Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. ágúst 2019 21:22 Matarsóun þúsund heimila verður rannsökuð í viku og verða niðurstöður nýttar í að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Stöð 2 Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Umhverfisstofnun stendur fyrir rannsókninni en þau þúsund heimili sem beðin verða um að taka þátt eru valin af handahófi. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum en um 5% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er vegna matarsóunar. Þátttakendur verða beðnir um að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku. Úrgangurinn er flokkaður í þrjá flokka: nýtanlegan mat, ónýtanlegan og vökva. Vigta þarf hvern flokk fyrir sig í lok dags og skrá í rafrænt kerfi á vef Umhverfisstofnunar.„Við erum annars vegar með ónýtanlegan mat, eins og bananahýði, eggjaskurn og bein af kjöti, kaffikorgur. Ónýtanlegur matur sem við erum ekki að fara að leggja okkur til munns,“ segir Hildur Harðardóttir, sérfræðingur á sviði loftslags- og grænsamfélaga hjá Umhverfisstofnun. Svo er það maturinn sjálfur sem flokkast undir matarsóun. „Hérna er til dæmis grauturinn sem dóttir mín kláraði ekki í morgun, þá myndi ég setja hann í nýtanlega flokkinn því hann hefði klárlega mátt borða. Og svo setur maður [matinn] bara í þægilega skál,“ segir Hildur. Maturinn er svo vigtaður, þyngd skráð og allt sett í lífræna tunnu sé hún við heimili. Hildur vonast til að sem flestir taki þátt í rannsókninni enda sé mikilvægt að fá sem skýrasta mynd af umfangi matarsóunar á Íslandi. Hafist var handa að hringja í fólk fyrir helgi en hringt verður út næstu tvær vikurnar. Umhverfismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Umhverfisstofnun stendur fyrir rannsókninni en þau þúsund heimili sem beðin verða um að taka þátt eru valin af handahófi. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum en um 5% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er vegna matarsóunar. Þátttakendur verða beðnir um að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku. Úrgangurinn er flokkaður í þrjá flokka: nýtanlegan mat, ónýtanlegan og vökva. Vigta þarf hvern flokk fyrir sig í lok dags og skrá í rafrænt kerfi á vef Umhverfisstofnunar.„Við erum annars vegar með ónýtanlegan mat, eins og bananahýði, eggjaskurn og bein af kjöti, kaffikorgur. Ónýtanlegur matur sem við erum ekki að fara að leggja okkur til munns,“ segir Hildur Harðardóttir, sérfræðingur á sviði loftslags- og grænsamfélaga hjá Umhverfisstofnun. Svo er það maturinn sjálfur sem flokkast undir matarsóun. „Hérna er til dæmis grauturinn sem dóttir mín kláraði ekki í morgun, þá myndi ég setja hann í nýtanlega flokkinn því hann hefði klárlega mátt borða. Og svo setur maður [matinn] bara í þægilega skál,“ segir Hildur. Maturinn er svo vigtaður, þyngd skráð og allt sett í lífræna tunnu sé hún við heimili. Hildur vonast til að sem flestir taki þátt í rannsókninni enda sé mikilvægt að fá sem skýrasta mynd af umfangi matarsóunar á Íslandi. Hafist var handa að hringja í fólk fyrir helgi en hringt verður út næstu tvær vikurnar.
Umhverfismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira