártæknifyrirtækja og innkomu lífeyrissjóða á íbúðalánamarkað. Frá því í ársbyrjun 2016 hafa útlán lífeyrissjóðanna til einstaklinga þannig aukist um meira en 150 prósent og eru sjóðirnir í dag með samanlagt um þrjátíu prósenta hlutdeild á íbúðalánamarkaði. Þessi þróun, þar sem nýir leikendur eru farnir að gera sig gildandi í útlánum og fjármálaþjónustu, mun aðeins halda áfram. Of lítið hefur áunnist til hagræðingar í bankakerfinu á allra síðustu árum. Frá árinu 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið. Í stað þess að minnka efnahagsreikning sinn, sem myndi um leið skapa tækifæri til að fækka fólki og draga úr rekstrarkostnaði, hafa sumir ríkisbankar fremur kosið þá leið að leggja áherslu á útlánavöxt. Ekki er víst að það sé endilega fjárhagslega skynsamlegt út frá sjónarhóli eigandans, ríkissjóðs, sem ætti fremur að vilja að bankinn myndi minnka eigið fé sitt með auknum arðgreiðslum. Bankakerfið stendur á tímamótum. Á komandi árum munum við sjá uppstokkun á eignarhaldi, enn hraðari fækkun starfsfólks og breytingar á viðskiptamódelum sumra banka. Ákvarðanir stjórnvalda, sem eiga að hefjast handa við að losa um viðamikið eignarhald sitt í fjármálastarfsemi, munu skipta sköpum um hve vel tekst til í þeirri vegferð. Tíminn vinnur ekki með þeim.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun