Xabi Alonso elskar ennþá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 10:30 Xabi Alonso þegar hann klæddist aftur Liverpool treyjunni í góðgerðaleik. Getty/ LFC Foundation „Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður,“ sagði Xabi Alonso í viðtali við breska ríkisútvarpið. Spánverjinn samgladdist sínu gamla félagi síðasta vor þegar Liverpool vann Meistaradeildina en því hafði Liverpool ekki náð síðan að Xabi Alonso lék lykilhlutverk á miðju liðsins. Xabi Alonso hefur nú lagt fótboltaskóna upp á hillu og er nú orðinn knattspyrnustjóri. Frumraun hans sem stjóri verður á morgun þegar Real Sociedad B mætir Burgos. Að þessu tilefni fékk BBC hann í viðtal. Meðal umræðuefnanna var að sjálfsögðu Liverpool þar sem hann spilaði við frábæran orðstír á árunum 2004 til 2009. Xabi Alonso fór frá Liverpool til Real Madrid árið 2009 en endaði síðan farsælan feril sinn hjá Bayern München árið 2017.World Cup winner & two-time #ChampionsLeague winner Xabi Alonso will make his managerial debut on Saturday when he leads Real Sociedad B against Burgos in Segunda Division B.@BBCWSSport headed to Spain to catch up with the Liverpool legend. Here https://t.co/tgRIZuQqc2#LFCpic.twitter.com/WfGce7jGPG — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019Blaðamaður BBC spurði Xabi Alonso hvort hann myndi einhvern tímann stýra Liverpool-liðinu. „Eins og er þá eru félagið með algjörlega frábæran knattspyrnustjóra í Jürgen Klopp og við allir Liverpool stuðningsmenn getum ekki verið annað en í skýjunum með það sem hann er að gera. Maður fann strax að hann var rétti maðurinn í starfið út frá því hvernig hann tók vel á móti Liverpool kúltúrnum og hvernig hann tengdi við stuðningsmenn. Hann hefur staðist allar væntingar og er rétti maðurinn,“ sagði Xabi Alonso. „Það kallaði fram margar frábærar minningar hjá mér frá sigrinum 2005 þegar ég sá Liverpool vinna Meistaradeildina í vor. Sumir úr 2005 liðinu vorum á vellinum eins og ég, Stevie [Gerrard], Jerzy [Dudek] og Sami [Hyypia]. Við fögnuðum allir saman,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso skoraði fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í Istanbul þegar Liverpool vann sigur á AC Milan og tryggði sér sigurinn í Meistaradeildinni. Nú var aftur komið að Liverpool að lyfta Meistaradeildarbikarnum fjórtán árum síðar. „Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það vita allir hversu sérstakt félag Liverpool er. Einu sinni rauður, alltaf rauður. Það er ekkert plat eða eitthvað slagorð. Þetta er satt og við sem höfum verið þarna þekkjum það vel,“ sagði Xabi Alonso. „Ég styð landa mína Pep Guardiola og Mikel Arteta í því sem þeir eru að gera. Ég held samt ekki með þeim í ensku úrvalsdeildinni því ég er stuðningsmaður Liverpool,“ sagði Xabi Alonso. „Síðasta tímabil var stórkostlegt og þá þessi titilbarátta og hvað bæði Manchester City og Liverpool gerðu. Það verður erfitt að leika það eftir en þetta eru tvö stöðug lið sem vita hvað þau vilja. Þetta er samt enska úrvalsdeildin og hún er mjög erfið,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Jordan Henderson. „Ég held að hann hafi svo mikla virðingu innan hópsins og sé svo mikilvægur fyrir liðsfélaga sína. Ég sé það á því að fylgjast með honum úr stúkunni. Hans orka er mjög mikilvæg fyrir leikstíl Liverpool. Hann er öflugur í að taka þetta aukaskref í pressunni og hann tengir líka mjög vel við framherjana þrjá,“ sagði Xabi Alonso. Það má lesa allt viðtalið við Xabi Alonso hér en þar ræðir hann meðal ástæðuna fyrir því af hverju hans stjóraferill byrjar hjá Real Sociedad.The Spaniard’s full BBC interview https://t.co/oHHz6Cn3Cf — Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 23, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
„Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður,“ sagði Xabi Alonso í viðtali við breska ríkisútvarpið. Spánverjinn samgladdist sínu gamla félagi síðasta vor þegar Liverpool vann Meistaradeildina en því hafði Liverpool ekki náð síðan að Xabi Alonso lék lykilhlutverk á miðju liðsins. Xabi Alonso hefur nú lagt fótboltaskóna upp á hillu og er nú orðinn knattspyrnustjóri. Frumraun hans sem stjóri verður á morgun þegar Real Sociedad B mætir Burgos. Að þessu tilefni fékk BBC hann í viðtal. Meðal umræðuefnanna var að sjálfsögðu Liverpool þar sem hann spilaði við frábæran orðstír á árunum 2004 til 2009. Xabi Alonso fór frá Liverpool til Real Madrid árið 2009 en endaði síðan farsælan feril sinn hjá Bayern München árið 2017.World Cup winner & two-time #ChampionsLeague winner Xabi Alonso will make his managerial debut on Saturday when he leads Real Sociedad B against Burgos in Segunda Division B.@BBCWSSport headed to Spain to catch up with the Liverpool legend. Here https://t.co/tgRIZuQqc2#LFCpic.twitter.com/WfGce7jGPG — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019Blaðamaður BBC spurði Xabi Alonso hvort hann myndi einhvern tímann stýra Liverpool-liðinu. „Eins og er þá eru félagið með algjörlega frábæran knattspyrnustjóra í Jürgen Klopp og við allir Liverpool stuðningsmenn getum ekki verið annað en í skýjunum með það sem hann er að gera. Maður fann strax að hann var rétti maðurinn í starfið út frá því hvernig hann tók vel á móti Liverpool kúltúrnum og hvernig hann tengdi við stuðningsmenn. Hann hefur staðist allar væntingar og er rétti maðurinn,“ sagði Xabi Alonso. „Það kallaði fram margar frábærar minningar hjá mér frá sigrinum 2005 þegar ég sá Liverpool vinna Meistaradeildina í vor. Sumir úr 2005 liðinu vorum á vellinum eins og ég, Stevie [Gerrard], Jerzy [Dudek] og Sami [Hyypia]. Við fögnuðum allir saman,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso skoraði fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í Istanbul þegar Liverpool vann sigur á AC Milan og tryggði sér sigurinn í Meistaradeildinni. Nú var aftur komið að Liverpool að lyfta Meistaradeildarbikarnum fjórtán árum síðar. „Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það vita allir hversu sérstakt félag Liverpool er. Einu sinni rauður, alltaf rauður. Það er ekkert plat eða eitthvað slagorð. Þetta er satt og við sem höfum verið þarna þekkjum það vel,“ sagði Xabi Alonso. „Ég styð landa mína Pep Guardiola og Mikel Arteta í því sem þeir eru að gera. Ég held samt ekki með þeim í ensku úrvalsdeildinni því ég er stuðningsmaður Liverpool,“ sagði Xabi Alonso. „Síðasta tímabil var stórkostlegt og þá þessi titilbarátta og hvað bæði Manchester City og Liverpool gerðu. Það verður erfitt að leika það eftir en þetta eru tvö stöðug lið sem vita hvað þau vilja. Þetta er samt enska úrvalsdeildin og hún er mjög erfið,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Jordan Henderson. „Ég held að hann hafi svo mikla virðingu innan hópsins og sé svo mikilvægur fyrir liðsfélaga sína. Ég sé það á því að fylgjast með honum úr stúkunni. Hans orka er mjög mikilvæg fyrir leikstíl Liverpool. Hann er öflugur í að taka þetta aukaskref í pressunni og hann tengir líka mjög vel við framherjana þrjá,“ sagði Xabi Alonso. Það má lesa allt viðtalið við Xabi Alonso hér en þar ræðir hann meðal ástæðuna fyrir því af hverju hans stjóraferill byrjar hjá Real Sociedad.The Spaniard’s full BBC interview https://t.co/oHHz6Cn3Cf — Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 23, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira