Verkfall British Airways setur ferðaplön hundraða þúsunda í uppnám Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2019 11:29 Flugvél frá félaginu er sögð taka á loft á 90 sekúndna fresti einhvers staðar í heiminum. Vísir/Getty Flugmenn British Airways hafa boðað þrjá verkfallsdaga í næsta mánuði vegna kjaradeilna. Verkföllin verða í gildi þann 9., 10. og 27. september. Þrátt fyrir að aðeins sé um þrjá daga að ræða hafa verkföllin áhrif á þá ferðalanga sem hyggjast ferðast aðra daga um svipað leyti. Í frétt BBC kemur fram að dæmi séu um að farþegar hafi fengið tölvupóst þar sem þeim er tilkynnt að ferðir þeirra falli niður þann 8. og 12. september og einn kveðst hafa fengið samsvarandi tölvupóst um flug sitt þann 25. september. Farþegum hefur verið bent á að breyta bókun sinni eða krefjast endurgreiðslu en þrátt fyrir það hefur gengið erfiðlega fyrir marga að ná sambandi við þjónustuver flugfélagsins og fá ferðinni breytt. Þá hefur skilaboðum ekki verið svarað og kvarta margir undan takmörkuðu upplýsingaflæði.Hi My return flight from LA to Heathrow on 9th has been cancelled. Numerous calls to phone cut off. I have DM'd my details across 90mins ago but had no reply or acknowledgement. Are you still there ? — Andy Keates (@andykeates) August 23, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá British Airways flýgur flugfélagið með um 145 þúsund farþega á hverjum degi. Flugvél frá flugfélaginu er sögð taka á loft á 90 sekúndna fresti einhvers staðar í heiminum en floti félagsins telur yfir 280 vélar. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að verið sé að reyna að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að leysa deiluna svo þessar „ósanngjörnu aðgerðir“ verði ekki að veruleika og eyðileggi ekki ferðaplön viðskiptavina. „Starfsemi flugfélaga er mjög flókin og þegar víðfeðm truflun á sér stað geta komið upp ruðningsáhrif sem hafa áhrif á flug dagana á eftir,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Allt stefnir í verkfall hjá flugmönnum British Airways Útlit er fyrir að flugmenn í Flugmannafélagi British Airways (BALPA) muni fara í verkfall síðar í sumar eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði í dag beiðni flugfélagsins um að setja lögbann til að koma í veg fyrir verkfallið. 31. júlí 2019 12:25 Breskt flugfélag aflýsir flugferðum til Egyptalands næstu vikuna Breska flugfélagið British Airways hefur lagt niður öll flug til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, næstu vikuna af öryggisástæðum. 20. júlí 2019 17:53 Verkfallsaðgerðum á Heathrow frestað Verkfalli starfsmanna Heathrow flugvallar í Lundúnum sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað. Um 2500 starfsmenn vallarins höfðu samþykkt að leggja niður störf á morgun og þriðjudag til að knýja fram launahækkun. 4. ágúst 2019 20:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Flugmenn British Airways hafa boðað þrjá verkfallsdaga í næsta mánuði vegna kjaradeilna. Verkföllin verða í gildi þann 9., 10. og 27. september. Þrátt fyrir að aðeins sé um þrjá daga að ræða hafa verkföllin áhrif á þá ferðalanga sem hyggjast ferðast aðra daga um svipað leyti. Í frétt BBC kemur fram að dæmi séu um að farþegar hafi fengið tölvupóst þar sem þeim er tilkynnt að ferðir þeirra falli niður þann 8. og 12. september og einn kveðst hafa fengið samsvarandi tölvupóst um flug sitt þann 25. september. Farþegum hefur verið bent á að breyta bókun sinni eða krefjast endurgreiðslu en þrátt fyrir það hefur gengið erfiðlega fyrir marga að ná sambandi við þjónustuver flugfélagsins og fá ferðinni breytt. Þá hefur skilaboðum ekki verið svarað og kvarta margir undan takmörkuðu upplýsingaflæði.Hi My return flight from LA to Heathrow on 9th has been cancelled. Numerous calls to phone cut off. I have DM'd my details across 90mins ago but had no reply or acknowledgement. Are you still there ? — Andy Keates (@andykeates) August 23, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá British Airways flýgur flugfélagið með um 145 þúsund farþega á hverjum degi. Flugvél frá flugfélaginu er sögð taka á loft á 90 sekúndna fresti einhvers staðar í heiminum en floti félagsins telur yfir 280 vélar. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að verið sé að reyna að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að leysa deiluna svo þessar „ósanngjörnu aðgerðir“ verði ekki að veruleika og eyðileggi ekki ferðaplön viðskiptavina. „Starfsemi flugfélaga er mjög flókin og þegar víðfeðm truflun á sér stað geta komið upp ruðningsáhrif sem hafa áhrif á flug dagana á eftir,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Allt stefnir í verkfall hjá flugmönnum British Airways Útlit er fyrir að flugmenn í Flugmannafélagi British Airways (BALPA) muni fara í verkfall síðar í sumar eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði í dag beiðni flugfélagsins um að setja lögbann til að koma í veg fyrir verkfallið. 31. júlí 2019 12:25 Breskt flugfélag aflýsir flugferðum til Egyptalands næstu vikuna Breska flugfélagið British Airways hefur lagt niður öll flug til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, næstu vikuna af öryggisástæðum. 20. júlí 2019 17:53 Verkfallsaðgerðum á Heathrow frestað Verkfalli starfsmanna Heathrow flugvallar í Lundúnum sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað. Um 2500 starfsmenn vallarins höfðu samþykkt að leggja niður störf á morgun og þriðjudag til að knýja fram launahækkun. 4. ágúst 2019 20:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Allt stefnir í verkfall hjá flugmönnum British Airways Útlit er fyrir að flugmenn í Flugmannafélagi British Airways (BALPA) muni fara í verkfall síðar í sumar eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði í dag beiðni flugfélagsins um að setja lögbann til að koma í veg fyrir verkfallið. 31. júlí 2019 12:25
Breskt flugfélag aflýsir flugferðum til Egyptalands næstu vikuna Breska flugfélagið British Airways hefur lagt niður öll flug til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, næstu vikuna af öryggisástæðum. 20. júlí 2019 17:53
Verkfallsaðgerðum á Heathrow frestað Verkfalli starfsmanna Heathrow flugvallar í Lundúnum sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað. Um 2500 starfsmenn vallarins höfðu samþykkt að leggja niður störf á morgun og þriðjudag til að knýja fram launahækkun. 4. ágúst 2019 20:47